Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Sindri Sverrisson skrifar 20. febrúar 2025 12:18 Gísli Þorgeir Kristjánsson og þjálfarinn Bennet Wiegert þurftu að taka ákvörðun í gær um hvort Gísli myndi spila, þrátt fyrir að vera tæpur vegna meiðsla. Getty/Marco Wolf Bennet Wiegert, þjálfari þýska handboltafélagsins Magdeburg, viðurkennir að Gísli Þorgeir Kristjánsson hafi ekki getað æft í aðdraganda leiksins við Álaborg í gær. Meiðsli hans í leiknum séu á endanum á ábyrgð þjálfarans. Magdeburg og Álaborg mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og vann Magdeburg nauðsynlegan 32-31 sigur í baráttunni um að komast upp úr sínum riðli og í 12-liða úrslit keppninnar. Gísli hóf leikinn en eftir aðeins örfáar mínútur fór hann meiddur af velli, augljóslega sárkvalinn, en þýskir miðlar segja að um ökklameiðsli sé að ræða. Wiegert hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi teflt á tvær hættur varðandi Gísla. „Hann var tæpur fyrir leikinn og hafði ekki æft alla vikuna. Við reyndum að gera hann leihkæfan en það kom svo í ljós að þetta var of snemmt,“ sagði Wiegert við Sport Bild. Der SC Magdeburg hält in der Champions League Kurs auf die Play-offs. Die Mannschaft von Trainer Bennet Wiegert besiegte das dänische Spitzenteam Aalborg Handbold 32:31 (17:17). Die Freude wird getrübt durch den frühen Ausfall von Gisli Kristjansson, eine Diagnose steht noch… pic.twitter.com/mNMulkcjOk— HandballPapst (@HandballPapst) February 20, 2025 „Þetta angrar mig en svona ákvarðanir þarf að taka í keppnisíþróttum. Ég ber alltaf endanlega ábyrgð,“ sagði Wiegert en tók fram að Gísli hefði sjálfur viljað spila leikinn. „Ég neyði engan til að spila. En það koma upp aðstæður þar sem maður þarf að bremsa leikmanninn af. Kannski gerði ég það ekki nógu mikið,“ sagði Wiegert. Magdeburg er núna án sjö leikmanna vegna meiðsla og í þeim hópi eru einnig Ómar Ingi Magnússon, Albin Lagergren, Christian O'Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Oscar Bergendahl. Wiegert var því ekki í auðveldri stöðu þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort Gísli myndi spila í gær, sérstaklega í ljósi hættunnar á að Magdeburg félli úr keppni: „Það vita allir hve mikilvæg stigin í Meistaradeildinni eru. Hversu mikilvæg stigin í þýsku deildinni eru fyrir okkur. Svona er þetta í keppnisíþróttum og þetta neyðir mann stundum til að gera hluti þegar þörf hefði verið fyrir aðeins meiri þolinmæði.“ Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira
Magdeburg og Álaborg mættust í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og vann Magdeburg nauðsynlegan 32-31 sigur í baráttunni um að komast upp úr sínum riðli og í 12-liða úrslit keppninnar. Gísli hóf leikinn en eftir aðeins örfáar mínútur fór hann meiddur af velli, augljóslega sárkvalinn, en þýskir miðlar segja að um ökklameiðsli sé að ræða. Wiegert hefur nú viðurkennt að hafa vísvitandi teflt á tvær hættur varðandi Gísla. „Hann var tæpur fyrir leikinn og hafði ekki æft alla vikuna. Við reyndum að gera hann leihkæfan en það kom svo í ljós að þetta var of snemmt,“ sagði Wiegert við Sport Bild. Der SC Magdeburg hält in der Champions League Kurs auf die Play-offs. Die Mannschaft von Trainer Bennet Wiegert besiegte das dänische Spitzenteam Aalborg Handbold 32:31 (17:17). Die Freude wird getrübt durch den frühen Ausfall von Gisli Kristjansson, eine Diagnose steht noch… pic.twitter.com/mNMulkcjOk— HandballPapst (@HandballPapst) February 20, 2025 „Þetta angrar mig en svona ákvarðanir þarf að taka í keppnisíþróttum. Ég ber alltaf endanlega ábyrgð,“ sagði Wiegert en tók fram að Gísli hefði sjálfur viljað spila leikinn. „Ég neyði engan til að spila. En það koma upp aðstæður þar sem maður þarf að bremsa leikmanninn af. Kannski gerði ég það ekki nógu mikið,“ sagði Wiegert. Magdeburg er núna án sjö leikmanna vegna meiðsla og í þeim hópi eru einnig Ómar Ingi Magnússon, Albin Lagergren, Christian O'Sullivan, Philipp Weber, Manuel Zehnder og Oscar Bergendahl. Wiegert var því ekki í auðveldri stöðu þegar hann þurfti að taka ákvörðun um hvort Gísli myndi spila í gær, sérstaklega í ljósi hættunnar á að Magdeburg félli úr keppni: „Það vita allir hve mikilvæg stigin í Meistaradeildinni eru. Hversu mikilvæg stigin í þýsku deildinni eru fyrir okkur. Svona er þetta í keppnisíþróttum og þetta neyðir mann stundum til að gera hluti þegar þörf hefði verið fyrir aðeins meiri þolinmæði.“
Þýski handboltinn Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ Fótbolti „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Enski boltinn Fleiri fréttir Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum KA sótti sigur gegn stigalausu liði HK Stjarnan sneri leiknum og lagði FH „Þetta var bara draumi líkast“ „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Uppgjörið: Fram - Haukar 27-32 | Haukar sigldu sigrinum í höfn í Úlfarsárdal Flautumark í Breiðholti Ómar Ingi markahæstur í sigri Magdeburgar Kaflaskipt í sigri Valsmanna Glimrandi byrjun Gummersbach heldur áfram Janus markahæstur í frábærum sigri á PSG Ásdís átti stórleik í stórsigri Vals KA/Þór með fullt hús stiga Sjá meira