Býst við Grikkjunum betri í kvöld Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 15:31 Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. Vísir/Einar Víkingar geta skrifað sögu íslenskra liða í Evrópukeppni enn frekar í kvöld þegar síðari umspilsleikur liðsins við Panathinaikos fer fram í Aþenu. Víkingur leiðir einvígið 2-1 eftir frækinn sigur í Helsinki fyrir viku síðan. Þjálfari liðsins er spenntur fyrir kvöldinu. Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Víkingar mættu gríðarvel skipulagðir til leiks í fyrri leiknum. Það gekk hvorki né rak hjá Panathinaikos sóknarlega og virtist liðin hreinlega engin svör hafa við skipulögðum varnarleik. Aðspurður hvort hann hræðist að Grikkirnir hafi fleiri svör við Víkingsvörninni í kvöld eftir fyrri leikinn segir Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings: „Ég hef svo sem engar áhyggjur af því. Við búumst bara við hörkuleik og erum undirbúnir fyrir það sem þeir koma með að borðinu. Við undirbúum okkur bara fyrir að þeir eigi betri leik heldur en síðast.“ „En við erum að sama skapi búnir að undirbúa okkur og breyta aðeins til og vinna aðeins í því sem betur mátti fara. Við erum á betri stað líka. Það eru fleiri leikmenn komnir með 90 mínútur í skrokkinn. Við ætlum bara að eiga betri leik en erum viðbúnir öllu,“ bætir Sölvi við. Stoltur af styrknum Mikilvægt sé fyrir Víkinga að mæta eins einbeittir til leiks. Gæðin í liði Panathinaikos eru mikil og þarf lítið út af að bregða til að liðið refsi Víkingum. „Við þurfum að halda í sama hugarfar og í síðasta leik. Það voru allir að vinna fyrir hvorn annan og enginn sem slökkti á einbeitingu. Þegar þú ert kominn á þetta stig, að spila á móti þetta gæðamiklum leikmönnum, þá þurfa allir þessir hlutir að vera á hreinu,“ „Þessi þáttur, ég gæti ekki verið meira stoltur af strákunum hvernig hann var í síðasta leik. Þeir voru sterkir í hausnum allan leikinn og þurftu að þjást mikið þegar þeir sóttu hart að okkur. Strákarnir stóðu þá vakt virkilega sterkir sem gaf okkur meiri trú á verkefnið. Ég sé seinni leikinn spila mjög svipað og fyrri leikinn,“ segir Sölvi. Mikilvægt að verja ekki forystuna Panathinaikos náði, að vissu leyti ósanngjarnt, að koma inn marki undir lok fyrri leiksins. Þá var dæmd vítaspyrna og þótti dómurinn vægast sagt ódýr. „Ef við tökum út þetta vafasama víti sem okkur finnst þeir hafa fengið á silfurfati þá sýnir öll tölfræði að við vorum ofar þegar kemur að því að skapa okkur færi. Við getum verið stoltir og stórir eftir þá frammistöðu og ætlum að bæta ofan á hana. Þetta einvígi er hvergi búið og við megum líka passa okkur að fara ekki að verja einhver hlut. Við þurfum að sækja til sigurs,“ segir Sölvi sem er bjartsýnn að Víkingar geti byggt ofan á það og sýnt álíka frammistöðu í kvöld. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Víkingur Reykjavík Sambandsdeild Evrópu Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Sport Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira