Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Boði Logason skrifar 19. febrúar 2025 09:34 Thomas Ragnar Wood, eða Tommy, var gestur í hlaðvarpinu Heilsuhlaðvarpið. Vísir/Einar Dr. Thomas Ragnar Wood, eða Tommy eins og hann er kallaður, prófessor í barnalækningum og taugavísindum, var gestur í þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms á dögunum og ræddi um hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft afgerandi áhrif á heilsu heilans og minnkað líkur á heilabilun um helming og jafnvel enn meir. Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér. Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér.
Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira