Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 08:59 Þrjár af tíu vélum í flota flugfélagsins Play verða í útleigu á næstu árum. Vísir/Vilhelm Þrjár af tíu flugvélum í flota flugfélagsins Play verða leigðar út til annarra félaga fram eftir árinu 2027. Forstjóri félagsins segir um arðbæra ráðstöfun að ræða sem borgi sig fyrir rekstur félagsins. Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“ Play Fréttir af flugi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira
Líkt og fram kom í fréttum í gær tapaði flugfélagið níu milljörðum á síðasta ári. Félagið réðst í umfangsmiklar breytingar á viðskiptalíkani sínu á árinu og segir Einar Örn Ólafsson forstjóri Play að skýr merki séu í uppgjöri fjórða ársfjórðungs um að breytingarnar séu farnar að skila árangri. Einar var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi nánar eina af þeim breytingum sem eru í farvatninu og tilkynnt var um í gær. „Staðan er bara nokkuð góð hjá okkur núna,” segir Einar. „Við erum heldur að draga úr eigin framleiðslu eins og það heitir, eigin flugum, og erum farin að leigja frá okkur vélar.“ Spurður hvort nægilega góður markaður sé fyrir útleigu véla segir Einar svo vera. „Það eru nokkur hundruð flugvélar sem gera ekkert annað heldur en þetta þannig það er markaður fyrir svona. Bæði eru flugfélög sem vilja taka inn vélar þegar það vantar, annað hvort þegar það bilar eða pantanir skila sér ekki eða menn eru að vaxa hraðar en þeir fá vélar,“ segir Einar. „Okkar vélar henta prýðilega í svona verkefni þannig það hefur verið ágætis eftirspurn eftir þessu og við vorum sem sagt í gær að tilkynna að við höfum náð samkomulagi um verkefni fyrir þrjár af okkar tíu vélum í nánast út árið 2027, þetta er langtíma verkefni.“ Leigja vélarnar áfram á hærra verði Þessi ráðstöfun muni miklu fyrir reksturinn. „Já heldur betur. Þetta er auðvitað bara annars konar rekstur heldur en þessi rekstur sem við höfum verið í sem er að selja eigin flugmiða. Þarna erum við bara að leigja öðrum vélar sem að sjá um að selja flugmiðana og þetta eru mjög fyrirsjáanlegar tekjur. Þetta er býsna arðbært fyrir okkur. Við erum auðvitað með vélarnar á leigu til okkar á mjög hagstæðum kjörum, af því við tókum þær í og upp úr covid þegar að flugbransinn var í miklum sárum,“ segir Einar. Þar sem Play hafi leigt vélarnar til sín á góðum kjörum komi reiknisdæmið vel út fyrir félagið miðað við þær forsendur sem uppi eru nú. „Okkur er í lófa lagið að leigja þær frá okkur, reyndar þannig að við rekum þær, flugmennirnir eru okkar og eitthvað af fólkinu aftur í. Við sem sagt getum gert þetta með býsna arðbærum hætti og það er mjög fyrirsjáanlegt.“
Play Fréttir af flugi Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Sjá meira