Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Boði Logason skrifar 19. febrúar 2025 09:34 Thomas Ragnar Wood, eða Tommy, var gestur í hlaðvarpinu Heilsuhlaðvarpið. Vísir/Einar Dr. Thomas Ragnar Wood, eða Tommy eins og hann er kallaður, prófessor í barnalækningum og taugavísindum, var gestur í þætti Heilsuhlaðvarps Lukku og Jóhönnu Vilhjálms á dögunum og ræddi um hvernig daglegar venjur og lífsstíll geta haft afgerandi áhrif á heilsu heilans og minnkað líkur á heilabilun um helming og jafnvel enn meir. Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér. Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira
Tommy vék að útbreiddri trú á að heilabilun sé eingöngu erfðafræðileg örlög eða að við getum gert lítið til að hafa áhrif á að fá heilabilun. „Í dag, jafnvel í hefðbundnustu fræðigreinum, er viðurkennt að við getum fyrirbyggt um helming allra heilabilunartilfella – og ég myndi giska á að hlutfallið sé enn hærra,“ útskýrði hann og lagði áherslu á mikilvægi lífsstíls í heilbrigði heilans. Tommy talar um þrjár lykilstoðir sem skipta sköpum fyrir heilbrigði heilans: hugræn örvun, líkamleg hreyfingu og rétta næring og endurheimt. Eigum aldrei að hætta að læra eitthvað nýtt Einn mikilvægasti þátturinn í því að fyrirbyggja heilabilun er að halda áfram að læra og þjálfa heilann. „Heilinn er eins og vöðvi. Ef þú vilt að hann haldist sterkur, þá þarftu að þjálfa hann. Ef þú hættir að örva heilann, minnkar hann,“ segir Tommy og leggur áherslu á að við þurfum stöðugt að veita honum nýja örvun. „Fólk sem heldur áfram að læra – hvort sem það er í formlegu skólanámi, sjálfsnámi eða virkni sem ögrar huganum – viðheldur vitrænni getu lengur og seinkar þróun heilabilunar,“ útskýrir Tommy. Jóhanna, Tommy og LukkaHeilsuhlaðvarpið Að finna sér ný áhugamál, læra nýja færni eða taka þátt í hugrænum áskorunum sé því lykilatriði í heilbrigði heilans langt fram á efri ár. Aukin hætta á heilabilun eftir starfslok Tommy bendir einnig á að tengsl séu á milli þess að fara á eftirlaun og heilabilunar því þá missi fólk oft þá daglegu hugrænu örvun sem fylgir vinnu og samskiptum. „Rannsóknir sýna að fólk sem fer á eftirlaun og hættir að stunda hugræna virkni sé í aukinni hættu á að þróa með sér heilabilun.“ segir Tommy. Dansinn eitt öflugasta tækið Tommy nefnir að tungumálanám, hljóðfæranám, dans, spil og jafnvel tölvuleikir sem örvi hugsun séu frábærir fyrir heilann. Það sé ekki nóg að leysa sudoku á hverjum degi eða að leysa krossgátu reglulega – við þurfum að prófa eitthvað sem er krefjandi og kalli á nýja færni. Fjölbreytt hreyfing og sérstaklega æfingar sem sameini marga þætti eins og t.d. dans, hafi einstaklega jákvæð áhrif á heilastarfsemina. „Dans er ein öflugasta leiðin til að efla heilastarfsemi, því hann sameinar tónlist, nýjar hreyfingar, flókna samhæfingu og félagslega þátttöku,“ segir Tommy. Tengsl á milli stórs tvíhöfða og góðrar heilaheilsu Tommy ræðir einnig um mikilvægi þess að styrkja vöðvana. „Það magnaða við vöðvana er að þeir eru ekki bara fyrir stoðkerfið og hreyfingu heldur framleiða þeir efni sem á hafa góð áhrif á heilann og rannsóknir sýna að því stærri sem tvíhöfðavöðvarnir (biceps) eru, því minni er hættan á heilabilun.“ Í hlaðvarpinu ræðir Tommy einnig hvaða næring og vítamín skipta máli fyrir heilaheilsu og áhrif síma- og tölvunotkunar, lyfja og svefns. Hann segir að rannsóknir hans sýni að litlar, meðvitaðar lífsstílsbreytingar geti haft gríðarleg áhrif á heilsu heilans og að það sé aldrei of seint að efla heilann með bættum lífsstíl. Þáttinn má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan eða hlaðvarpssíðu Heilsuhlaðvarpsins hér.
Heilsa Eldri borgarar Mest lesið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Lífið Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Þessi litla breyting breytti í raun öllu! Lífið samstarf „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Fleiri fréttir Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Flugfreyja, íþróttakona og ráðherra breyttu leiknum „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ „Gætum orðið fyrsta þjóð í heimi til að útrýma leghálskrabbameini“ „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Keeping Up Appearances-leikkona látin Auðveldara að tengjast fólki í eigin persónu Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Heimatilbúið „corny“ Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Framlag Kenýu til Óskarsverðlaunanna til sýnis á Ísafirði Keith sagður kominn með nýja kærustu Það var bannað að hlæja á Kjarval Eitt rými sem má alls ekki mynda í Alþingishúsinu Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Sjá meira