Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Lovísa Arnardóttir skrifar 11. febrúar 2025 21:58 Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir ákvörðunina einróma í ríkisstjórn að rifta samkomulagi um vopnahlé verði gíslunum ekki skilað. Vísir/EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, segir að samkomulagi þeirra við Hamas um vopnahlé verði slitið á laugardag skili Hamas ekki gíslunum sem samið var um að yrði skilað á laugardag. Netanyahu lýsti þessu yfir síðdegis í dag eftir langan fund með ríkisstjórn sinni. Í yfirlýsingu frá honum kom fram að ríkisstjórnin væri enn afar reið yfir ástandi gíslanna sem var sleppt síðasta laugardag. Þá sagðist hann hafa fyrirskipað ísraelska hernum að koma sér fyrir innan og utan Gasasvæðisins og að þau muni bregðast við verði gíslunum ekki skilað. Þá sagði hann það einróma ákvörðun ríkisstjórnarinnar að sé gíslunum ekki skilað fyrir hádegi á laugardaginn verði samningi um vopnahlé rift og ísraelski herinn hefji árásir sínar á ný og láti ekki af þeim þar til Hamas verður „gjörsigrað“. Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg.Vísir/EPA Í frétt BBC um málið kemur fram að hingað til hafi Hamas sleppt 16 ísraelskum gíslum í stað hundruð Palestínumanna sem hafa verið í fangelsi í Ísrael frá því í janúar. Hamas hafa einnig afhent fimm taílenska gísla til taílenskra stjórnvalda. Enn eru í haldi á Gasa 17 ísraelskir gíslar sem á að sleppa, samkvæmt samkomulagi, í fyrsta fasa vopnahlésins. Þremur þeirra átti að sleppa næsta laugardag en Hamas tilkynnti að því væri frestað og vísaði til þess að Ísrael hefði rift samkomulaginu með því að banna íbúum á Gasa að snúa aftur til norðurhluta Gasastrandarinnar, með því að ráðast á Palestínubúa með flugskeytum og byssum ásamt því að hindra aðgengi mannúðaraðstoðar að svæðinu. Segja Ísrael hafa rift samkomulaginu Hamas sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Þar kom fram að Hamas virti enn samkomulagið sem gert var um vopnahlé. Þá vísuðu samtökin hugmyndum Donald Trump um flutning íbúa Gasa til nágrannalanda á bug. Þau segja yfirlýsingar hans fullar af kynþáttahatri og að þetta plan muni ekki ganga upp. Þá minntu þau á það í yfirlýsingu sinni að þau telji Ísrael hafa rift samkomulaginu. Donald Trump á fundi með konungi Jórdaníu í dag, Abdullah öðrum.Vísir/EPA Donald Trump fundaði í dag með konungi Jórdaníu um stöðuna í Miðausturlöndum. Í frétt BBC segir að þeir hafi rætt vopnahlé Ísrael og Hamas og Trump hafi, meðal annars, lýst því yfir að hann telji ólíklegt að Hamas standi við samkomulagið á laugardag og skili gíslunum sem á að skila þá. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í kvöld bæði Hamas og Ísrael til að standa við samkomulagið sem gert var í janúar um vopnahlé og til að hefja á ný viðræður í Doha í Katar um annan fasa samkomulagsins. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna las yfirlýsingu Guterres á blaðamannafundi í Genf síðdegis í dag. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til Hamas og Ísraels að heiðra samkomulagið um vopnahlé.Vísir/EPA „Við verðum að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum leiðum að hernaðarátök hefjist á Gasa á ný,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði hann það í forgangi hjá Sameinuðu þjóðunum að koma hjálpargögnum inn á Gasa. Þörfin þar sé enn gífurleg. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04 Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39 Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Í yfirlýsingu frá honum kom fram að ríkisstjórnin væri enn afar reið yfir ástandi gíslanna sem var sleppt síðasta laugardag. Þá sagðist hann hafa fyrirskipað ísraelska hernum að koma sér fyrir innan og utan Gasasvæðisins og að þau muni bregðast við verði gíslunum ekki skilað. Þá sagði hann það einróma ákvörðun ríkisstjórnarinnar að sé gíslunum ekki skilað fyrir hádegi á laugardaginn verði samningi um vopnahlé rift og ísraelski herinn hefji árásir sínar á ný og láti ekki af þeim þar til Hamas verður „gjörsigrað“. Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg.Vísir/EPA Í frétt BBC um málið kemur fram að hingað til hafi Hamas sleppt 16 ísraelskum gíslum í stað hundruð Palestínumanna sem hafa verið í fangelsi í Ísrael frá því í janúar. Hamas hafa einnig afhent fimm taílenska gísla til taílenskra stjórnvalda. Enn eru í haldi á Gasa 17 ísraelskir gíslar sem á að sleppa, samkvæmt samkomulagi, í fyrsta fasa vopnahlésins. Þremur þeirra átti að sleppa næsta laugardag en Hamas tilkynnti að því væri frestað og vísaði til þess að Ísrael hefði rift samkomulaginu með því að banna íbúum á Gasa að snúa aftur til norðurhluta Gasastrandarinnar, með því að ráðast á Palestínubúa með flugskeytum og byssum ásamt því að hindra aðgengi mannúðaraðstoðar að svæðinu. Segja Ísrael hafa rift samkomulaginu Hamas sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar yfirlýsingar ísraelsku ríkisstjórnarinnar. Þar kom fram að Hamas virti enn samkomulagið sem gert var um vopnahlé. Þá vísuðu samtökin hugmyndum Donald Trump um flutning íbúa Gasa til nágrannalanda á bug. Þau segja yfirlýsingar hans fullar af kynþáttahatri og að þetta plan muni ekki ganga upp. Þá minntu þau á það í yfirlýsingu sinni að þau telji Ísrael hafa rift samkomulaginu. Donald Trump á fundi með konungi Jórdaníu í dag, Abdullah öðrum.Vísir/EPA Donald Trump fundaði í dag með konungi Jórdaníu um stöðuna í Miðausturlöndum. Í frétt BBC segir að þeir hafi rætt vopnahlé Ísrael og Hamas og Trump hafi, meðal annars, lýst því yfir að hann telji ólíklegt að Hamas standi við samkomulagið á laugardag og skili gíslunum sem á að skila þá. Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í kvöld bæði Hamas og Ísrael til að standa við samkomulagið sem gert var í janúar um vopnahlé og til að hefja á ný viðræður í Doha í Katar um annan fasa samkomulagsins. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna las yfirlýsingu Guterres á blaðamannafundi í Genf síðdegis í dag. Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna biðlar til Hamas og Ísraels að heiðra samkomulagið um vopnahlé.Vísir/EPA „Við verðum að koma í veg fyrir það með öllum tiltækum leiðum að hernaðarátök hefjist á Gasa á ný,“ sagði í yfirlýsingunni. Þá sagði hann það í forgangi hjá Sameinuðu þjóðunum að koma hjálpargögnum inn á Gasa. Þörfin þar sé enn gífurleg.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Bandaríkin Tengdar fréttir Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04 Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39 Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Girnist Gasa og vill íbúana burt Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagði í viðtali í dag að ef Bandaríkin fengju yfirráð á Gasa myndi hann flytja alla íbúa svæðisins á brott til annarra landa. Hann girnist svæðið til að byggja þar glæsibaðströnd í hans eigin eigu. 10. febrúar 2025 22:04
Segja Ísraela hafa brotið vopnahléssamninginn Hamas-liðar fresta því að láta ísraelska gísla lausa og segja Ísrael hafa brotið gegn vopnahléssamningnum sem nú er í gildi. Talsmaður varnarmálaráðherra í Ísrael segir ákvörðun Hamas brjóta gegn samkomulaginu um vopnahlé. 10. febrúar 2025 17:39
Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Ísraelsher hefur dregið sig frá Netzarim-mörkunum, sex kílómetra línu sem herinn dró til að skipta Gasa upp í tvo hluta. Um er að ræða þátt í vopnahléssamkomulaginu við Hamas. 10. febrúar 2025 07:04
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent