Stórskemmdi grasflötina við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason og Kjartan Kjartansson skrifa 20. febrúar 2025 13:19 Rútan er pikkföst. Rútu á vegum ME travel var ekið inn á grasið við Höfða í Borgartúni á öðrum tímanum í dag og er þar pikkföst. Ljót för eru í blautu grasinu eftir rútuna en eigandi fyrirtækisins heitir því að bæta tjónið. Kínverskir ferðamenn voru um borð í rútunni og bíða nú eftir að rútan verði losuð. Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni okkar á staðnum er bílstjórinn óreyndur og taldi sig geta snúið rútunni við á túninu. Það gekk ekki og er rútan pikkföst á túninu. Lögregla er mætt á vettvang til að greiða úr málum. Vísir var í beinni frá vettvangi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ásmundur Einarson, eigandi ME Travel, segir í samtali við Vísi að rútan og bílstjóri hennar hafi verið á vegum fyrirtækisins með hóp erlendra ferðamanna. Bílstjórinn sé ung stúlka sem var nýbyrjuð að aka rútunni. Hún hafi reynt að snúa rútunni við fyrir framan Höfða en farið upp á kant og rútan þá byrjað að sökkva niður. Ökumaðurinn hafi haldið áfram og fest sig í óðagoti. „Við berum náttúrulega bara fulla ábyrgð á þessu tjóni og bætum fyrir þann skaða sem orðið hefur ,“ segir hann. Kranabílar séu nú á leiðinni til þess að losa rútuna. Ásmundur segir að búið sé að þrengja svo að umferð við Höfða að það sé að verða ótæ kt að fara þar um á rútu. Förin eftir rútuna eru greinileg á túninu. Lögregla er mætt á vettvang.Vísir/Bjarki Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með Höfða, hafði ekki heyrt af uppákomunni þegar fréttamaður náði af henni tali. Hún ætlaði að kanna málið. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir leiðinlegt að sjá farið svo illa með grasið við Höfða og að borgin muni láta kanna tjónið. Gott sé að ekki hafi orðið slys á fólki. Hún segir að passað hafi verið vel upp á grasið við Höfða. Þannig hafi til dæmis verið gætt sérstaklega að því þegar samið var um afnot af Höfða fyrir tökur á bandarískri kvikmynd um leiðtogafundinn í fyrra. Höfði er vinsæll ferðamannastaður enda fór leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovíetríkjanna fram þar í október 1986. Fleiri myndir af vettvangi má sjá að neðan. Ferðamenn hafa yfirgefið rútuna og fylgjast með gangi mála.vísir/Bjarki Ljóst er að rútan þarf aðstoð til að komast út af grasinu.Vísir/Bjarki Dekkið er djúpt í grasinu.Vísir/Bjarki Uppfært klukkan 14:45 Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig. Sjá má upptöku af björgunaraðgerðum í spilaranum að ofan. Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá fréttamanni okkar á staðnum er bílstjórinn óreyndur og taldi sig geta snúið rútunni við á túninu. Það gekk ekki og er rútan pikkföst á túninu. Lögregla er mætt á vettvang til að greiða úr málum. Vísir var í beinni frá vettvangi. Útsendinguna má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Ásmundur Einarson, eigandi ME Travel, segir í samtali við Vísi að rútan og bílstjóri hennar hafi verið á vegum fyrirtækisins með hóp erlendra ferðamanna. Bílstjórinn sé ung stúlka sem var nýbyrjuð að aka rútunni. Hún hafi reynt að snúa rútunni við fyrir framan Höfða en farið upp á kant og rútan þá byrjað að sökkva niður. Ökumaðurinn hafi haldið áfram og fest sig í óðagoti. „Við berum náttúrulega bara fulla ábyrgð á þessu tjóni og bætum fyrir þann skaða sem orðið hefur ,“ segir hann. Kranabílar séu nú á leiðinni til þess að losa rútuna. Ásmundur segir að búið sé að þrengja svo að umferð við Höfða að það sé að verða ótæ kt að fara þar um á rútu. Förin eftir rútuna eru greinileg á túninu. Lögregla er mætt á vettvang.Vísir/Bjarki Anna Karen Kristinsdóttir, móttökufulltrúi Reykjavíkurborgar sem hefur umsjón með Höfða, hafði ekki heyrt af uppákomunni þegar fréttamaður náði af henni tali. Hún ætlaði að kanna málið. Eva Bergþóra Guðbergsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Reykjavíkurborg, segir leiðinlegt að sjá farið svo illa með grasið við Höfða og að borgin muni láta kanna tjónið. Gott sé að ekki hafi orðið slys á fólki. Hún segir að passað hafi verið vel upp á grasið við Höfða. Þannig hafi til dæmis verið gætt sérstaklega að því þegar samið var um afnot af Höfða fyrir tökur á bandarískri kvikmynd um leiðtogafundinn í fyrra. Höfði er vinsæll ferðamannastaður enda fór leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhail Gorbachev leiðtoga Sovíetríkjanna fram þar í október 1986. Fleiri myndir af vettvangi má sjá að neðan. Ferðamenn hafa yfirgefið rútuna og fylgjast með gangi mála.vísir/Bjarki Ljóst er að rútan þarf aðstoð til að komast út af grasinu.Vísir/Bjarki Dekkið er djúpt í grasinu.Vísir/Bjarki Uppfært klukkan 14:45 Búið er að koma rútunni út af grasflötinni með frekari skemmdum á grasinu auk þess sem stuðari aftan á rútunni gaf sig. Sjá má upptöku af björgunaraðgerðum í spilaranum að ofan.
Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Sjá meira