Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Valur Páll Eiríksson skrifar 20. febrúar 2025 14:03 Fyrirliðinn Ioannidis knúsar Azzedine Ounahi, lánsmann frá Marseille. Báðir munu að líkindum byrja leik kvöldsins. Giorgos Arapekos/NurPhoto via Getty Images Panathinaikos verður án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Víkingi í Aþenu í síðari umspilsleik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Stjarna liðsins mætir hins vegar fersk til leiks. Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira
Miðjumaðurinn Anastatios Bakasetas hefur verið í lykilhlutverki hjá þeim grænklæddu en hann meiddist í fyrri leik liðanna og getur ekki tekið þátt í kvöld. Sömu sögu er að segja af Bandaríkjamanninum Erik Palmer-Brown, fyrrum leikmanni Manchester City. Hann meiddist fyrir viku síðan og spilar ekki í kvöld. Króatinn Tin Jedvaj, fyrrum leikmaður Bayer Leverkusen, og Úrúgvæinn Facundo Pellistri, fyrrum leikmaður Manchester Untied, eru einnig frá vegna meiðsla. Þeir misstu báðir af fyrri leiknum í Helsinki. Stjarnan Fotis Ioannidis, sem skoraði mark Panathinaikos af vítapunktinum í Finnlandi, gæti komið inn í byrjunarliðið. Hann kom af bekknum í fyrri leiknum og var í leikbanni þegar gríska liðið vann 2-1 sigur á Volos um helgina. Ioannidis ætti því að koma ferskur inn í kvöld. Hann getur talist sem hættulegasti leikmaður Panathinaikos en Ipswich reyndi að fá leikmanninn eftir að liðið komst upp í ensku úrvalsdeildina síðasta sumar. Grikkirnir höfnuðu 25 milljón evra boði og höfðu engan áhuga á að selja sinn besta framherja. Grikkirnir eru ekki á flæðiskeri staddir þrátt fyrir meiðslin. Ioannidis fær að líkindum stuðning frá Brasilíumanninum Tete og Serbanum Filip Djuricic, sem eru einkar frambærilegir kantmenn. Víkingar misstu Danijel Djuric fyrir leik kvöldsins, sem samdi við lið Istra í Króatíu. Þeir endurheimta aftur á móti Karl Friðleif Gunnarsson og fyrirliðann Nikolaj Hansen, sem voru í leikbanni í Helsinki. Víkingur leiðir 2-1 fyrir síðari leik liðsins við Panathinaikos í kvöld. Leikur liðanna hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Körfubolti Fylkir og Valur í formlegt samstarf Körfubolti Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Pedro skaut Chelsea í úrslitin Fótbolti Ísland í öðru sæti eftir fyrsta keppnisdag á Evrópumótinu Golf Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker í öll mál Sport Fleiri fréttir Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Þjóðverjar völtuðu yfir Dani í seinni hálfleik Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Everton búið að finna sinn Peter Crouch „Þú ert ekki tilbúinn fyrir Ásdísi Halldórsdóttur“ Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Freyr missir lykilmann fyrir metfé Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Hafa skyldum að gegna gagnvart landsliðinu og þjóðinni Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Sjá meira