Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 23:49 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar. Vísir Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjóri Heilsugæslunnar segir sektina ekki snúast um samtengingu sjúkraskráa við utanaðkomandi aðila heldur ferli samninga sem gerðir voru við aðilana. Samtenging sjúkraskráa auki í raun sjúklingaöryggi. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“ Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira
Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“
Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sjá meira