Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Kjartan Kjartansson skrifar 20. febrúar 2025 15:10 Elliði Vignisson bæjarstjóri Þorlákshafnar, Benjamín Þorvaldsson hafnarstjóri Þorlákshafnar, Edda Sif Pind Aradóttir framkvæmdastýra Carbfix, og Sólrún Kristjánsdóttir framkvæmdastýra Veitna, við undirritun viljayfirlýsingar um Coda Terminal í Ölfusi. Carbfix Fulltrúar sveitarfélagsins Ölfuss og Carbfix skrifuðu undir viljayfirlýsingu um að reist verði svonefnd Coda Terminal-stöð í sveitarfélaginu. Vinna við leyfisferla og samráð við íbúa og hagaðila á að hefjast á næstu mánuðum. Viljayfirlýsingin var undirrituð af sveitarfélaginu Ölfusi, Carbfix, hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal. Hún felur í sér samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis fyrir móttöku og förgun á koltvísýringi undir merkjum Coda Terminal. Carbfix stefnir einnig á að reisa slíkar stöðvar í Hafnarfirði og á Bakka. Kolefnisförgun Coda Terminal á að fara fram með aðferð sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Koltvísýringur er leystur upp í vatni og því síðan dælt niður í berglög þar sem það binst varanlega í steindir. Ungt basískt gosberg líkt og það sem er að finna í Ölfusi er sagt sérstaklega hagfellt fyrir tæknina í tilkynningu frá Carbfix um viljayfirlýsinguna. Viðræður eru nú sagðar eiga að fara af stað með það að markmiði að kanna möguleikann á að ráðast í þær aðgerðir sem talin sé þörf á til að undirbúa uppbyggingu Coda-stöðvar. Fram hefur komið að móttökustöð fyrir erlend flutningaskip sem kæmu með koltvísýring til förgunar gæti verið í Þorlákshöfn. Niðurdælingarholur gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða Coda-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún lagði til sautján skilyrði fyrir framkvæmdum þar en þau vörðuðu flest vöktun og eftirlit með áhrifum starfseminnar, þar á meðal á sérstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Ekki var talið líklegt að niðurdæling á koltvísýring ylli jarðskjálftavirkni eða hefði áhrif á vatnsból sem var á meðal helstu aðfinnsluefna andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði. Coda Terminal Ölfus Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Viljayfirlýsingin var undirrituð af sveitarfélaginu Ölfusi, Carbfix, hafnarsjóði Þorlákshafnar, Veitum og Coda Terminal. Hún felur í sér samstarf um uppbyggingu og rekstur athafnasvæðis fyrir móttöku og förgun á koltvísýringi undir merkjum Coda Terminal. Carbfix stefnir einnig á að reisa slíkar stöðvar í Hafnarfirði og á Bakka. Kolefnisförgun Coda Terminal á að fara fram með aðferð sem Carbfix þróaði við Hellisheiðarvirkjun í Ölfusi. Koltvísýringur er leystur upp í vatni og því síðan dælt niður í berglög þar sem það binst varanlega í steindir. Ungt basískt gosberg líkt og það sem er að finna í Ölfusi er sagt sérstaklega hagfellt fyrir tæknina í tilkynningu frá Carbfix um viljayfirlýsinguna. Viðræður eru nú sagðar eiga að fara af stað með það að markmiði að kanna möguleikann á að ráðast í þær aðgerðir sem talin sé þörf á til að undirbúa uppbyggingu Coda-stöðvar. Fram hefur komið að móttökustöð fyrir erlend flutningaskip sem kæmu með koltvísýring til förgunar gæti verið í Þorlákshöfn. Niðurdælingarholur gætu verið nánast hvar sem er utan vatnsverndarsvæða. Skipulagsstofnun skilaði áliti sínu á umhverfismatsskýrslu um fyrirhugaða Coda-stöð í Straumsvík í Hafnarfirði í síðustu viku. Hún lagði til sautján skilyrði fyrir framkvæmdum þar en þau vörðuðu flest vöktun og eftirlit með áhrifum starfseminnar, þar á meðal á sérstakar sjávarfallatjarnir við Straumsvík, skjálftavirkni og grunnvatnsborð. Ekki var talið líklegt að niðurdæling á koltvísýring ylli jarðskjálftavirkni eða hefði áhrif á vatnsból sem var á meðal helstu aðfinnsluefna andstæðinga verkefnisins í Hafnarfirði.
Coda Terminal Ölfus Skipulag Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07 Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Alvotech Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Sjá meira
Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Kolefnisförgunarfyrirtækið Carbfix skoðar nú möguleikann á að reisa svonefnda Coda-stöð á Bakka fyrir utan Húsavík. Bakki er þriðji staðurinn á landinu þar sem Carbfix leitar hófanna um að koma upp slíkri kolefnisförgunarstöð. 13. febrúar 2025 14:07
Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Bæjarstjórn Ölfuss samþykkti viljayfirlýsingu við Carbfix um undirbúning kolefnisförgunarstöðvar í gær. Verkefnið er sagt geta skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og skilað sveitarfélaginu auknar tekjur. Sérstaka áherslu á að leggja á samráð við samfélagið um verkefnið. 31. janúar 2025 14:05