Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð skrifar 18. febrúar 2025 07:01 Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birgir Dýrfjörð Flokkur fólksins Styrkir til stjórnmálasamtaka Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Í forsíðufréttinni segir orðrétt. „Samtryggingin á nú að virka með þeim hætti að ekki eigi að endurkrefja stjórnmálaflokkana um það fé sem þeir hafa fengið með ólögmætum hætti.“ Þessi setning í Mogganum rifjaði upp fyrir mér eldra mál um siðlausa og ólögmæta fjármögnun stjórnmálasamtaka. Sú fjármögnun var þegar forustumaður safnaði handa Sjálfstæðisflokknum peningum sem að núvirðieru nærri 165 milljónum. Tvö fyrirtæki réttu flokknum þessar rausnarlegu upphæðir. Í viðskiftum eru þannig greiðslur oft kallaðar hagsmunafé. Þessar greiðslur voru lagðar inn á reikninga Sjálfstæðisflokksins 29. des. 2006. Nokkrum dögum áður þann 21. des. 2006 hafði Alþingi samþykkt lög sem bönnuðu svona styrki. Þau lög áttu að taka gildi 1. janúar það var tveim dögum eftir 165 milljóna gjöfina. Málið komst upp og allt varð vitlaust. Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins hélt fund og samþykkti að endurgreiða þetta fé, og flokksmenn sögðu stoltir „svona gerum við Sjálfstæðismenn.“ Samkvæmt reikningum ríkisendurskoðunar hefur þó verið tregt um efndir. Fyrir mörgum árum tilkynnti flokkurinn svo að hann væri hættur við að vilja endurgreiða gjafirnar. Þannig kastaði Sjálfstæðisflokkurinn syndum sínum bak við sig, - og sér þær ekki meir. Rógshernaður gegn Ingu Sæland Nú er mikið skrifað og býsnast yfir meintum svikum og þjófnaði Ingu Sæland og Flokki fólksins. Öll þau ógeðslegu skrif eru rógur öfundarfólks. Við athugun kemur ljós um hvað málið snýst. Glæpur Flokks fólksins á að vera sá að veita viðtöku fé frá Fjármálaráðuneytinu án þess að vera á skrá sem stjórnmálaflokkur. Í lögum um starfsemi stjórnmálasamtaka frá 21. des. 2006 segir: 1. gr. Markmið. - „Markmið laganna er jafnframt að kveða á um almenn framlög til frambjóðenda í kjöri til embættis til forseta Íslands, til Alþingis og til sveitarstjórna og opinber fjárframlög til stjórnmálasamtaka og stórnmálastarfsemi.“ Spurt er. Er flokkur fólksins ekki stjórnmálasamtök, og iðkar hann ekki stjórnmálastarfsemi? 2. gr. skilgreiningar. Í lögum þessum hafa eftirfarandi orð og hugtök merkingu sem hér segir: 1. Stjórnmálasamtök: Flokkar eða samtök sem bjóða fram í kosningum til Alþingis eða sveitarstjórna. Spurt er. Á á að hafa einhver önnur lög um Flokk fólksins? Í sömu lögum segir um fjárframlög til stjórnmálaflokka. Stjórnmálasamtök sem hafa fengið a.m.k. einn mann kjörin á þing eða náð að lágmarki 2,5% atkvæða eiga rétt til framlaga. Fjármála- og efnahagsráðuneytið fer með framkvæmd greiðslna á því framlagi. Spurt er. Á Flokkur fólksins ekki sama rétt hér og aðrir flokkar á Alþingi? Í þessum lögum segir um skilyrði fyrir fjárstyrk: Skilyrði úthlutunar á fé úr ríkissjóði er að viðkomandi stjórnmálasamtök, eins og Flokkur fólksins er, hafi áður fullnægt upplýsingaskyldu sinni til Ríkisendurskoðunar. Upplýst er að reikningar Flokks fólksins höfðu borist Ríkisendurskoðun fyrir tilskilinn tíma. Í 7. gr. þessara laga segir um leiðbeiningarskyldu: Stjórnvald skal veita þeim sem til þess leita nauðsynlega aðstoð og leiðbeiningar varðandi þau mál sem snerta starfsvið þess. Í 10.gr. Segir um rannsóknarskyldu. Stjórnvald skal sjá til þess að mál sé nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því Samkvæmt þessum ofanrituðum tilvitnunum hefur svokallaður meintur þjófnaður Flokks fólksins öll einkenni þess að vera í algjöru og vel skiljanlegu grandaleysi. Sé þar aftur á móti um að ræða refsivert athæfi þá bera aðrir þar stærri sök og meiri ábyrgð en Inga Sæland. Til dæmis Efnahags-ogfjármálaráðuneyti sem létu rétta henni athugasemdalaust alla þessa peninga. Ráðherra getur ekki afsakað sig með því að hafa við sömu aðstæður látið sinn eigin flokk hafa hátt á annað hundrað milljónir án þess að mega það, eins og skilja má af Morgunblaðinu þessa dagana. Höfundur er ekki félagi í Flokki fólksins.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar