Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við fréttastofu að drengurinn hafi gangi með vini sínum í undirgöngum við Smáralind þegar sex drengja hópur gengur til þeirra og hótar þeim. Morgunblaðið greindi fyrst frá.
Öðrum drengjanna tókst að koma sér undan og hringja í lögregluna. Hópurinn hótaði hinum drengnum ofbeldi léti hann ekki úlpuna sína af hendi sem hann gerði en í úlpunni voru einnig heyrnartól af gerðinni Airpods.
Jóhann segir að ekki sé talið að tengsl séu á milli gerendanna og þolandans. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu.