Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 16:11 Þórhildur Sunna og Rósa Björk komust ekki inn á þing í síðustu þingkosningum enda þurrkuðust Píratar og VG út. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi þingmennirnir Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir eru meðal þeirra átjan sem sóttu um embætti framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar Íslands.Yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks sótti einnig um. Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar. Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Mannréttindastofnun Íslands tók til starfa 1. janúar 2025 og var embættið auglýst laust til umsóknar á vef Stafræns Íslands um svipað leyti. Stjórn Mannréttindastofnunar Íslands mun skipa framkvæmdastjóra stofnunarinnar til fimm ára í senn og mun sérstök hæfnisnefnd, skipuð þremur einstaklingum, verða stjórninni til ráðgjafar um hæfni og almennt hæfi umsækjenda. Hér fyrir neðan má sjá þá átján sem sóttu um stöðuna en auk fyrrverandi þingmannanna tveggja er þar að finna yfirmann réttindagæslumanna fatlaðs fólks, starfsmann Framsóknar, skólastjóra Ásgarðsskóla, lögreglustjóra og ýmsa aðra: Alfa Jóhannsdóttir, forvarnarfulltrúi Ársól Clara Arnardóttir, mannréttindafræðingur Esther Ösp Valdimarsdóttir, skólastýra Ásgarðsskóla Guðmundur Ásgeirsson, lögfræðingur Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, sérfræðingur Gunnar Sær Ragnarsson, starfsmaður þingflokks Framsóknarflokksins Hulda Gísladóttir, mannauðsstjóri Jóhanna Heiðdal, framkvæmdastjóri Jón Þorsteinn Sigurðsson, yfirmaður réttindagæslumanna fatlaðs fólks Margrét María Sigurðardóttir, lögreglustjóri og fyrrverandi umboðsmaður barna Margrét Steinarsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands Rebekka Rán Samper. lögfræðingur og verkefnastjóri Rósa Björk Brynjólfsdóttir, sérfræðingur og fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna og Samfylkingar Sigríður Auður Arnardóttir, lögfræðingur Stefán Vilbergsson, verkefnisstjóri Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women Þórdís Helga Másdóttir, uppeldis- og menntunarfræðingur Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, fyrrverandi alþingismaður Pírata Nýstofnuð stofnun Frumvarp um Mannréttindastofnun Íslands var samþykkt á Alþingi í júní í fyrra. Mannréttindastofnun starfar á vegum Alþingis en er sjálfstæð í störfum sínum og óháð fyrirmælum frá öðrum, „Meginhlutverk hennar er að efla og vernda mannréttindi á Íslandi, eins og þau eru skilgreind í stjórnarskrá, lögum, alþjóðasamningum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum,“ segir í frumvarpi um stofnunina. Helstu verkefni og ábyrgð framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar eru meðal annars að vinna að því að opinberir aðilar og einkaaðilar virði mannréttindi á öllum sviðum samfélagsins, annast daglega starfsemi og rekstur stofnunarinnar og hafa eftirlit með framkvæmd laga og alþjóðlegra skuldbindinga Íslands á sviði mannréttinda og eftir atvikum koma með ábendingar varðandi fullgildingu eða aðild að alþjóðlegum skuldbindingum sem eru til þess fallnar að tryggja mannréttindi. Alþingi kýs fimm einstaklinga í stjórn Mannréttindastofnunar Íslands og jafnmarga til vara til fjögurra ára í senn. Stjórnin skipar framkvæmdastjórann og skal hann hafa lokið háskólaprófi og búa yfir þekkingu og reynslu á sviði mannréttinda. Skipa má framkvæmdastjóra að nýju til fimm ára án auglýsingar en ekki oftar.
Stjórnsýsla Mannréttindi Vistaskipti Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira