Refsing Dagbjartar þyngd verulega Jón Þór Stefánsson og Árni Sæberg skrifa 20. febrúar 2025 15:12 Mannslátið átti sér stað í Bátavogi í september 2023. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur þyngt fangelsisdóm Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur, konu á fimmtugsaldri, í Bátavogsmálinu svokallaða. Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi hana í tíu ára fangelsi, en Landsréttur dæmdi hana í sextán ára fangelsi. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist. Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira
Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. Landsréttur kvað upp dóm í málinu klukkan 15 en hann hefur ekki verið birtur. Það var niðurstaða dómsins að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ segir í dómi Landsréttar. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Upptökur lykilsönnunargögn Lykilsönnunargögn í málinu voru myndbands- og hljóðupptökur sem Dagbjört tók upp á meðan hún og maðurinn voru ein saman í íbúðinni í Bátavogi. Hluti af þessum upptökum voru spilaðar við aðalmeðferð málsins í héraði í júní síðastliðnum. Í þessum upptökum heyrist Dagbjört kenna manninum um andlát hunds hennar. „Hundurinn minn er dáinn. Ég hef ekkert að gera en að vera leiðinleg við þig [...] þangað til þú ákveður að bæta ráð þitt,“ segir hún meðal annars. Þá má heyra hann öskra ítrekað, en við því segir hún. „Hættu að öskra, hættu að öskra fíflið þitt.“ Jafnframt heyrist hann spyrja hvort hún vilji ekki ná í hníf og stinga hann í hjartað. Fyrir dómi var Dagbjört spurð hvort hún væri enn sannfærð um að maðurinn hefði átt þátt í dauða hundsins en þá sagði hún svo ekki vera. Hundurinn hafi verið orðinn þrettán ára gamall og líklega dáið vegna hás aldurs. Sló hinn látna á meðan endurlífgunartilraunir voru í gangi Viðbragðsaðilar sögðu fyrir dómi að eftir að þeir komu á vettvang hafi Dagbjört slegið manninn, sem mun hafa verið látinn. Slökkviliðsmaður lýsti atvikinu þannig að slökkviliðsmenn og bráðatæknar hafi verið að gera endurlífgunartilraunir á manninum, en á meðan hafi lögregla verið að tala við Dagbjörtu. Skyndilega hafi hún staðið upp, arkað að honum, gefið honum kinnhest og sagt að hann „láti oft svona.“ Eftir það hafi lögregla þurft að fjarlægja hana frá manninum. Sakhæf þó hún hafi ekki verið í tengslum við raunveruleikann Það var mat héraðsdóms að Dagbjört hefði ekki verið í miklum tengslum við atburðinn sem málið varðar. Þó hafi ekkert komið fram í málinu sem bendi til þess að Dagbjört hefði verið alls ófær um að stjórna gjörðum sínum þegar hún beitti manninn ofbeldi. Því var komist að þeirri niðurstöðu að hún væri sakhæf. Þá benti ekkert til að refsing myndi ekki bera árangur. Fréttin var uppfærð eftir að dómur Landsréttar birtist.
Dómsmál Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Reykjavík Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Móðirin á Edition gengur laus Innlent Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Fleiri fréttir Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Kvenmannshár í farangurshlera reyndist vera hrekkjavökuskraut Formannsslagur í vændum hjá Ungu jafnaðarfólki Móðirin á Edition gengur laus Fjórðungur drekki orkudrykki daglega Líkur á nýju eldgosi meiri í seinni hluta september Boða mann til landsins vegna líkamsárásar þegar hann var sextán ára Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 Sjá meira