Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Sindri Sverrisson skrifar 12. febrúar 2025 14:28 Kári Kristján Kristjánsson gæti hafa spilað sinn síðasta leik í vetur. vísir/Anton Kári Kristján Kristjánsson, línumaður ÍBV og fyrrverandi landsliðsmaður, gæti hafa spilað sinn síðasta leik á þessu tímabili eftir að hafa lent í alvarlegum veikindum. Hann var orðinn fárveikur í lokaþætti HM-stofunnar á RÚV, fyrir tíu dögum síðan, og þarf nú að taka því rólega eftir að hafa meðal annars farið í hjartaþræðingu. Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hann segir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári. HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Frá þessu greinir Kári í samtali við RÚV í dag þar sem hann segir að streptókokkasýking, sem meðhöndluð hafi verið of seint, sé talinn sennilegur orsakavaldur veikindanna. Læknir hefur tjáð Kára að hann þurfi að taka því rólega næstu þrjá mánuðina. Því gæti leiktíðinni verið lokið hjá þessum 41 árs gamla lykilmanni Eyjaliðsins sem komið er í undanúrslit Powerade-bikarsins og mætir þar Stjörnunni. „Ég veiktist helgina sem úrslitaleikurinn á HM var og steinlá næturnar tvær á undan úrslitaleiknum og var í svitakófi,“ segir Kári í viðtali við RÚV en hann vakti athygli fyrir vasklega framgöngu í HM-stofunni. Kári bætir við: „Þar að auki fann ég fyrir hálssærindum og fékk að lokum sýklalyf þegar í ljós kom að ég var kominn með streptókokka. Svo kom ég mér í gegnum alla umfjöllun í kringum úrslitaleikinn í sjónvarpinu á sunnudeginum langt frá því að vera orðinn góður og hélt svo heim til Vestmannaeyja daginn eftir.“ Kári Kristján Kristjánsson missir víst af bikarhelginni og þarf að treysta á félaga sína til að landa titlinum.vísir/Hulda Margrét Aldrei verið minna tilbúinn í að spila handboltaleik Kári reyndi svo að harka af sér og spilaði útileik gegn Fjölni þriðjudaginn 4. febrúar, tveimur dögum eftir fyrrnefndan lokaþátt HM-stofunnar. „Ég var inni á vellinum í kannski einhverjar tíu mínútur og upplifunin var eins og ég hafi aldrei verið minna tilbúinn líkamlega í að spila handboltaleik og þarna,“ segir Kári við RÚV. Ástandið tók svo að versna enn frekar og Kári fann fyrir sting í bringunni. Hann fór í læknisskoðun og var á endanum sendur með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur. Samkvæmt frétt RÚV var Kári þá kominn með mikla hjartabólgu og höfðu ákveðin gildi hækkað hratt, og fór hann í öryggisskyni í hjartaþræðingu. Um tveir sólarhringar liðu áður en bólgurnar fóru að hjaðna en eins og fyrr segir er talið að streptókokkasýking hafi valdið veikindunum. Kári er mikill keppnismaður og vill ekki útiloka neitt varðandi það að hann spili meira á þessari leiktíð. Sé þess einhver kostur muni hann gera það. Aðeins tvær vikur eru í úrslitadagana í Powerade-bikarnum. „Það er auðvitað hundfúlt að geta ekki spilað á úrslitahelginni í bikarnum og svo styttist í úrslitakeppnina á Íslandsmótinu. En við sjáum bara hvað setur,“ segir Kári.
HM karla í handbolta 2025 Olís-deild karla Powerade-bikarinn ÍBV Tengdar fréttir Kári um æxlið í bakinu á sér: „Númer eitt, tvö og þrjú að halda geðheilsunni“ 30. maí 2020 20:00 Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31 Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Fleiri fréttir Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Sjá meira
Kári Kristján verður áfram með ÍBV: „Tek annað hókípókí með krökkunum“ Línumaðurinn Kári Kristján Kristjánsson ætlar að taka eitt tímabil í viðbót með ÍBV. 12. júní 2024 12:31