Fullt hús hjá Mjölni í Skotlandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. febrúar 2025 16:47 Viktor, til vinstri, er hér í titilbardaga sínum. mynd/mjölnir Keppendur úr Mjölni stóðu í ströngu um síðustu helgi þegar fjórir þeirra tóku þátt í Goliath Fight Series MMA keppninni í Skotlandi á laugardagskvöldið. Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið. MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira
Fyrir hönd Mjölnis kepptu þeir Aron Franz Bergmann Kristjánsson, Logi Geirsson, Steinar Bergsson og Viktor Gunnarsson en Viktor Gunnarsson var í aðalbardaga kvöldsins þar sem keppt var um titilinn í bantamvigt. Í öllum bardögunum var keppt samkvæmt áhugamannareglum í MMA. Óhætt er að segja að keppendurnir úr Mjölni hafi staðið sig vel því þeir allir fóru með sigur af hólmi. Gunnar Nelson og Matthew Miller fylgdu strákunum út og voru í horninu þeirra allra að sjálfsögðu. Aron Franz tilbúinn í sinn bardaga.mynd/mjölnir Aron var fyrstur í búrið þar sem hann mætti Talib Moad. Bardaginn stóð í allar þrjár loturnar en Aron tók Talib niður bæði í 2. og 3. lotu án þess þó að ná að að klára bardagann þaðan. En þetta dugði til því Aron sigraði á klofnum dómaraúrskurði. Logi ásamt þjálfurum sínum, Matthew Miller og Gunnari Nelson.mynd/mjölnir Næstur í búrið var Logi Geirsson gegn Shaun Sharif en Logi er núverandi Íslandsmeistari í uppgjafarglímu á Íslandi. Það er skemmst frá því að segja að Shaun átti aldrei möguleika í Loga sem kastaði honum í gólfið á fyrstu mínútu bardagans, tók bakið og læsti inn RNC uppgjafartaki sem kláraði bardagann á innan við mínútu. Frábær frammistaða hjá Loga. Steinar vel peppaður eftir góðan sigur.mynd/mjölnir Steinar Bergsson mætti svo Daniel Neill í þriðja bardaga íslensku keppendanna. Steinar sótti grimmt strax í upphafi og lenti nokkrum góðum höggum. Það sást strax í byrjun að Steinar var mun betri standandi og hann náði lágsparki í hægri fótinn á Daniel strax í byrjun. Steinar sækir áfram og Daniel fellur í gólfið og gefur strax merki um uppgjöf. Svo virðist sem hann hafi orðið fyrir meiðslum á hné, hugsanlega eftir lágsparkið hjá Steinari, og úrslit tæknilegt rothögg Steinari í vil, sem leit mjög vel út þó bardaginn hafi verið stuttur. Bæði bardagi hans og Loga voru innan við mínútu að lengd. Viktor frábær í titilbardaganum Viktor Gunnarsson mætti síðan Owen Usman í aðalbardaga kvöldsins um bantamvigtartitilinn. Þar sem um titilbardaga var að ræða var hann fimm lotur (hver lota er þrjár mínútur) meðan aðrir áhugamannabardagar eru 3x3 mínútur. Owen var ósigraður fyrir bardagann en Viktor sýndi yfirburði sína strax í upphafi. Sótti fast og náði Owen hvað eftir annað í fellur og hafði yfirburði á gólfinu. Í lok annarrar lotu náði Viktor að skella í glæsilegan armbar en bjallan bjargaði Owen. Nokkrar sekúndur í viðbót hefðu klárað málið. Viktor tók hins vegar bakið á Usman bæði í hverri lotunni eftir annarri og þó hann næði ekki að koma inn uppgjafartakinu vann hann mjög öruggan sigur á einróma dómaraúrskurði og kemur heim með beltið.
MMA Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Sjá meira