„Það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu“ Andri Már Eggertsson skrifar 19. febrúar 2025 22:44 Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, einbeittur á hliðarlínunni í kvöld Vísir/Pawel Cieslikiewicz Njarðvík vann nokkuð öruggan sigur gegn Þór Akueryri 94-80. Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkur, var afar ánægður með sigurinn og að hans mati stimplaði liðið sig inn í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn. „Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum. UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira
„Það var orka og vilji í liðinu. Ég sagði við stelpurnar í hálfleik að leikplanið skipti engu máli þetta var bara orkan sem skipti máli. Stelpurnar voru búnar að undirbúa sig vel og við vorum búnar að tala um að þetta væri besta sóknarliðið það sem af er tímabils og við þurftum að vera tilbúnar varnarlega og þær voru það í fyrri hálfleik. Við settum gríðarlegan kraft í þennan leik og þetta var góður sigur,“ sagði Einar Árni ánægður með sigurinn. Fyrir leik voru liðin jöfn að stigum í öðru og þriðja sæti. Annað sætið var undir þar sem þetta var síðasti leikurinn áður en deildin skiptist í efri og neðri hluta. Einar hrósaði karakternum í liðinu þar sem það var mikið undir. „Það hefði verið auðvelt að koma í þennan leik og vera lítill í sér. Mér fannst þær mæta frá fyrstu sekúndu og gera hlutina af krafti. Hrós á Þór sem kom til baka enda frábært lið sem hafði unnið tíu leiki í röð áður en þær töpuðu gegn Stjörnunni síðustu helgi. Mér fannst heildarbragurinn á okkar leik virkilega góður. Ég var búinn að tala um það alla vikuna að sigur væri ekki bara annað sæti heldur þýddi það líka að við værum að fá Þór og Keflavík á heimavelli og við ætlum að láta það telja.“ Njarðvíku hefur verið á miklu flugi og unnið fimm leiki í röð. Aðspurður út í það hvort Njarðvíkingar gætu farið alla leið og orðið Íslandsmeistarar vildi Einar ekki neita því. „Ég myndi aldrei segja nei við því. Við höfum ekki verið í þeirri umræðu og það tala allir um toppliðin þrjú og við höfum ekki verið í þeirri umræðu sem er allt í lagi. Við höfum margt að sanna og við ætlum að standa okkur núna í fimm liða toppbaráttuslag og koma okkur í gott sæti í úrslitakeppninni og þá tekur við ný keppni og við ætlum ekki að fara of hátt upp. Það er veisla framundan þar sem við erum að fara að spila við efstu fjögur liðin í kringum okkur, við erum að fara í undanúrslit í bikarnum og við erum að fara í úrslitakeppnina. Vorið er komið,“ sagði Einar Árni að lokum.
UMF Njarðvík Bónus-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Annað dauðsfall í CrossFit keppni Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Dagskráin: Fer Íslandsmeistarbikarinn á loft í Njarðvík? Sjá meira