Handbolti

Vals­menn skoruðu 48 í Breið­holti

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Björgvin Páll Gústavsson varði fjölda skota í dag.
Björgvin Páll Gústavsson varði fjölda skota í dag. vísir/Anton

Valur vann 17 marka sigur þegar liðið sótti ÍR heim í Olís deild karla í handbolta, lokatölur 31-48.

Valur vann einhvern ótrúlegasta sigur síðari ára í dag þegar liðið var nálægt því að skora 50 mörk gegn ÍR. Eins og lokatölur gefa til kynna var leikurinn aldrei spennandi en munurinn var kominn upp í 14 mörk í hálfleik, staðan þá 13-27.

Gunnar Róbertsson var markahæstur hjá Val með 8 mörk úr jafn mörgum skotum. Bjarni Selvindi og Viktor Sigurðsson skoruðu 7 mörk hvor á meðan Ísak Gústafsson, Andri Finnsson og Þorvaldur Örn Þorvaldsson skoruðu 5 mörk hver. Í markinu varði Björgvin Páll Gústavsson 18 skot og Arnar Þór Fylkisson klukkaði tvö.

Hjá ÍR var Sveinn Brynjar Agnarsson markahæstur með 6 mörk. Þar á eftir kom Baldur Fritz Bjarnason með 5 mörk. Ólafur Rafn Gíslason og Rökkvi Pacheco Steinunnarson vörðu samtals 13 skot í markinu.

Valur er eftir sigurinn í 4. sæti Olís deildar karla með 24 stig en baráttan á toppi deildarinnar er æsispennandi. FH og Fram eru jöfn á toppnum með 25 stig. Þá er Afturelding með 24 stig líkt og Valur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×