Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 09:30 Oliver Bearman talaði kannski aðeins af sér á blaðamannafundi fyrir sitt fyrsta tímabil sem fastráðinn formúlu 1 ökumaður. Getty/Clive Mason Breski ökuþórinn Ollie Bearman missti svolítið út úr sér á blaðamannafundi fyrir formúlu 1 tímabilið. Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hinn nítján ára gamli Bearman mun keyra fyrir Haas liðið en hann tók þátt í þremur keppnum á síðasta tímabili. Nú hefur hann fengið fastráðningu hjá liðinu og því fylgja fjölmiðlaviðtöl. Í einu slíku varð honum kannski á í messunni. „Ég féll á fyrsta ökuprófinu mínu og náði því ekki fyrr en í annarri tilraun,“ sagði Ollie Bearman en bætti svo við. „Ég hefði kannski ekki átt að segja þetta,“ sagði táningurinn og brosti. Hann var auðvitað spurður út í hvað það var sem felldi hann á prófinu. Þetta var nefnilega í verklega prófinu sem hann féll en ekki í því skriflega sem margir hér heima eiga í vandræðum með. „Ég stoppaði ekki við stöðvunarskyldu. Ég keyrði samt ekkert á fullu yfir. Ég hægði á mér en hélt síðan áfram. Þú verður að stöðva bílinn algjörlega,“ sagði Bearman. „Það eru engar stöðvunarskyldur á kappakstursbrautinni og þetta var því í fyrsta sinn sem ég sá svona skilti,“ sagði Bearman. „Kannski er þetta dæmigert fyrir okkur ökuþóra,“ sagði Bearman og hélt áfram: „Ég hélt að ég myndi ná prófinu án þess að taka neina ökutíma. Ég hafði líklega rangt fyrir mér þar. Ég passaði því upp á það að fara í nokkra ökutíma fyrir seinna prófið,“ sagði Bearman og brosti. Bearman varð í fyrra yngsti Bretinn til að keyra í formúlu 1 keppni. Eftir keppnina þá fór Lewis Hamilton lofsamlegum orðum um hann og kallaði hann framtíðarstjörnu. Second time's a charm? ✨Ollie Bearman took the classic racing driver approach to passing his driving test... 😂#F175LIVE pic.twitter.com/XPEGG1CFUo— Formula 1 (@F1) February 18, 2025
Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira