Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. febrúar 2025 19:45 Gerandinn í stunguárásinni á menningarnótt var handtekinn skömmu eftir árásina. Hann hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps og er nú í varðhaldi. Vísir/Bjarni Forráðamenn drengsins, sem er ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps á menningarnótt, voru handteknir og grunaðir um að hafa komið sönnunargögnum undan við rannsókn málsins. Foreldrar Bryndísar Klöru sem lést eftir árásina segja sorgina óbærilega en vona að hennar saga verði til þess að bjarga mannslífum. Stunguárásin á menningarnótt skók þjóðina og mikil umræða spratt upp um andlega líðan ungmenna og vopnaburð. Gerandinn sem þá var sextán ára gamall veittist með hníf að unglingum sem sátu saman í bíl við Skúlagötu og voru á heimleið eftir tónleika á Arnarhóli. Þrjú börn voru stungin og þeirra á meðal var Bryndís Klara sem lést af sárum sínum tæpri viku eftir árásina, aðeins sautján ára gömul. Gerandinn var fyrrverandi kærasti einnar stúlkunnar í bílnum og hafði elt hana í gegnum staðsetningarapp í síma hennar. „Það er aðdragandi þarna á milli aðila sem var gjörsamlega fyrir utan Bryndísi. Hún vissi ekkert um aðdragandann og hafði aldrei hitt gerandann,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar. „Þessi árás byrjar í framsætinu og Bryndís og vinkona hennar fara út úr bílnum, koma sér í skjól og gerandinn kemur þá aftur fyrir og inn um dyrnar þar og er að byrja að ráðast á stelpu. Bryndís fer til baka og er að toga hann út úr bílnum þegar hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað.“ Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson, foreldrar Bryndísar Klöru.Vísir Gerandinn var handtekinn skömmu eftir árásina á heimili sínu og hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Forráðamenn hans voru einnig handteknir fyrir að hafa komið sönnunargögnum undan og grunaðir um hylmingu. Þau sendu drenginn í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu undan hnífnum sem notaður var í árásinni. Samkvæmt heimildum fann lögregla hnífinn í bakpoka í skottinu á bíl forráðamanna hans. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða. Foreldrar Bryndísar Klöru segja hana hafa verið einstaka stelpu. Sorgin sé óbærileg en þau reyna nú að beina henni í kærleiksríkan farveg í gegnum minningarsjóð sem þau hafa stofnað. Bryndís Klara ásamt móður sinni Iðunni.vísir „Þetta hafði áhrif á svo rosalega marga sem þekktu okkur ekki neitt vegna þess að þetta hefði getað verið hver sem er og maður trúir því aldrei að maður lendi í svona sjálfur. En með sjóðnum getum við haldið hennar minningu á lofti og komið einhverju góðu til leiðar,“ segir Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar. Birgir tekur undir. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum.“ Foreldrar Bryndísar Klöru voru í ítarlegu og opinskáu viðtali í Kompás. Í spilaranum ofar í fréttinni má sjá þáttinn í heild sinni. Kompás Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Stunguárásin á menningarnótt skók þjóðina og mikil umræða spratt upp um andlega líðan ungmenna og vopnaburð. Gerandinn sem þá var sextán ára gamall veittist með hníf að unglingum sem sátu saman í bíl við Skúlagötu og voru á heimleið eftir tónleika á Arnarhóli. Þrjú börn voru stungin og þeirra á meðal var Bryndís Klara sem lést af sárum sínum tæpri viku eftir árásina, aðeins sautján ára gömul. Gerandinn var fyrrverandi kærasti einnar stúlkunnar í bílnum og hafði elt hana í gegnum staðsetningarapp í síma hennar. „Það er aðdragandi þarna á milli aðila sem var gjörsamlega fyrir utan Bryndísi. Hún vissi ekkert um aðdragandann og hafði aldrei hitt gerandann,“ segir Birgir Karl Óskarsson, faðir Bryndísar. „Þessi árás byrjar í framsætinu og Bryndís og vinkona hennar fara út úr bílnum, koma sér í skjól og gerandinn kemur þá aftur fyrir og inn um dyrnar þar og er að byrja að ráðast á stelpu. Bryndís fer til baka og er að toga hann út úr bílnum þegar hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað.“ Iðunn Eiríksdóttir og Birgir Karl Óskarsson, foreldrar Bryndísar Klöru.Vísir Gerandinn var handtekinn skömmu eftir árásina á heimili sínu og hefur verið ákærður fyrir manndráp og tilraun til manndráps. Forráðamenn hans voru einnig handteknir fyrir að hafa komið sönnunargögnum undan og grunaðir um hylmingu. Þau sendu drenginn í sturtu þegar hann kom heim, settu föt hans í þvottavél og komu undan hnífnum sem notaður var í árásinni. Samkvæmt heimildum fann lögregla hnífinn í bakpoka í skottinu á bíl forráðamanna hans. Mál þeirra var sent til héraðssaksóknara en síðar fellt niður vegna fjölskyldutengsla við drenginn en slíkt er refsilaust þegar um nána vandamenn er að ræða. Foreldrar Bryndísar Klöru segja hana hafa verið einstaka stelpu. Sorgin sé óbærileg en þau reyna nú að beina henni í kærleiksríkan farveg í gegnum minningarsjóð sem þau hafa stofnað. Bryndís Klara ásamt móður sinni Iðunni.vísir „Þetta hafði áhrif á svo rosalega marga sem þekktu okkur ekki neitt vegna þess að þetta hefði getað verið hver sem er og maður trúir því aldrei að maður lendi í svona sjálfur. En með sjóðnum getum við haldið hennar minningu á lofti og komið einhverju góðu til leiðar,“ segir Iðunn Eiríksdóttir, móðir Bryndísar. Birgir tekur undir. „Okkar eina ljós er að þetta geti orðið til einhvers. Það er ekkert annað gott sem getur komið út úr þessu nema að þetta muni bjarga einhverjum mannslífum.“ Foreldrar Bryndísar Klöru voru í ítarlegu og opinskáu viðtali í Kompás. Í spilaranum ofar í fréttinni má sjá þáttinn í heild sinni.
Kompás Stunguárás við Skúlagötu Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira