Enski boltinn

David Moyes: „Það var við hæfi að þetta endaði svona“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, fagnar hér jafnteflinu á Goodison Park í kvöld.
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, fagnar hér jafnteflinu á Goodison Park í kvöld. Getty/Robbie Jay Barratt

David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur gert flotta hluti með liðið síðan hann tók við og í kvöld tóku Everton menn stig af toppliði Liverpool eftir mikla dramatík í lokin.

„Þetta var klikkaður endir ef ég á að taka þetta saman í stuttu máli. Frábær endir fyrir okkur. Að ná að enda síðasta Merseyside nágrannaslaginn á Goodison Park með þessum hætti. Það var við hæfi að þetta endaði svona,“ sagði Moyes.

„Ég hefði viljað vinna þennan leik en þegar við lentum 2-1 undir þá bjóst ég ekki við að við kæmust aftur inn í þetta. Það leit út fyrir að Liverpool myndi halda aftur af okkur,“ sagði Moyes.

„Við lögðum mikið á okkur og héldum alltaf áfram. Við áttum líklega fleiri tilraunir í seinni hálfleiknum en þeim fyrri. Tarky var með gæðin í lokin sem skipti mestu máli,“ sagði Moyes um jöfnunarmark James Tarkowski. Tarkowski var að leika sinn hundraðasta leik fyrir Everton.

„Ég held að hann sé feginn að hafa skorað þetta mark eftir leikinn sem hann átti um síðustu helgi. Hann skoraði frábært mark og það verður lengi munað eftir þessu marki,“ sagði Moyes.

„Það var eitthvað í loftinu í kvöld. Þetta var ekki besti fótboltaleikurinn, ekki sá hreinasti og minnsti svolítið á leikina í gamla daga. Við þurftum að finna leiðina og gerðum það,“ sagði Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×