Rannsóknir sem hafa verið gerðar síðustu daga benda til þess að páfi sé með sýkingu af völdum fjölda baktería. Í stuttri yfirlýsingu sögðu læknar hans við Gemelli-sjúkrahúsið í Róm að staðan sé „flókin“ og að hún krefjist viðeigandi sjúkrahússlegu.
Páfi hefur þjáðst af öndunarfærasýkingu í meira en viku en upphaflega var greint frá því að hann væri með berkjubólgu. Hann yrði útskrifaður um miðja þessa viku, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Vikulegri áheyrn páfa á Péturstorgi sem átti að fara fram á miðvikudag hefur verið aflýst vegna veikinda hans. Hann gat heldur ekki haldið sunnudagsmessu í gær.
Talsmaður Páfagarðs segir páfa, sem er 88 ára gamall, léttan í lundu þrátt fyrir allt.