Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 15:56 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Vísir/Vilhelm Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta áformum um breytingar á tollflokkun pítsaosts íblönduðum jurtaolíu. Hann segir fyrri ríkisstjórn hafa keyrt málið í gegn án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin. Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun á pítsaosti íblönduðum jurtaolíu þannig að hann bæri þrjátíu prósenta toll. Félag atvinnurekenda sagði í tilkynningu að ákvörðunin hefði verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Í síðustu viku var Ísland svo sett á lista Evrópusambandsins yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í ESB-ríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Í kjölfarið birti fjármálaráðherra í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Hagsmunasamtök landbúnaðar- og matvælaframleiðanda á Íslandi mótmæltu áformunum harðlega og sögðu að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greindi svo frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að afturkalla áformin og hefja frekari skoðun málsins, og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmuni neytenda. Alþjóðlegar skuldbindingar verði virtar „Það eru nú ákveðin vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta þessu máli. Atvinnuvegaráðherrann boðar hins vegar „frekari skoðun og samráð við hagaðila“, sem er út af fyrir sig nýjung vegna þess að fyrri ríkisstjórn keyrði breytingar á tollflokkun vörunnar, sem um ræðir, í gegn með afskaplega lítilli og lélegri skoðun og án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin,“ segir Ólafur Stephensen í færslu á Facebook. Verði skoðun stjórnvalda raunverulega hlutlæg og fagleg hafi hann engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún hljóti að vera sú að alþjóðlegar skuldbindingar Íslands verði virtar, og milliríkjaviðskipti ekki sett í uppnám með því að fikta í tollskránni. Ólafur segir einnig í aðsendri grein á Vísi að það væri rangfærsla, að verið væri að svipta innlenda mjólkurframleiðslu einhverri vernd, sem hún hefði haft lengi. Það væri einungis verið að hverfa aftur til þess ástands sem ríkti hér á landi um langt árabil eftir að Evrópusambandið og Ísland sömdu sín á milli um tollfríðindi fyrir ýmsar unnar búvörur, þar á meðal blöndur af mjólkur- og jurtafeiti, og fram til miðs árs 2020. „Hann jókst hins vegar talsvert á árunum 2019-2020, fyrst og fremst vegna þess að á markaðinn komu ostablöndur sem eru samkeppnishæfar í gæðum við hreina mjólkurosta og á hagstæðu verði.“ Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ 18. febrúar 2025 16:50 Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. 14. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Árið 2020 breytti Skatturinn tollflokkun á pítsaosti íblönduðum jurtaolíu þannig að hann bæri þrjátíu prósenta toll. Félag atvinnurekenda sagði í tilkynningu að ákvörðunin hefði verið tekin undir þrýstingi frá fjármálaráðuneytinu, Bændasamtökum Íslands og Mjólkursamsölunni. Í síðustu viku var Ísland svo sett á lista Evrópusambandsins yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í ESB-ríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Í kjölfarið birti fjármálaráðherra í samráðsgátt áform um lagasetningu sem breytir tollflokkuninni aftur til fyrra horfs. Hagsmunasamtök landbúnaðar- og matvælaframleiðanda á Íslandi mótmæltu áformunum harðlega og sögðu að ef af þeim yrði myndi það hafa neikvæð áhrif á innlenda matvælaframleiðslu og samkeppnisstöðu íslenskra bænda. Hanna Katrín Friðriksson, atvinnuvegaráðherra, greindi svo frá því að tekin hefði verið ákvörðun um að afturkalla áformin og hefja frekari skoðun málsins, og eiga samráð við hagaðila með það að markmiði að geta sameinað alþjóðlegar skuldbindingar, hagsmuni bænda og hagsmuni neytenda. Alþjóðlegar skuldbindingar verði virtar „Það eru nú ákveðin vonbrigði að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fresta þessu máli. Atvinnuvegaráðherrann boðar hins vegar „frekari skoðun og samráð við hagaðila“, sem er út af fyrir sig nýjung vegna þess að fyrri ríkisstjórn keyrði breytingar á tollflokkun vörunnar, sem um ræðir, í gegn með afskaplega lítilli og lélegri skoðun og án samráðs við nokkurn mann nema Mjólkursamsöluna og Bændasamtökin,“ segir Ólafur Stephensen í færslu á Facebook. Verði skoðun stjórnvalda raunverulega hlutlæg og fagleg hafi hann engar áhyggjur af niðurstöðunni. Hún hljóti að vera sú að alþjóðlegar skuldbindingar Íslands verði virtar, og milliríkjaviðskipti ekki sett í uppnám með því að fikta í tollskránni. Ólafur segir einnig í aðsendri grein á Vísi að það væri rangfærsla, að verið væri að svipta innlenda mjólkurframleiðslu einhverri vernd, sem hún hefði haft lengi. Það væri einungis verið að hverfa aftur til þess ástands sem ríkti hér á landi um langt árabil eftir að Evrópusambandið og Ísland sömdu sín á milli um tollfríðindi fyrir ýmsar unnar búvörur, þar á meðal blöndur af mjólkur- og jurtafeiti, og fram til miðs árs 2020. „Hann jókst hins vegar talsvert á árunum 2019-2020, fyrst og fremst vegna þess að á markaðinn komu ostablöndur sem eru samkeppnishæfar í gæðum við hreina mjólkurosta og á hagstæðu verði.“
Neytendur Landbúnaður Skattar og tollar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02 „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ 18. febrúar 2025 16:50 Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. 14. febrúar 2025 13:26 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
„Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands líst ekkert á áform fjármálaráðherra um að fella niður toll á pitsaost blandaðan jurtaolíu. Með því sé verið að vernda heildsala og stórkaupmenn á kostnað mjólkurbænda. 17. febrúar 2025 15:02
„Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Þingflokksformaður Framsóknar segir áform fjármálaráðherra um að breyta tollflokkun pitsaosts íblönduðum jurtaolíu geta haft víðtæk og alvarleg áhrif á íslenska bændur og matvælaframleiðslu. „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta.“ 18. febrúar 2025 16:50
Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Evrópusambandið hefur í fyrsta sinn sett Ísland á lista yfir viðskiptahindranir, sem útflutningsfyrirtæki í Evrópusambandsríkjum eru beitt í ríkjum utan sambandsins. Ástæðan er ákvörðun Skattsins árið 2020 að breyta tollflokkun á pitsuosti með íblandaðri jurtaolíu. 14. febrúar 2025 13:26