Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2025 14:49 Alfreð Erling Þórðarson þáði að sögn kaffi og mat hjá hjónunum sem hann er grunaður um að hafa orðið að bana í ágúst síðastliðnum. vísir/Vilhelm Mágur Alfreðs Erlings Þórðarsonar, sem grunaður er um að hafa banað hjónum í Neskaupstað í fyrrasumar, segir Alfreð stundum hafa komið við hjá hjónunum og fengið hjá þeim kaffi eða að borða á kvöldin þegar hann var svangur. Hann grunaði Alfreð strax um græsku þegar hann sá hvað hafði gerst. Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Mat dómkvadds matsmanns er að Alfreð hafi verið í geðrofi á verknaðarstundu. Alfreð vildi ekki tjá sig frekar um málið við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun. Hann bar því við hjá lögreglu að hann myndi ekki eftir atburðum. Mágur Alfreðs Erlings þekkti til hjónanna sem voru drepin. Hann þekkti þó ekki til tengsla hjónanna við Alfreð Erling. „Nei, í rauninni ekki. Hann kom stundum við hjá þeim og fékk kaffi á kvöldin og að borða þegar hann var svangur. Ég veit að hann kom stundum við hjá þeim en veit ekki hversu oft.“ Mágurinn sagðist hafa verið í hádegismat hjá foreldrum sínum á hefðbundnum vinnudegi miðvikudaginn 21. ágúst. Faðir hans hefði lýst yfir áhyggjum að hann næði ekki í hjónin. Þegar leið á matartímann velti mágur Alfreðs því fyrir sér hvort það væri ekki einhver með lykla að húsinu sem gæti farið og athugað með hjónin. Þeir feðgar áttuðu sig á því að bróðir hins látna gæti verið með lykla og báðu hann að renna við. Sá hringdi svo til baka og lýsti því sem hann hefði fundið. Bróðir hans og mágkona væru látin á baðherbergisgólfinu á heimili þeirra. Grunaði strax Alfreð Mágur Alfreðs og faðir hans brunuðu sem leið lá á vettvang. Hann tók lífsmörk af hinum látna og átti svo myndsímtal við lögregluna. Eftir það yfirgáfu þau húsið. „Mig grunaði strax að þetta væri Alfreð,“ sagði mágur hans. Hann býr einu húsi frá hjónunum og tók eftir Alfreð Erling þar á gangi á milli klukkan sex og sjö kvöldið áður. Þá tók hann eftir því að bíll hjónanna var heima. Þá gekk Alfreð Erling fram hjá húsi hans. „Hann horfir á mig og brosir til mín,“ sagði mágurinn sem horfði á eftir Alfreð ganga í áttina að húsi hjónanna. Þegar hann sá að hjónin voru látin hefði hann strax óttast um fjölskyldu sína. „Við tók þá hræðsla að vita ekki hvar hann væri, því fjölskylda og börnin mín voru inn frá,“ sagði mágurinn sem var að flytja í sveitina utan við Neskaupstað þar sem fjölskylda hans var stödd. Strauk af geðdeild Mágurinn sagðist ekki hafa verið í neinu sambandi við Alfreð en heyrt af honum í gegnum tengdafjölskyldu sína. Þaðan hefði hann heyrt að Alfreð ætti í erfiðleikum og glímdi við miklar ranghugmyndir. Alfreð hefði verið ekið til Akureyrar á geðdeild, þaðan hefði hann strokið og síðan hefðu samskipti Alfreðs við fjölskyldu sína ekki verið nein. Hann hefði sýnt systur sinni myndir sem hann sá alls konar verur og púka. Eitthvað sem aðrir sáu bara sem eitthvað krass. Mágurinn sagðist reglulega hafa orðið var við hann í bænum. Hann hefði virkað skuggalegur, alveg ótilhafður, skítugur í lörfum og skeggjaður. Mætti þegar hann var svangur Bróðir hins látna bar líka vitni fyrir dómi. Hann lýsti því að hafa fengið símtal og verið beðinn um að líta til með hjónunum. Hann sagðist vita til þess að Alfreð hefði í gegnum tíðina fengið að borða hjá hjónunum. „Þegar hann var svangur.“ Húsmóðirin hefði prjónað handa honum sokka í eitt skipti. Hann hefði farið á vettvang með lykla. Tekið eftir polli á gólfinu þegar hann kom inn en annars ekki staldrað við mikið fyrr en hann sá að baðherbergisdyrnar voru lokaðar. Þegar hann hefði opnað þangað inn hefðu lík hjónanna blasað við á gólfinu. „Ég fraus og var alveg í sjokki,“ sagði bróðir hins látna. Hann sagðist fyrir dómi hafa verið meðvitaður um veikindi Alfreðs og að honum fyndist hann alltaf hafa verið eitthvað skrýtinn. Ekki heima í morgunkaffi Fyrir dóminn kom líka vinur hinna látnu, faðir mágs Alfreðs en þeir snæddu hádegisverð saman þann 22. ágúst. Vinurinn var sá sem lýsti yfir áhyggjum að hafa ekkert heyrt frá hjónunum. Að morgni 21. ágúst hefði hann líkt og aðra daga haldið í morgunkaffi til hjónanna en þar hefði enginn virst vera heima. Hann taldi í fyrstu að þau hefðu líklegast skroppið eitthvað en fór svo að efast um það eftir að hafa orðið var við að kerra þeirra var við húsið. Í hádeginu daginn eftir, þegar sonur hans kom í heimsókn, ræddu þeir frekari áhyggjur af hjónunum sem varð til þess að bróðir þeirra fór á vettvang eins og áður er lýst. Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Alfreð Erling, 46 ára Norðfirðingur, er ákærður fyrir að verða hjónum á áttræðisaldri sem hann þekkti til að bana á heimili þeirra í Neskaupstað. Talið er að hann hafi verið í geðrofi, notað hamar og slegið fólkið endurtekið í höfuðið með verkfærinu með fyrrnefndum afleiðingum. Mat dómkvadds matsmanns er að Alfreð hafi verið í geðrofi á verknaðarstundu. Alfreð vildi ekki tjá sig frekar um málið við upphaf aðalmeðferðarinnar í morgun. Hann bar því við hjá lögreglu að hann myndi ekki eftir atburðum. Mágur Alfreðs Erlings þekkti til hjónanna sem voru drepin. Hann þekkti þó ekki til tengsla hjónanna við Alfreð Erling. „Nei, í rauninni ekki. Hann kom stundum við hjá þeim og fékk kaffi á kvöldin og að borða þegar hann var svangur. Ég veit að hann kom stundum við hjá þeim en veit ekki hversu oft.“ Mágurinn sagðist hafa verið í hádegismat hjá foreldrum sínum á hefðbundnum vinnudegi miðvikudaginn 21. ágúst. Faðir hans hefði lýst yfir áhyggjum að hann næði ekki í hjónin. Þegar leið á matartímann velti mágur Alfreðs því fyrir sér hvort það væri ekki einhver með lykla að húsinu sem gæti farið og athugað með hjónin. Þeir feðgar áttuðu sig á því að bróðir hins látna gæti verið með lykla og báðu hann að renna við. Sá hringdi svo til baka og lýsti því sem hann hefði fundið. Bróðir hans og mágkona væru látin á baðherbergisgólfinu á heimili þeirra. Grunaði strax Alfreð Mágur Alfreðs og faðir hans brunuðu sem leið lá á vettvang. Hann tók lífsmörk af hinum látna og átti svo myndsímtal við lögregluna. Eftir það yfirgáfu þau húsið. „Mig grunaði strax að þetta væri Alfreð,“ sagði mágur hans. Hann býr einu húsi frá hjónunum og tók eftir Alfreð Erling þar á gangi á milli klukkan sex og sjö kvöldið áður. Þá tók hann eftir því að bíll hjónanna var heima. Þá gekk Alfreð Erling fram hjá húsi hans. „Hann horfir á mig og brosir til mín,“ sagði mágurinn sem horfði á eftir Alfreð ganga í áttina að húsi hjónanna. Þegar hann sá að hjónin voru látin hefði hann strax óttast um fjölskyldu sína. „Við tók þá hræðsla að vita ekki hvar hann væri, því fjölskylda og börnin mín voru inn frá,“ sagði mágurinn sem var að flytja í sveitina utan við Neskaupstað þar sem fjölskylda hans var stödd. Strauk af geðdeild Mágurinn sagðist ekki hafa verið í neinu sambandi við Alfreð en heyrt af honum í gegnum tengdafjölskyldu sína. Þaðan hefði hann heyrt að Alfreð ætti í erfiðleikum og glímdi við miklar ranghugmyndir. Alfreð hefði verið ekið til Akureyrar á geðdeild, þaðan hefði hann strokið og síðan hefðu samskipti Alfreðs við fjölskyldu sína ekki verið nein. Hann hefði sýnt systur sinni myndir sem hann sá alls konar verur og púka. Eitthvað sem aðrir sáu bara sem eitthvað krass. Mágurinn sagðist reglulega hafa orðið var við hann í bænum. Hann hefði virkað skuggalegur, alveg ótilhafður, skítugur í lörfum og skeggjaður. Mætti þegar hann var svangur Bróðir hins látna bar líka vitni fyrir dómi. Hann lýsti því að hafa fengið símtal og verið beðinn um að líta til með hjónunum. Hann sagðist vita til þess að Alfreð hefði í gegnum tíðina fengið að borða hjá hjónunum. „Þegar hann var svangur.“ Húsmóðirin hefði prjónað handa honum sokka í eitt skipti. Hann hefði farið á vettvang með lykla. Tekið eftir polli á gólfinu þegar hann kom inn en annars ekki staldrað við mikið fyrr en hann sá að baðherbergisdyrnar voru lokaðar. Þegar hann hefði opnað þangað inn hefðu lík hjónanna blasað við á gólfinu. „Ég fraus og var alveg í sjokki,“ sagði bróðir hins látna. Hann sagðist fyrir dómi hafa verið meðvitaður um veikindi Alfreðs og að honum fyndist hann alltaf hafa verið eitthvað skrýtinn. Ekki heima í morgunkaffi Fyrir dóminn kom líka vinur hinna látnu, faðir mágs Alfreðs en þeir snæddu hádegisverð saman þann 22. ágúst. Vinurinn var sá sem lýsti yfir áhyggjum að hafa ekkert heyrt frá hjónunum. Að morgni 21. ágúst hefði hann líkt og aðra daga haldið í morgunkaffi til hjónanna en þar hefði enginn virst vera heima. Hann taldi í fyrstu að þau hefðu líklegast skroppið eitthvað en fór svo að efast um það eftir að hafa orðið var við að kerra þeirra var við húsið. Í hádeginu daginn eftir, þegar sonur hans kom í heimsókn, ræddu þeir frekari áhyggjur af hjónunum sem varð til þess að bróðir þeirra fór á vettvang eins og áður er lýst.
Rannsókn á andláti hjóna í Neskaupstað Dómsmál Fjarðabyggð Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Erlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Fleiri fréttir Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent