Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árni Sæberg skrifar 19. febrúar 2025 11:08 Daði Már Kristófersson er fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármála- og efnahagsráðherra segir kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM ganga gegn stefnu ríkisins en að kaupunum verði ekki hnekkt. Flestir ráku upp stór augu þegar Landsbankinn, sem er alfarið í eigu ríkissjóðs, tilkynnti fyrirhuguð kaup á TM í mars í fyrra. Ekki síst þáverandi fjármálaráðherra sem sagði kaupin ekki myndu ganga í gegn á hans vakt. Þá lýsti Bankasýsla ríkisins yfir andstöðu sinni við áformin og þingmaður Viðreisnar sagði brýnt að fallið yrði frá kaupunum. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að ástæða væri fyrir því að Landsbankinn er í ríkiseigu. Tryggja þyrfti aðhald á bankamarkaði og sjá til þess að þar væri banki sem gengdi samfélagslegu hlutverki. Ríkið skipti sér ekki af um of Hann segir þó að armslengdarsjónarmið gildi í sambandi ríkisins og Landsbankans. Þannig hafi stjórn bankans getað gert tilboð í TM án aðkomu ríkisins. „Sú armslengd gerir það að verkum að stjórnin er sjálfstæðari, innan þó eigendastefnu ríkisins, í þeim ákvörðunum sem hún tekur. Þessi ákvörðun um kaup á tryggingafélagi getum við sagt að gangi gegn því meginmarkmiði að afskipti ríkisins á samkeppnismarkaði séu sem minnst.“ Nýja bankaráðið á sömu skoðun Þrátt fyrir að kaupin gangi gegn eigendastefnu ríkisins verði þeim ekki hnekkt. „Það er líka samt þannig að það var mat stjórnar bankans og á því hefur ekki orðið nein breyting, að það kæmi viðskiptavinum bankans vel, að hann ætti tryggingarfélag. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað mjög víða, að bankar séu að eignast tryggingarfélög, enda er starfsemi þeirra ekki alveg ótengd.“ Athygli vekur að afstaða stjórnar bankans hafi ekki breyst hvað kaup á tryggingafélagi varðar, enda var öllu bankaráði Landsbankans skipt út í kjölfar tilkynningar um kaupin á TM. „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn. Hvort að síðan sambærileg þjöppun sé æskileg eða eitthvað sem við myndum styðja í framtíðinni er önnur spurning,“ segir Daði Már að lokum. Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Landsbankinn Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Flestir ráku upp stór augu þegar Landsbankinn, sem er alfarið í eigu ríkissjóðs, tilkynnti fyrirhuguð kaup á TM í mars í fyrra. Ekki síst þáverandi fjármálaráðherra sem sagði kaupin ekki myndu ganga í gegn á hans vakt. Þá lýsti Bankasýsla ríkisins yfir andstöðu sinni við áformin og þingmaður Viðreisnar sagði brýnt að fallið yrði frá kaupunum. Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í gær að ástæða væri fyrir því að Landsbankinn er í ríkiseigu. Tryggja þyrfti aðhald á bankamarkaði og sjá til þess að þar væri banki sem gengdi samfélagslegu hlutverki. Ríkið skipti sér ekki af um of Hann segir þó að armslengdarsjónarmið gildi í sambandi ríkisins og Landsbankans. Þannig hafi stjórn bankans getað gert tilboð í TM án aðkomu ríkisins. „Sú armslengd gerir það að verkum að stjórnin er sjálfstæðari, innan þó eigendastefnu ríkisins, í þeim ákvörðunum sem hún tekur. Þessi ákvörðun um kaup á tryggingafélagi getum við sagt að gangi gegn því meginmarkmiði að afskipti ríkisins á samkeppnismarkaði séu sem minnst.“ Nýja bankaráðið á sömu skoðun Þrátt fyrir að kaupin gangi gegn eigendastefnu ríkisins verði þeim ekki hnekkt. „Það er líka samt þannig að það var mat stjórnar bankans og á því hefur ekki orðið nein breyting, að það kæmi viðskiptavinum bankans vel, að hann ætti tryggingarfélag. Þetta er þróun sem er að eiga sér stað mjög víða, að bankar séu að eignast tryggingarfélög, enda er starfsemi þeirra ekki alveg ótengd.“ Athygli vekur að afstaða stjórnar bankans hafi ekki breyst hvað kaup á tryggingafélagi varðar, enda var öllu bankaráði Landsbankans skipt út í kjölfar tilkynningar um kaupin á TM. „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn. Hvort að síðan sambærileg þjöppun sé æskileg eða eitthvað sem við myndum styðja í framtíðinni er önnur spurning,“ segir Daði Már að lokum.
Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fjármálafyrirtæki Tryggingar Landsbankinn Tengdar fréttir Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Skrifuðu undir kaup Landsbankans á TM Landsbankinn gekk frá samningi við Kviku banka um kaup á tryggingafélaginu TM fyrir 28,6 milljarða króna í dag. Kaupsamningur þeirra var skuldbindandi fyrir Landsbankann samkvæmt lögfræðiáliti sem nýtt bankaráðs bankans lét vinna. 30. maí 2024 19:04