Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Jón Ísak Ragnarsson skrifar 22. febrúar 2025 17:01 Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir að málefnasamningur nýs meirihluta í Reykjavík sé ófjármagnað, ókostnaðarmetið og ótímasett orðagjálfur. Hún óskar nýjum meirihluta góðs gengis en neitar því ekki að fimm flokka vinstri meirihluti sé mynstur sem hugnist henni síst. „Ég óska nýjum meirihluta borgarstjórnar góðs gengis og vona að þær vinni borgarbúum gagn næstu mánuði,“ sagði Hildur í færslu á samfélagsmiðlum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins var kynntur í gær á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flokkarnir kynntu málefnasamninginn „samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík.“ Engin áform um heilbrigðan húsnæðismarkað Hildur segir að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum snúi eingöngu að uppbyggingu á óhagnaðardrifnu og félagslegu húsnæði - og hjólhýsabyggð. „Engin áform um að byggja hér heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir meginþorra fólks - sem ekki þarf niðurgreitt húsnæði.“ „Eina mælanlega markmið sáttmálans er uppbygging 10.000 óhagnaðardrifinna íbúða í Úlfarsárdal í samvinnu við verkalýðsfélögin - en aðspurðar segja þær uppbygginguna geta tekið allt að 40 ár!“ Þá leggist meirihlutinn gegn leikskólum á vinnustöðum foreldra og tryggi þannig að biðlistar eftir plássum styttist ekki. Áherslur í samgöngumálum séu samhengislausar og ótímasettar, ljóst sé að áfram muni ríkja ófremdarástand í samgöngukerfi borgarinnar. „Þær segjast ætla að fara vel með opinbert fé en bera svo fram hverja útgjalda tillöguna á fætur annarri - eins og þá að koma upp 100 milljóna króna selalaug í Húsdýragarðinum!“ Hildur segir að borgin hefði þurft kraftmikinn og framkvæmdaglaðan meirihluta, sem láti ekki kreddur þvælast fyrir skynsemi og raunhæfum lausnum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var á svipuðu máli í gær. Hann segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga, en hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust á milli flokkanna fimm. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
„Ég óska nýjum meirihluta borgarstjórnar góðs gengis og vona að þær vinni borgarbúum gagn næstu mánuði,“ sagði Hildur í færslu á samfélagsmiðlum. Nýr borgarstjórnarmeirihluti Samfylkingar, Sósíalista, Pírata, Vinstri grænna og Flokks fólksins var kynntur í gær á blaðamannafundi í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flokkarnir kynntu málefnasamninginn „samstarfsyfirlýsing um lífsgæði í Reykjavík.“ Engin áform um heilbrigðan húsnæðismarkað Hildur segir að hugmyndir meirihlutans í húsnæðismálum snúi eingöngu að uppbyggingu á óhagnaðardrifnu og félagslegu húsnæði - og hjólhýsabyggð. „Engin áform um að byggja hér heilbrigðan húsnæðismarkað fyrir meginþorra fólks - sem ekki þarf niðurgreitt húsnæði.“ „Eina mælanlega markmið sáttmálans er uppbygging 10.000 óhagnaðardrifinna íbúða í Úlfarsárdal í samvinnu við verkalýðsfélögin - en aðspurðar segja þær uppbygginguna geta tekið allt að 40 ár!“ Þá leggist meirihlutinn gegn leikskólum á vinnustöðum foreldra og tryggi þannig að biðlistar eftir plássum styttist ekki. Áherslur í samgöngumálum séu samhengislausar og ótímasettar, ljóst sé að áfram muni ríkja ófremdarástand í samgöngukerfi borgarinnar. „Þær segjast ætla að fara vel með opinbert fé en bera svo fram hverja útgjalda tillöguna á fætur annarri - eins og þá að koma upp 100 milljóna króna selalaug í Húsdýragarðinum!“ Hildur segir að borgin hefði þurft kraftmikinn og framkvæmdaglaðan meirihluta, sem láti ekki kreddur þvælast fyrir skynsemi og raunhæfum lausnum. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, var á svipuðu máli í gær. Hann segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga, en hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust á milli flokkanna fimm.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira