Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Lovísa Arnardóttir skrifar 18. febrúar 2025 11:13 Svanhvít Helga Jóhannesdóttir, félagi í Björgunarsveitinni Kára, með nýju húfuna. Aðsend 66°Norður hefur hannað ullarhúfu í samstarfi við Landsbjörg til styrktar björgunarsveitum landsins. Húfan fer í sölu í dag en allur ágóði af sölunni rennur til styrktar Landsbjörgu. Landsbjargarhúfan er úr ullarblöndu og kemur í takmörkuðu upplagi. Innblástur fyrir mynstur húfunnar er hálendi Íslands og fjallagarðar landsins. Mynstrið er unnið út frá loftmynd af fjallaskaga á norðanverðu Íslandi árið 1999, árið sem Landsbjörg var stofnuð. Þetta er annað árið í röð sem 66°Norður og Landsbjörg hanna saman húfu til styrktar björgunarsveitunum. Í tilkynningu kemur fram að ríflega fjögur þúsund manns séu á útkallsskrá björgunarsveitanna sem starfa um allt land undir merkjum Landsbjargar. „Starfið í björgunarsveitinni er ekki aðeins gefandi vegna þess að hægt er að bjarga mannslífum heldur er það líka mikilvægt samfélagslegt hlutverk. Við stöndum saman og styðjum hvort annað,“ segir Svanhvít Helga Jóhannesdóttir sem er 31 árs en hún er virkur félagi í Björgunarsveitinni Kára. Til þegar kallið kemur Svanhvít býr í Öræfum þar sem hún starfar sem leiðsögumaður og kennari. Hún er alltaf tilbúin í björgunarleiðangra þegar kallið kemur. Svanhvít segir að það að búa í Öræfum þýði að lifa í nálægð við sveiflur náttúrunnar með klettaklifri á sumrin og ísklifri eða skíðamennsku á veturna. Reynsla hennar af vinnu á jöklum nýtist henni vel í björgunarsveitarstörfum. Landsbjargarhúfan fer í sölu í dag í vefverslun 66°Norður ásamt völdum verslunum 66°Norður í Faxafeni, Smáralind, Kringlunni og á Laugavegi sem og á heimasíðu Landsbjargar. Tíska og hönnun Björgunarsveitir Tengdar fréttir Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Björgunarskip Landsbjargar dró skuttogara til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun. Þá voru liðnar 32 klukkustundir frá því að skipið fékk veiðarfæri í skrúfuna norðvestur af Látrabjargi. 14. febrúar 2025 12:38 Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna ferðamanns sem slasaðist á göngu við Fardagafoss á Fjarðarheiði. Bera þurfti manninn á börum niður af heiðinni. 10. febrúar 2025 21:15 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Landsbjargarhúfan er úr ullarblöndu og kemur í takmörkuðu upplagi. Innblástur fyrir mynstur húfunnar er hálendi Íslands og fjallagarðar landsins. Mynstrið er unnið út frá loftmynd af fjallaskaga á norðanverðu Íslandi árið 1999, árið sem Landsbjörg var stofnuð. Þetta er annað árið í röð sem 66°Norður og Landsbjörg hanna saman húfu til styrktar björgunarsveitunum. Í tilkynningu kemur fram að ríflega fjögur þúsund manns séu á útkallsskrá björgunarsveitanna sem starfa um allt land undir merkjum Landsbjargar. „Starfið í björgunarsveitinni er ekki aðeins gefandi vegna þess að hægt er að bjarga mannslífum heldur er það líka mikilvægt samfélagslegt hlutverk. Við stöndum saman og styðjum hvort annað,“ segir Svanhvít Helga Jóhannesdóttir sem er 31 árs en hún er virkur félagi í Björgunarsveitinni Kára. Til þegar kallið kemur Svanhvít býr í Öræfum þar sem hún starfar sem leiðsögumaður og kennari. Hún er alltaf tilbúin í björgunarleiðangra þegar kallið kemur. Svanhvít segir að það að búa í Öræfum þýði að lifa í nálægð við sveiflur náttúrunnar með klettaklifri á sumrin og ísklifri eða skíðamennsku á veturna. Reynsla hennar af vinnu á jöklum nýtist henni vel í björgunarsveitarstörfum. Landsbjargarhúfan fer í sölu í dag í vefverslun 66°Norður ásamt völdum verslunum 66°Norður í Faxafeni, Smáralind, Kringlunni og á Laugavegi sem og á heimasíðu Landsbjargar.
Tíska og hönnun Björgunarsveitir Tengdar fréttir Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Björgunarskip Landsbjargar dró skuttogara til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun. Þá voru liðnar 32 klukkustundir frá því að skipið fékk veiðarfæri í skrúfuna norðvestur af Látrabjargi. 14. febrúar 2025 12:38 Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna ferðamanns sem slasaðist á göngu við Fardagafoss á Fjarðarheiði. Bera þurfti manninn á börum niður af heiðinni. 10. febrúar 2025 21:15 Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37 Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Komið til hafnar 32 tímum eftir að þeir fengu trollið í skrúfuna Björgunarskip Landsbjargar dró skuttogara til hafnar á Patreksfirði snemma í morgun. Þá voru liðnar 32 klukkustundir frá því að skipið fékk veiðarfæri í skrúfuna norðvestur af Látrabjargi. 14. febrúar 2025 12:38
Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna ferðamanns sem slasaðist á göngu við Fardagafoss á Fjarðarheiði. Bera þurfti manninn á börum niður af heiðinni. 10. febrúar 2025 21:15
Björgunarsveitir í viðbragðsstöðu: Verkefni björgunarsveita um 300 í gær Björgunarsveitir sinntu um 300 verkefnum í gær í veðurofsanum sem gekk yfir landið, þar af voru um 200 á höfuðborgarsvæðinu. Slökkvilið sinnti mörgum verkefnum vegna vatnstjóns. Viðbragðsaðilar eru í viðbragðsstöðu vegna næstu lægðar sem fer nú yfir landið. Rauðar og appelsínugular viðvaranir eru í gildi eða munu taka gildi um nær allt land. 6. febrúar 2025 08:37