Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Bjarki Sigurðsson skrifar 21. febrúar 2025 09:03 Svona var aðkoman eftir öll herlegheitin. Vísir/Vilhelm Rúta sem festist á túni við Höfða í gær olli miklu tjóni. Ökumaðurinn var reynslulítill en rútufyrirtækið ætlar sér að greiða allt tjón. Verkefnastjóri segir algengt að rútubílstjórar keyri á túninu. Það ráku margir upp stór augu rétt eftir hádegi í gær þegar þeir sáu stóra rútu fasta á grasfletinum milli Höfða og Arion banka í Borgartúni. Óreyndur bílstjóri reyndi að snúa henni við á fletinum í stað þess að bakka út bílastæðið. Jarðvegurinn var mjúkur og rútan festist. Um borð var hópur ferðamanna frá Sjanghaí í Kína. Þau höfðu verið að skoða Höfða og bílstjórinn ekki treyst sér til að bakka út af planinu. Ferðamennirnir kipptu sér lítið upp við atvikið og biðu þess að úr málinu leystist. Á endanum var önnur rúta kölluð til til að taka við þessum hópi ferðamanna. Við tók aðgerð þar sem kranabíll dró rútuna af flötinni og aftur á bílastæðið. Hægt er að sjá frá aðgerðunum í klippunni hér fyrir neðan. Rútan skildi eftir sig stórt sár. Bjarki Þór Logason, verkefnastjóri öryggismála hjá Reykjavíkurborg, segir tjónið vegna rútunnar vera mikið. „Þetta er algengt að þeir reyni að koma hérna og snúa við. Við höfum alveg orðið vitni að því. Það hefur bara gengið betur en þetta. Nú sér maður bara að það er vor í lofti,“ segir Bjarki. Bjarki Þór Logason er verkefnastjóri öryggismála Reykjavíkurborgar.Stöð 2 Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, harmar atvikið og segir fyrirtækið greiða allt tjón. „Horfum hér á aðstæður sem Reykjavíkur býður upp á við fjölsóttan ferðamannastað. Hér er bara þröngt. Ungur ökumaður sem keyrir út á grasið, greinilega festir bílinn og panikkar. Það er eina skýringin sem ég hef,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einarsson er framkvæmdastjóri ME TraveL.Stöð 2 Rútubílstjórinn reynslulitli mun líklega seint gleyma deginum því í hádeginu í gær ók hann rútunni inn á bannsvæði í miðborginni og ók þar niður steyptan staur. Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Það ráku margir upp stór augu rétt eftir hádegi í gær þegar þeir sáu stóra rútu fasta á grasfletinum milli Höfða og Arion banka í Borgartúni. Óreyndur bílstjóri reyndi að snúa henni við á fletinum í stað þess að bakka út bílastæðið. Jarðvegurinn var mjúkur og rútan festist. Um borð var hópur ferðamanna frá Sjanghaí í Kína. Þau höfðu verið að skoða Höfða og bílstjórinn ekki treyst sér til að bakka út af planinu. Ferðamennirnir kipptu sér lítið upp við atvikið og biðu þess að úr málinu leystist. Á endanum var önnur rúta kölluð til til að taka við þessum hópi ferðamanna. Við tók aðgerð þar sem kranabíll dró rútuna af flötinni og aftur á bílastæðið. Hægt er að sjá frá aðgerðunum í klippunni hér fyrir neðan. Rútan skildi eftir sig stórt sár. Bjarki Þór Logason, verkefnastjóri öryggismála hjá Reykjavíkurborg, segir tjónið vegna rútunnar vera mikið. „Þetta er algengt að þeir reyni að koma hérna og snúa við. Við höfum alveg orðið vitni að því. Það hefur bara gengið betur en þetta. Nú sér maður bara að það er vor í lofti,“ segir Bjarki. Bjarki Þór Logason er verkefnastjóri öryggismála Reykjavíkurborgar.Stöð 2 Ásmundur Einarsson, framkvæmdastjóri rútufyrirtækisins, harmar atvikið og segir fyrirtækið greiða allt tjón. „Horfum hér á aðstæður sem Reykjavíkur býður upp á við fjölsóttan ferðamannastað. Hér er bara þröngt. Ungur ökumaður sem keyrir út á grasið, greinilega festir bílinn og panikkar. Það er eina skýringin sem ég hef,“ segir Ásmundur. Ásmundur Einarsson er framkvæmdastjóri ME TraveL.Stöð 2 Rútubílstjórinn reynslulitli mun líklega seint gleyma deginum því í hádeginu í gær ók hann rútunni inn á bannsvæði í miðborginni og ók þar niður steyptan staur.
Ferðaþjónusta Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Rúta ME travel sem sat pikkföst á túninu við Höfða í Reykjavík komst í ógöngur fyrr í dag. Þá var henni ekið á steyptan klump við Austurvöll en bannað er að aka rútum á því svæði í miðbæ Reykjavíkur. 20. febrúar 2025 14:41