Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2025 10:01 Kylian Mbappe og félagar í Real Madrid mæta annað hvort Atlético Madrid eða Bayer Leverkusen í sextán liða úrslitunum. Getty/Burak Akbulut Í dag kemur í ljós hvaða lið mætast í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fótbolta en dregið verður í höfuðstöðvum UEFA. Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin. Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast. Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid. Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal. Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00. UEFA The knockout bracket ahead of Friday's #UCLdraw 👀 pic.twitter.com/voAQys7uoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 19, 2025 Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira
Nú er nýtt fyrirkomulag í gangi í Meistaradeildinni og það teygir sig inn í sextán liða úrslitin. Hvert lið hefur því aðeins tvo mögulega mótherja þegar drátturinn fer fram. Allt fer það eftir í hvaða sæti liðinu enduðu í deildarkeppninni fyrr í vetur. Það verður þannig mjög fróðlegt að fylgjast með því hvort Real Madrid dragist á móti nágrönnunum í Atlético Madrid en það þýddi að sama skapi að þýsku liðin Bayern München og Bayer Leverkusen myndu mætast. Þarna erum við að tala um tvo svakalega nágrannaslagi. Það gæti líka verið þannig að Real Madrid myndi mæta Leverkusen og Bayern München spilaði við Atlético Madrid. Arsenal er alltaf á leið til Hollands því liðið lendir annað hvort á móti PSV Eindhoven eða Feyenoord. Internazionale fær það lið sem dregst ekki á móti Arsenal. Liverpool mætir annað hvort Paris Saint-Germain eða Benifca og Aston Villa spilar við annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Barcelona mætir liðinu sem dregst ekki á móti Liverpool. Hákon Arnar Haraldsson og félagar í Lille standa einmitt á móti Aston Villa í töflunni og mæta því annað hvort Bologna eða Borussia Dortmund. Drátturinn hefst klukkan 11.00 og það verður fylgst með honum hér á Vísi. Það er einnig dregið í Evrópudeildinni klukkan 12.00 og í Sambansdeildinni klukkan 13.00. UEFA The knockout bracket ahead of Friday's #UCLdraw 👀 pic.twitter.com/voAQys7uoI— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) February 19, 2025
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Enski boltinn Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Enski boltinn Arnar og Bjarki unnu golfmót Golf Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Fótbolti Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Real Oviedo - Real Madrid | Annar leikur Alonso Albert lagði upp mark Fiorentina Í beinni: FH - ÍBV | Sæti í efri hlutanum undir Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Leik lokið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Sjá meira