Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2025 10:02 Fjöldi fólks stóð með Guðrúnu uppi á sviði meðan hún flutti ræðu sína. Fólk nátengt Guðlaugi Þór Þórðarsyni, þar á meðal eiginkona hans, var fyrirferðarmikið á vel sóttum framboðsfundi Guðrúnar Hafsteinsdóttur til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hefðbundið merki flokksins fékk að njóta sín, ólíkt því sem var uppi á teningnum á fundi mótframbjóðandans Áslaugar Örnu. Þingmenn, sveitarstjórar og annað áhrifafólk stóð þétt að baki dómsmálaráðherrans fyrrverandi. Eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns seint í janúar var mikið skrifað og skrafað um hver mótframbjóðandinn yrði. Komu þá nöfn Guðrúnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrrverandi ráðherra, oftast upp. Guðlaugur var um tíma talinn líklegur til að taka slaginn, enda fór hann á móti Bjarna Benediktssyni á landsfundi árið 2022, en laut í lægra haldi með um 40 prósent atkvæða. Guðlaugur gaf þó út fyrr í þessum mánuði að hann myndi láta kjurrt liggja, og ekki sækjast eftir formennskunni. Áður hafði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, gert slíkt hið sama. Stóðu þá öll spjót á Guðrúnu, sem hafði áður gefið yfirlýsingu um að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. Þann 5. febrúar, þremur dögum áður en hún tilkynnti um framboðið, boðaði hún til fundar, og mátti þá öllum vera ljóst í hvað stefndi; formannsslag tveggja fyrrverandi ráðherra og samherja í ríkisstjórn. Troðfullur og sjóðandi heitur Salur Fundur Guðrúnar var haldinn klukkan tvö á laugardaginn var, í Salnum í Kópavogi. Undirritaður mætti um hálftíma fyrr, til að setja upp búnað í tengslum við vinnslu sjónvarpsfréttar um fundinn. Þá þegar var nokkuð troðið inni í salnum og enn streymdi fólk að. Þegar fundurinn loksins hófst var húsið stappfullt, og óbærilega heitt í Salnum, rétt eins og á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Greinilega hiti í Sjálfstæðismönnum í aðdraganda landsfundar. Fundurinn hófst á innblásinni ræðu Júlíusar Viggós Ólafssonar, formanns Heimdallar, sem gekk inn við lagið Sweet Caroline í flutningi Neil Diamond. Í ræðunni sagði hann flokkinn standa á krossgötum. Hann þyrfti á að halda forystu sem sameinaði flokkinn, styrkti hann og gæti komið honum aftur í ríkisstjórn. Í ræðu sinni vék Júlíus að innanflokksátökum í flokknum, fylkingum og persónuleikapólitík. Telja má víst að þar hafi einkum verið vísað til átaka á milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu, sem kristölluðust sennilega í prófkjöri í Reykjavík í aðdraganda þingkosninganna 2021. Júlíus gerði þannig mikið úr því í ræðu sinni að flokkurinn þyrfti að standa sameinaður fremur en sundraður, og ljóst að hann teldi engan betri kost til að kveða innanflokksmeinin í kútinn en að Guðrún yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Í ræðunni vék Júlíus sérstaklega að því að hann hefði kynnst Guðrúni árið 2021, en þá hafi þau verið allt annað en samherjar. Júlíus hafi þá unnið gegn Guðrúnu í oddvitaslag við Vilhjálm Árnason, sem Guðrún vann að endingu. Nánar um þann slag síðar. Í lok ræðunnar kynnti Júlíus inn „konuna frá Hveragerði, Guðrúnu Hafsteinsdóttur“ við dynjandi lófatak fulls Salar. Átök Guðlaugs og Áslaugar skaðleg Í sinni ræðu lagði Guðrún strax áherslu að á fundinum væri fólk komið víða að, úr öllum landshlutum. Ræðan átti það sammerkt með ræðu Júlíusar að inntakið var, í mjög grófum dráttum, að leggja þyrfti áherslu á að „opna faðm flokksins“. Höfða til fleiri kjósenda og koma flokknum aftur í bílstjórasætið í íslenskum stjórnmálum. Sæti sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nýverið misst. Ekki lengur stærstur, og í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn frá árinu 2013. Guðrún vék einnig að innbyrðisátökum í flokknum, sem hún sagði hafa verið of harðvítug í of langan tíma. „Og þau hafa valdið okkur skaða. Þessari þróun allri þurfum við að snúa við. Við þurfum með samtakamætti að hefja næsta vaxtarskeið Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðrún. Í ræðunni lagði hún einnig áherslu á sína eigin reynslu, bæði úr stjórnmálum en einnig öðrum störfum. Reynslu, sem kæmi til með að nýtast henni vel við að að leiða saman ólík sjónarmið og skapa samstöðu. Þegar ræðu Guðrúnar lauk mátti heyra Don't Stop Me Know með Queen óma um hljóðkerfi Salarins. Hugrenningartengslin sem á að skapa eru augljós: I'm gonna go, go, go, there's no stoppin' me. Þið skiljið hvert ég er að fara. Eftir að hafa hlustað á ræðuna var augljóst í huga þeirra sem á hlýddu hvert uppleggið væri. Guðrún ætlar að bjóða sig fram sem þann valkost sem myndi lægja öldurnar og kveða persónulegar erjur stríðandi fylkinga í kútinn. Í hina röndina hlýtur að mega velta því upp hvort ætlunin hljóti þá ekki einnig að vera að mála upp þá mynd að Áslaug Arna sé mun ólíklegri til þess að geta lægt slíkar öldur. Enda hefur hún verið virkur þátttakandi í þeim átökum sem Guðrún telur að skaðað hafi flokkinn. Þingmenn mættu á þennan fund Þá, loksins, að máli málanna. Hverjir mættu? Hverijr mættu ekki? Og hvað þýðir það eiginlega? Líkt og áður sagði var margt um manninn og þröng á þingi. Raunar var svo stappað að tvisvar þurfti að biðja fólk að færa sig nær sviðinu svo nýta mætti hvern einasta fersentimetra af húsrúmi, og síðustu gestir þurftu að láta sér það að góðu verða að standa í tröppum við innganginn og fylgjst með ræðuhöldum úr fjarska, eða þannig. Það var troðfullt út úr dyrum í Salnum á laugardag. Áður hefur verið fjallað um að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins mætti þegar Áslaug Arna kynnti framboð sitt. Þó er ekki þar með sagt að Áslaug njóti ekki stuðnings samstarfsfólks síns á þingi, en Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði ljóst að Áslaug nyti stuðnings fjölda fólks í flokknum, meðal annars á þingi. Hins vegar gæti einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki, og því ótækt að ætla að lesa of mikið í fjarveru einstakra þingmanna. Á fundi Guðrúnar mátti hins vegar sjá sitjandi þingmenn flokksins. Fyrstan ber að nefna Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann og Guðrún mættust í prófkjöri í aðdraganda þingkosninganna 2021, og börðust þar um fyrsta sætið. Þar hafði Guðrún betur og Vilhjálmur varð að láta sér annað sætið lynda. Sá sem sóttist eftir öðru sætinu hreppti það þriðja, en það var fyrrverandi þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson, sem einnig var á fundinum. Það er því ljóst að það er allt annað en grunnt á því góða með fólkinu úr Suðurkjördæmi, þrátt fyrir rimmur fyrri tíðar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var mættur á fundinn. Annar sitjandi þingmaður var einnig mættur, en þó úr öðru kjördæmi. Er þar um að ræða Skagamanninn Ólaf Adolfsson, sem er nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Sérstaka athygli vakti að hann lét sér ekki nægja að mæta á fundinn, heldur fylkti sér að baki Guðrúnu, ásamt her manna, meðan hún flutti framboðsræðu sína sem var í beinu streymi. Ef það er ekki eindregin stuðningsyfirlýsing, þá veit ég ekki hvað. Féllst í faðma við Elliða Fleiri embættismenn og kjörnir fulltrúar voru á svæðinu. Þar er kannski ó-óvæntast að nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps og systur Guðrúnar, enda stóð hún uppi á sviði ásamt systur sinni. Það sætir sennilega ekki miklum tíðindum að hún skuli styðja systur sína í formannsslagnum. Jón Bjarnason, oddviti Sjálfstæðismanna í Hrunamannahreppi, var einnig viðstaddur. Haraldur Benediktsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi bæjarstjóri á Akranesi, var mættur, en það var einnig Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Sjálfur var hann um tíma meðal þeirra sem orðaður var við formannsframboð. Hann virðist hins vegar vera kyrfilega á Guðrúnar-vagninum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Guðrún fallast hér í faðma eftir fundinn. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi voru bæði á svæðinu, sem og Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og núverandi formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna. Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, var einnig meðal viðstaddra, rétt eins og Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Verður Gullaarmurinn að armi Guðrúnar? Hér er ekki allt upp talið enn, þar sem einnig mátti sjá á fundinum ýmis nöfn sem áhugavert er að lesa í. Þar koma sérstaklega upp í hugann einstaklingar sem löngum hafa verið tengdir Guðlaugi Þór. Hér er til að mynda um að ræða Steinar Inga Kolbeins og Unni Brá Konráðsdóttur, sem voru aðstoðarmenn Guðlaugs Þórs í umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu. Unnur sat einnig á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2009 til 2018. Janus Arn Guðmundsson, sem var kosningastjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í liðnum Alþingiskosningum, lét sjá sig. Guðlaugur Þór leiddi lista flokksins í kjördæminu. Janus er reynslubolti þegar kemur að kosningabaráttu, en hann tók þátt í kosningabaráttu Guðlaugs í formannsframboðinu 2022. Hann vann einnig að forsetaframboði Guðna Th. Jóhannessonar og Baldurs Þórhallssonar, sem og framboði Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups. Janus hefur iðulega unnið með Heimi Hannessyni, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, sem var fyrsti maður sem undirritaður mætti í andyrri Salarins á laugardag. Viðskiptamaðurinn Bolli Thoroddsen var einnig viðstaddur, en hann hefur komið að ýmsum kosningamálum Guðlaugs Þórs í gegnum árin. Stærsta nafnið úr þessum flokki hlýtur þó að vera Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs. Hún stóð aftarlega í Salnum og fylgdist með, en eiginmaður hennar virðist þó hafa verið fjarri góðu gamni. Það er sennilega óhætt að í þetta megi lesa að Guðrún erfi dágóðan hluta af stuðningi í formannsframboði frá Guðlaugi, nú þegar hann hefur gefið drauminn um embættið upp á bátinn, í það minnsta í bili. Jón Axel Ólafsson var mættur til fundar við Guðrúnu. Í forgrunni sést Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hér er vert að rifja upp að á fólk tengt Bjarna Benediktssyni mætti á fund Áslaugar. Nánar til tekið Margrét dóttir hans, Ísak unnusti hennar, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, og Nanna Kristín Tryggvadóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður. Mögulegt er að bæði þeir Bjarni og Guðlaugur hafi ekki viljað mæta á fundina til að tengja sig ekki framboðunum um of, en þó má sjá greinilegar línur teiknast upp í þessum efnum. Fólk nátengt Bjarna mætti til Áslaugar, og þau sem eru Guðlaugs megin í lífinu gerðu sér ferð til Guðrúnar. Verslun, þjónusta, iðnaður og fleira Nú fer upptalningunni að sleppa, en þó eru nokkur nöfn eftir sem erfitt er að niðurnjörva í afmarkaðan hóp. Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, fylgdist með fundinum, rétt eins og Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Það gerðu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Jón Axel Ólafsson, fjölmiðla- og athafnamaður, einnig. Svo má auðvitað ekki gleyma Árna Grétari Finnssyni, en viðvera hans á fundinum ætti þó ekki að koma neinum sérstaklega á óvart. Hann var aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðherratíð hennar frá því í október 2023 og þar til hún lét af embættinu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Bróðir hans, Viktor Pétur Finnsson, var einnig viðstaddur. Hann er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Áferðarmunur á fundunum Nú þegar bæði Guðrún og Áslaug hafa tilkynnt framboð er ekki úr vegi að gera heiðarlega tilraun til þess að bera saman fundi þeirra tveggja. Undirritaður mætti einnig á fund Áslaugar, og því bærilega viðræðuhæfur um báðar samkomur. Hér að neðan má finna grein þar sem fjallað var í nokkuð löngu máli um fund Áslaugar: Það fyrsta sem ég hnaut um var lýsing og uppstilling. Fundur Guðrúnar var haldinn í björtum forsal með mikilli náttúrulegri birtu sem skein inn um stóra gluggana. Hún stóð á sviðinu með fjölda fjölbreyttra stuðningsmanna að baki sér, þar á meðal fjölskyldu sína. Fundur Áslaugar fór hins vegar fram í nokkuð dimmum, gluggalausum sal. Hún stóð ein á sviðinu og ræddi við stuðningsfólk sitt. Það má því segja að allt sviðsljósið hafi verið á Áslaugu á fundi hennar, á meðan Guðrún kaus aðra nálgun. Undirritaður skal ekki segja hvor aðferðin er heillavænlegri, en það er ljóst að skipuleggjendur framboðs Guðrúnar hafa viljað draga fram andstæður frambjóðendanna tveggja, og leggja áherslu á að Guðrún nyti stuðnings fjölda fólks af ýmsum sviðum lífsins, og á öllum aldri. Gamli fálkinn í hávegum hafður Myndmál sem sjá mátti á fundinum var einnig nokkuð frábrugðið því sem sást á fundi Áslaugar. Sú síðarnefnda beitti mínímalískri útgáfu af fálkanum, tákni Sjálfstæðisflokksins. Vert er að taka fram að Áslaug Arna hefur sagt að ekki standi til að skipta merki flokksins út, fari svo að hún nái kjöri sem formaður. Merkið sem hún notist við sé tengt hennar framboði, og henni hafi þótt óviðeigandi að nota merki Sjálfstæðisflokksins í sinni persónulegu kosningabaráttu. Merki sem var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu má bæði sjá lítið á ræðupúltinu og stórt fyrir aftan hana.Vísir/Rax Á fundi Guðrúnar var hins vegar að finna stóra borða með hinum hefðbundna fálka. Fréttamaður spurði Guðrúnu raunar sérstaklega út í myndmálið að fundi loknum, og hvað mætti lesa í það til samanburðar við táknið sem Áslaug kaus að nota. Guðrún svaraði því til að auk þess að halda í hinn hefðbundna fálka væri hún að auki alltaf með hálsmen með krossi um hálsinn. Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, lét sig ekki vanta. Í blörruðum bakgrunni má sjá hinn klassíska Sjálfstæðisfálka. „Ætli það megi þá ekki segja að ég sé hið kristilega íhald,“ sagði Guðrún í nokkuð gamansömum tón. Engin efni eru til að mótmæla því, og því ekki fleiri orð um það höfð hér. Söguleg stund, sama hvað Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst 28. febrúar í Laugardalshöll, og er von á rúmlega 1.500 fulltrúum á fundinn, hvaðanæva að af landinu. Tveimur dögum síðar, sunnudaginn 2. mars, mun ráðast hver hreppir formannsembættið eftirsótta. Nú þegar er hafin refskák inni í hinum ýmsu félögum, sem fá að senda fulltrúa á fundina. Menn úr báðum herbúðum reyna hvað þeir geta til þess að fá sitt fólk inn í höllina, og halda hinu fólkinu utan hennar. Þrátt fyrir yfirlýsingar beggja frambjóðenda um að sameina eigi flokkinn er ljóst að það á að komast í stólinn áður en sameiningarferlið hefst. Hvað sem smölun og öðru ráðabruggi kann að líða virðist fátt geta komið í veg fyrir sögulega niðurstöðu í formannskjörinu eftir rúmar tvær vikur. Kona verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, og þá í fyrsta skipti. Hvíslið um yfirvofandi framboð hinna og þessara virðist algjörlega þagnað, eftir tilkynningu Guðrúnar. Síðdegis þann 2. mars hefst nýr kafli í sögu Sjálfstæðisflokksins, eftir tæplega 16 ára formannstíð Bjarna Benediktssonar. Teningunum hefur verið kastað og slagurinn er á milli Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Spurningin sem stendur eftir er bara hvor þeirra kemur til með að skrifa næsta kafla og verða tíundi formaður flokksins. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Sjá meira
Eftir að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tilkynnti um framboð sitt til formanns seint í janúar var mikið skrifað og skrafað um hver mótframbjóðandinn yrði. Komu þá nöfn Guðrúnar og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, fyrrverandi ráðherra, oftast upp. Guðlaugur var um tíma talinn líklegur til að taka slaginn, enda fór hann á móti Bjarna Benediktssyni á landsfundi árið 2022, en laut í lægra haldi með um 40 prósent atkvæða. Guðlaugur gaf þó út fyrr í þessum mánuði að hann myndi láta kjurrt liggja, og ekki sækjast eftir formennskunni. Áður hafði Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, fráfarandi varaformaður, gert slíkt hið sama. Stóðu þá öll spjót á Guðrúnu, sem hafði áður gefið yfirlýsingu um að hún íhugaði alvarlega formannsframboð. Þann 5. febrúar, þremur dögum áður en hún tilkynnti um framboðið, boðaði hún til fundar, og mátti þá öllum vera ljóst í hvað stefndi; formannsslag tveggja fyrrverandi ráðherra og samherja í ríkisstjórn. Troðfullur og sjóðandi heitur Salur Fundur Guðrúnar var haldinn klukkan tvö á laugardaginn var, í Salnum í Kópavogi. Undirritaður mætti um hálftíma fyrr, til að setja upp búnað í tengslum við vinnslu sjónvarpsfréttar um fundinn. Þá þegar var nokkuð troðið inni í salnum og enn streymdi fólk að. Þegar fundurinn loksins hófst var húsið stappfullt, og óbærilega heitt í Salnum, rétt eins og á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll. Greinilega hiti í Sjálfstæðismönnum í aðdraganda landsfundar. Fundurinn hófst á innblásinni ræðu Júlíusar Viggós Ólafssonar, formanns Heimdallar, sem gekk inn við lagið Sweet Caroline í flutningi Neil Diamond. Í ræðunni sagði hann flokkinn standa á krossgötum. Hann þyrfti á að halda forystu sem sameinaði flokkinn, styrkti hann og gæti komið honum aftur í ríkisstjórn. Í ræðu sinni vék Júlíus að innanflokksátökum í flokknum, fylkingum og persónuleikapólitík. Telja má víst að þar hafi einkum verið vísað til átaka á milli Guðlaugs Þórs og Áslaugar Örnu, sem kristölluðust sennilega í prófkjöri í Reykjavík í aðdraganda þingkosninganna 2021. Júlíus gerði þannig mikið úr því í ræðu sinni að flokkurinn þyrfti að standa sameinaður fremur en sundraður, og ljóst að hann teldi engan betri kost til að kveða innanflokksmeinin í kútinn en að Guðrún yrði næsti formaður Sjálfstæðisflokksins. Í ræðunni vék Júlíus sérstaklega að því að hann hefði kynnst Guðrúni árið 2021, en þá hafi þau verið allt annað en samherjar. Júlíus hafi þá unnið gegn Guðrúnu í oddvitaslag við Vilhjálm Árnason, sem Guðrún vann að endingu. Nánar um þann slag síðar. Í lok ræðunnar kynnti Júlíus inn „konuna frá Hveragerði, Guðrúnu Hafsteinsdóttur“ við dynjandi lófatak fulls Salar. Átök Guðlaugs og Áslaugar skaðleg Í sinni ræðu lagði Guðrún strax áherslu að á fundinum væri fólk komið víða að, úr öllum landshlutum. Ræðan átti það sammerkt með ræðu Júlíusar að inntakið var, í mjög grófum dráttum, að leggja þyrfti áherslu á að „opna faðm flokksins“. Höfða til fleiri kjósenda og koma flokknum aftur í bílstjórasætið í íslenskum stjórnmálum. Sæti sem Sjálfstæðisflokkurinn hefur nýverið misst. Ekki lengur stærstur, og í stjórnarandstöðu á þingi í fyrsta sinn frá árinu 2013. Guðrún vék einnig að innbyrðisátökum í flokknum, sem hún sagði hafa verið of harðvítug í of langan tíma. „Og þau hafa valdið okkur skaða. Þessari þróun allri þurfum við að snúa við. Við þurfum með samtakamætti að hefja næsta vaxtarskeið Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Guðrún. Í ræðunni lagði hún einnig áherslu á sína eigin reynslu, bæði úr stjórnmálum en einnig öðrum störfum. Reynslu, sem kæmi til með að nýtast henni vel við að að leiða saman ólík sjónarmið og skapa samstöðu. Þegar ræðu Guðrúnar lauk mátti heyra Don't Stop Me Know með Queen óma um hljóðkerfi Salarins. Hugrenningartengslin sem á að skapa eru augljós: I'm gonna go, go, go, there's no stoppin' me. Þið skiljið hvert ég er að fara. Eftir að hafa hlustað á ræðuna var augljóst í huga þeirra sem á hlýddu hvert uppleggið væri. Guðrún ætlar að bjóða sig fram sem þann valkost sem myndi lægja öldurnar og kveða persónulegar erjur stríðandi fylkinga í kútinn. Í hina röndina hlýtur að mega velta því upp hvort ætlunin hljóti þá ekki einnig að vera að mála upp þá mynd að Áslaug Arna sé mun ólíklegri til þess að geta lægt slíkar öldur. Enda hefur hún verið virkur þátttakandi í þeim átökum sem Guðrún telur að skaðað hafi flokkinn. Þingmenn mættu á þennan fund Þá, loksins, að máli málanna. Hverjir mættu? Hverijr mættu ekki? Og hvað þýðir það eiginlega? Líkt og áður sagði var margt um manninn og þröng á þingi. Raunar var svo stappað að tvisvar þurfti að biðja fólk að færa sig nær sviðinu svo nýta mætti hvern einasta fersentimetra af húsrúmi, og síðustu gestir þurftu að láta sér það að góðu verða að standa í tröppum við innganginn og fylgjst með ræðuhöldum úr fjarska, eða þannig. Það var troðfullt út úr dyrum í Salnum á laugardag. Áður hefur verið fjallað um að enginn úr þingflokki Sjálfstæðisflokksins mætti þegar Áslaug Arna kynnti framboð sitt. Þó er ekki þar með sagt að Áslaug njóti ekki stuðnings samstarfsfólks síns á þingi, en Hildur Sverrisdóttir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins sagði ljóst að Áslaug nyti stuðnings fjölda fólks í flokknum, meðal annars á þingi. Hins vegar gæti einfaldlega staðið mismunandi á hjá fólki, og því ótækt að ætla að lesa of mikið í fjarveru einstakra þingmanna. Á fundi Guðrúnar mátti hins vegar sjá sitjandi þingmenn flokksins. Fyrstan ber að nefna Vilhjálm Árnason, þingmann Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Hann og Guðrún mættust í prófkjöri í aðdraganda þingkosninganna 2021, og börðust þar um fyrsta sætið. Þar hafði Guðrún betur og Vilhjálmur varð að láta sér annað sætið lynda. Sá sem sóttist eftir öðru sætinu hreppti það þriðja, en það var fyrrverandi þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson, sem einnig var á fundinum. Það er því ljóst að það er allt annað en grunnt á því góða með fólkinu úr Suðurkjördæmi, þrátt fyrir rimmur fyrri tíðar. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, var mættur á fundinn. Annar sitjandi þingmaður var einnig mættur, en þó úr öðru kjördæmi. Er þar um að ræða Skagamanninn Ólaf Adolfsson, sem er nýkjörinn þingmaður Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi. Sérstaka athygli vakti að hann lét sér ekki nægja að mæta á fundinn, heldur fylkti sér að baki Guðrúnu, ásamt her manna, meðan hún flutti framboðsræðu sína sem var í beinu streymi. Ef það er ekki eindregin stuðningsyfirlýsing, þá veit ég ekki hvað. Féllst í faðma við Elliða Fleiri embættismenn og kjörnir fulltrúar voru á svæðinu. Þar er kannski ó-óvæntast að nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, sveitarstjóra Hrunamannahrepps og systur Guðrúnar, enda stóð hún uppi á sviði ásamt systur sinni. Það sætir sennilega ekki miklum tíðindum að hún skuli styðja systur sína í formannsslagnum. Jón Bjarnason, oddviti Sjálfstæðismanna í Hrunamannahreppi, var einnig viðstaddur. Haraldur Benediktsson, fyrrverandi þingmaður og núverandi bæjarstjóri á Akranesi, var mættur, en það var einnig Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Sjálfur var hann um tíma meðal þeirra sem orðaður var við formannsframboð. Hann virðist hins vegar vera kyrfilega á Guðrúnar-vagninum. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, og Guðrún fallast hér í faðma eftir fundinn. Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi og Helgi Áss Grétarsson varaborgarfulltrúi voru bæði á svæðinu, sem og Bessí Jóhannsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður og núverandi formaður Sambands eldri sjálfstæðismanna. Eyþór Arnalds, fyrrverandi oddviti Sjálfstæðismanna í borginni, var einnig meðal viðstaddra, rétt eins og Ármann Kr. Ólafsson, fyrrverandi bæjarstjóri Kópavogsbæjar. Verður Gullaarmurinn að armi Guðrúnar? Hér er ekki allt upp talið enn, þar sem einnig mátti sjá á fundinum ýmis nöfn sem áhugavert er að lesa í. Þar koma sérstaklega upp í hugann einstaklingar sem löngum hafa verið tengdir Guðlaugi Þór. Hér er til að mynda um að ræða Steinar Inga Kolbeins og Unni Brá Konráðsdóttur, sem voru aðstoðarmenn Guðlaugs Þórs í umhverfis-, orku og loftslagsráðuneytinu. Unnur sat einnig á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2009 til 2018. Janus Arn Guðmundsson, sem var kosningastjóri fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi norður í liðnum Alþingiskosningum, lét sjá sig. Guðlaugur Þór leiddi lista flokksins í kjördæminu. Janus er reynslubolti þegar kemur að kosningabaráttu, en hann tók þátt í kosningabaráttu Guðlaugs í formannsframboðinu 2022. Hann vann einnig að forsetaframboði Guðna Th. Jóhannessonar og Baldurs Þórhallssonar, sem og framboði Guðrúnar Karls Helgudóttur til biskups. Janus hefur iðulega unnið með Heimi Hannessyni, samskiptastjóra Þjóðkirkjunnar, sem var fyrsti maður sem undirritaður mætti í andyrri Salarins á laugardag. Viðskiptamaðurinn Bolli Thoroddsen var einnig viðstaddur, en hann hefur komið að ýmsum kosningamálum Guðlaugs Þórs í gegnum árin. Stærsta nafnið úr þessum flokki hlýtur þó að vera Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs. Hún stóð aftarlega í Salnum og fylgdist með, en eiginmaður hennar virðist þó hafa verið fjarri góðu gamni. Það er sennilega óhætt að í þetta megi lesa að Guðrún erfi dágóðan hluta af stuðningi í formannsframboði frá Guðlaugi, nú þegar hann hefur gefið drauminn um embættið upp á bátinn, í það minnsta í bili. Jón Axel Ólafsson var mættur til fundar við Guðrúnu. Í forgrunni sést Ágústa Johnson, eiginkona Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Hér er vert að rifja upp að á fólk tengt Bjarna Benediktssyni mætti á fund Áslaugar. Nánar til tekið Margrét dóttir hans, Ísak unnusti hennar, Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, og Nanna Kristín Tryggvadóttir, fyrrverandi aðstoðarmaður. Mögulegt er að bæði þeir Bjarni og Guðlaugur hafi ekki viljað mæta á fundina til að tengja sig ekki framboðunum um of, en þó má sjá greinilegar línur teiknast upp í þessum efnum. Fólk nátengt Bjarna mætti til Áslaugar, og þau sem eru Guðlaugs megin í lífinu gerðu sér ferð til Guðrúnar. Verslun, þjónusta, iðnaður og fleira Nú fer upptalningunni að sleppa, en þó eru nokkur nöfn eftir sem erfitt er að niðurnjörva í afmarkaðan hóp. Vigdís Häsler, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bændasamtakanna, fylgdist með fundinum, rétt eins og Jón Ólafur Halldórsson, formaður Samtaka verslunar og þjónustu. Það gerðu Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, og Jón Axel Ólafsson, fjölmiðla- og athafnamaður, einnig. Svo má auðvitað ekki gleyma Árna Grétari Finnssyni, en viðvera hans á fundinum ætti þó ekki að koma neinum sérstaklega á óvart. Hann var aðstoðarmaður Guðrúnar í dómsmálaráðherratíð hennar frá því í október 2023 og þar til hún lét af embættinu við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Bróðir hans, Viktor Pétur Finnsson, var einnig viðstaddur. Hann er formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Áferðarmunur á fundunum Nú þegar bæði Guðrún og Áslaug hafa tilkynnt framboð er ekki úr vegi að gera heiðarlega tilraun til þess að bera saman fundi þeirra tveggja. Undirritaður mætti einnig á fund Áslaugar, og því bærilega viðræðuhæfur um báðar samkomur. Hér að neðan má finna grein þar sem fjallað var í nokkuð löngu máli um fund Áslaugar: Það fyrsta sem ég hnaut um var lýsing og uppstilling. Fundur Guðrúnar var haldinn í björtum forsal með mikilli náttúrulegri birtu sem skein inn um stóra gluggana. Hún stóð á sviðinu með fjölda fjölbreyttra stuðningsmanna að baki sér, þar á meðal fjölskyldu sína. Fundur Áslaugar fór hins vegar fram í nokkuð dimmum, gluggalausum sal. Hún stóð ein á sviðinu og ræddi við stuðningsfólk sitt. Það má því segja að allt sviðsljósið hafi verið á Áslaugu á fundi hennar, á meðan Guðrún kaus aðra nálgun. Undirritaður skal ekki segja hvor aðferðin er heillavænlegri, en það er ljóst að skipuleggjendur framboðs Guðrúnar hafa viljað draga fram andstæður frambjóðendanna tveggja, og leggja áherslu á að Guðrún nyti stuðnings fjölda fólks af ýmsum sviðum lífsins, og á öllum aldri. Gamli fálkinn í hávegum hafður Myndmál sem sjá mátti á fundinum var einnig nokkuð frábrugðið því sem sást á fundi Áslaugar. Sú síðarnefnda beitti mínímalískri útgáfu af fálkanum, tákni Sjálfstæðisflokksins. Vert er að taka fram að Áslaug Arna hefur sagt að ekki standi til að skipta merki flokksins út, fari svo að hún nái kjöri sem formaður. Merkið sem hún notist við sé tengt hennar framboði, og henni hafi þótt óviðeigandi að nota merki Sjálfstæðisflokksins í sinni persónulegu kosningabaráttu. Merki sem var áberandi á framboðsfundi Áslaugar Örnu má bæði sjá lítið á ræðupúltinu og stórt fyrir aftan hana.Vísir/Rax Á fundi Guðrúnar var hins vegar að finna stóra borða með hinum hefðbundna fálka. Fréttamaður spurði Guðrúnu raunar sérstaklega út í myndmálið að fundi loknum, og hvað mætti lesa í það til samanburðar við táknið sem Áslaug kaus að nota. Guðrún svaraði því til að auk þess að halda í hinn hefðbundna fálka væri hún að auki alltaf með hálsmen með krossi um hálsinn. Ásmundur Friðriksson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, lét sig ekki vanta. Í blörruðum bakgrunni má sjá hinn klassíska Sjálfstæðisfálka. „Ætli það megi þá ekki segja að ég sé hið kristilega íhald,“ sagði Guðrún í nokkuð gamansömum tón. Engin efni eru til að mótmæla því, og því ekki fleiri orð um það höfð hér. Söguleg stund, sama hvað Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst 28. febrúar í Laugardalshöll, og er von á rúmlega 1.500 fulltrúum á fundinn, hvaðanæva að af landinu. Tveimur dögum síðar, sunnudaginn 2. mars, mun ráðast hver hreppir formannsembættið eftirsótta. Nú þegar er hafin refskák inni í hinum ýmsu félögum, sem fá að senda fulltrúa á fundina. Menn úr báðum herbúðum reyna hvað þeir geta til þess að fá sitt fólk inn í höllina, og halda hinu fólkinu utan hennar. Þrátt fyrir yfirlýsingar beggja frambjóðenda um að sameina eigi flokkinn er ljóst að það á að komast í stólinn áður en sameiningarferlið hefst. Hvað sem smölun og öðru ráðabruggi kann að líða virðist fátt geta komið í veg fyrir sögulega niðurstöðu í formannskjörinu eftir rúmar tvær vikur. Kona verður næsti formaður Sjálfstæðisflokksins, og þá í fyrsta skipti. Hvíslið um yfirvofandi framboð hinna og þessara virðist algjörlega þagnað, eftir tilkynningu Guðrúnar. Síðdegis þann 2. mars hefst nýr kafli í sögu Sjálfstæðisflokksins, eftir tæplega 16 ára formannstíð Bjarna Benediktssonar. Teningunum hefur verið kastað og slagurinn er á milli Guðrúnar Hafsteinsdóttur og Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur. Spurningin sem stendur eftir er bara hvor þeirra kemur til með að skrifa næsta kafla og verða tíundi formaður flokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Mest lesið Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Innlent „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Innlent Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Útilokar aðild Úkraínu að NATO og krefur Evrópu um meira Erlent Krókur Dana á móti bragði sem vilja kaupa Kaliforníu af Trump Erlent „Kryddpíur“ í formlegt samtal Innlent Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Innlent Ráðherra braut ekki lög Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ólíklegt að þessi Sundhnúkssyrpa sé að koma að endalokum“ „Kryddpíur“ í formlegt samtal Sé Alfreð sakhæfur eigi að horfa til tuttugu ára eða ævilangs fangelsis Viðhaldsskuld upp á 680 milljarða króna Ráðherra braut ekki lög Sérkennilegt að vera útilokuð vegna mála sem komi borginni ekki við Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Framhaldsskólakennarar funda hjá sáttasemjara Bjóða Birki Jón velkominn til starfa Fundað um launakjör í Karphúsi og meirihlutamyndun í borginni Hættustig á Vesturlandi vegna bikblæðinga „Það er ekki hægt að koma svona fram við fólk“ Gullafólk, þingmenn og kanónur klöppuðu upp Guðrúnu Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Sjá meira