„Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. febrúar 2025 20:42 Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV. vísir/Anton Magnús Stefánsson, þjálfari ÍBV, var virkilega ósáttur með sína menn eftir fjögurra marka tap gegn Haukum í Olís-deild karla í handbolta í kvöld. Hann segir að sínir menn hafi verið sjálfum sér verstir. „Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum. Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
„Ég held að hver einasti maður í húsinu hafi séð það að við vorum sjálfum okkur verstir,“ sagði Magnús í leikslok. „Við vorum algjörlega með þennan leik í hendi okkar, en erum ekki nógu kjarkaðir eða hugaðir til að þora að sækja mörk. Það kemur þarna kafli þegar við erum einum fleiri í seinni hálfleik og náum bara ekki að skora í markið. Við erum slakir. Við erum bara mjög slakir með boltann á lokaaugnablikum, þar sem færið er komið og við þurftum bara að gera betur.“ „Við erum bara slakir og ég er mjög ósáttur. Sérstaklega við þennan seinni hálfleik og sérstaklega er ég ósáttur af því að drengirnir spiluðu frábærlega í leiknum hérna á undan. Það vantaði ekkert nema reka smiðshöggið á allan þennan aragrúa af færum sem við fengum. Ég er mjög svekktur með mína menn því það vantaði ekki upp á færin.“ Þá bætti það ekki skap Magnúsar þegar hann áttaði sig á því að Haukar hafi aðeins skorað fimm mörk á fyrstu 22 mínútum seinni hálfleiks. „Ef þetta er rétt hjá þér að þeir skori bara fimm mörk á 22 mínútum í seinni hálfleik og við lokum ekki leiknum þá sjáum við alveg að vandamálið liggur ekki varnarlega. Það liggur sóknarlega. Ég þarf ábyggilega að líta í eigin barm með það að hafa ekki notað ungu peyjana meira eða eitthvað svoleiðis. En ég bara treysti á mína reynslumeiri menn. Nú þarf ég bara að leggjast yfir þennan leik og skoða á hverju við erum að klikka. Það er alveg pottþétt eitthvað sem ég tek á mig, en svo eru þetta bara hlutir sem við þurfum að í kjölinn á og passa að komi ekki fyrir aftur.“ Engin þreyta eftir maraþonleik Magnús vildi ekki afsaka sína menn neitt þrátt fyrir að liðið hafi spilað maraþonleik um liðna helgi. ÍBV vann þá dramatískan sigur gegn FH í átta liða úrslitup Powerade-bikarsins eftir tvöfalda framlengingu og vítakastkeppni. „Það er engin þreyta. Þeir taka æfingavikur sem eru ábyggilega tíu sinnum erfiðari en þessi handboltaleikur sem fór í framlengingu og það er engin þreyta notuð sem afsökun.“ Hann segir þó að skýrslumálið sem hefur verið í gangi milli Hauka og ÍBV gæti hafa haft áhrif á það hvernig liðin hafi undirbúið sig fyrir leik kvöldsins. Sjálfur sé hann löngu hættur að hugsa um það mál, en Haukarnir gætu hafa nýtt sér það til að gíra sig upp í leikinn. „Alveg pottþétt. Ég hefði gert það nákvæmlega sama og ég hefði verið algjörlega brjálaður ef að dæminu hefði verið snúið við. Það er ekki hægt að fara í neinar grafgötur með það. Auðvitað er þetta ógeðslega svekkjandi fyrir þá, en við erum löngu hættir að hugsa út í þetta. Þetta er auðvitað eitthvað til að mótivera menn fyrir svona rimmu, en mér fannst þetta drengilega leikinn leikur og allt það. En þetta er búið og enginn að pæla í þessu lengur.“ Að lokum segir Magnús að ÍBV þurfi að halda rétt á spilunum í síðustu sex umferðum deildarinnar til að missa ekki af sæti í úrslitakeppninni. Eyjamenn sitja í sjöunda sæti með 16 stig, fjórum stigumfyrir ofan KA sem situr fyrir utan úrslitakeppnissæti. „Alveg klárlega. Nú erum við bara í stigasöfnun og svona frammistaða dugar ekki til að sækja stig neinsstaðar. Það er alveg klárt,“ sagði Magnús að lokum.
Olís-deild karla ÍBV Haukar Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira