Verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi illa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. febrúar 2025 09:00 Svana Helen segir vilja fyrir því að skipuleggja verkefni betur svo færri þeirra fari fram úr áætlun í kostnaði. Bylgjan Svana Helen Björnsdóttir, formaður Verkfræðingafélags Íslands, segir verkfræðingum oft líða eins og þeir séu gerðir að blórabögglum þegar framkvæmdir gangi ekki samkvæmt plani. Framkvæmdir séu illa skipulagðar og illa fjármagnaðar. „Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“ Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Það er þá oftast vegna þess að þau taka einhverjum breytingum. Menn fara af stað með hugmynd og það er þekkt staðreynd að margar opinberar framkvæmdir fara í gang því stjórnmálamenn ætla sér að reisa sér minnisvarða um eitthvað. Það er tekin ákvörðun um að fara af stað og hún er ekki nægilega vel undirbúin og ekki fullfjármögnuð,“ segir Svana sem ræddi framkvæmdir í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þegar fjármagn þrýtur þá þurfi að stöðva framkvæmdina. Hún segir áríðandi að í öllum framkvæmdum undirbúi fólk sig vel og að verkefnin séu fullfjármögnuð áður en þau eru farin af stað. Svana Helen segir merkilegt að um 90 prósent allra opinberra framkvæmda fari að meðaltali 60 prósent fram úr áætlun. Rannsóknir Þórðar Víkings Friðgeirssonar, lektors við Háskólann í Reykjavík, hafi sýnt það. Til að ræða þetta heldur Verkfræðingafélagið ráðstefnu á fimmtudaginn um risaframkvæmdir og mikilvægi vandaðrar stjórnsýslu. Helen segir samgöngusáttmálann ástæðu þess að þau haldi þessa ráðstefnu núna. Næstu fjögur kjörtímabil muni fara í að framkvæma það sem er í sáttmálanum. Svana Helen segir mikilvægt að þegar verkefni nái yfir mörg kjörtímabil séu þau ekki háð pólitík. Að áætlanir standist og verkefnin séu framkvæmd. Önnur verkefni sem hafi náð yfir mörg kjörtímabil séu til dæmis Harpa, Landspítalinn og Vaðlaheiðargögn. Öll þessi verkefni hafi farið fram úr sér í kostnaði. Gert betur í Danmörku og Noregi Hún segir Dani og Norðmenn hafa endurskoðað sína stjórnsýslu og gangi betur að fara eftir áætlunum en Íslendingum. Hún segir vilja fyrir því að gera það sama hér. Fulltrúar fjármálaráðuneytisins og fjármálaráðherra verði á ráðstefnunni á fimmtudaginn og að fólk vilji gera þetta vel. Danskir og norskir sérfræðingar, sem hafa skoðað þessi mál í sínum löndum, fara yfir það á ráðstefnunni hvernig það var gert. Hún segir ráð sérfræðinga misvel þegin en verkfræðingar í Verkfræðingafélaginu hafi margir haft miklar áhyggjur af verkefnum Samgöngusáttmálans. „Vegna þess að við höfum upplifað að verkfræðingar séu gerðir að blórabögglum þegar ekki gengur vel.“
Skipulag Byggingariðnaður Bítið Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira