„Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Hinrik Wöhler skrifar 22. febrúar 2025 18:30 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, óskar eftir því að stuðningsmenn fjölmenni í N1-höllina á morgun. vísir / anton brink Valur sigraði tékkneska liðið Slavia Prag með sjö mörkum í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta.Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, segir að sjö marka sigur hafi komið á óvart og var í skýjunum með varnarleik liðsins í dag. „Ég skal viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu. Mér fannst við spila frábærlega, varnarleikur var frábær hjá okkur og hrikalega góð vinnsla á allri línunni, að halda þessu liði í 21 einu marki er mjög sterkt. Við hlupum vel til baka og vorum ekki að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur þannig þetta var sanngjarn og góður sigur,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn í dag. Valskonur áttu stórbrotinn leik frá upphafi til enda fyrir utan stuttan kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þær fóru illa með góð færi og hefði Ágúst viljað sjá betri nýtingu í upphafi seinni hálfleiks. „Í upphafi seinni hálfleiks fórum við illa með færi, kannski fjögur eða fimm færi af línu og hefðum getað komið okkur í betri stöðu. Heilt yfir er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna og er ánægður með sjö marka sigur.“ Ágúst hélt áfram að ræða um byrjun seinni hálfleiks og segir að þetta hafi verið endurtekið stef hjá þeim á tímabilinu. „Það voru fyrstu sjö eða átta mínúturnar. Þetta hefur aðeins verið of oft hjá okkur að við byrjum seinni hálfleikinn eins og við erum að hita okkur upp fyrstu fimm mínúturnar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða en heilt yfir var frammistaða á alþjóðamælikvarða.“ Vilja standa fyrir sterkri liðsheild Thea Imani Sturludóttir var næstmarkahæst í leiknum með sjö mörk en hún fór gríðarlega vel af stað í dag og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. „Thea steig upp og átti í smá brasi og meiðslum en hún var góð. Margar voru að leggja í púkkið og það er það sem við viljum standa fyrir, sterka og góða liðsheild,“ sagði Ágúst. Varnarleikur Vals var gott sem upp á tíu og áttu tékknesku skytturnar í miklum erfiðleikum með að koma boltanum fram hjá hávörn Vals. Ágúst segir að leikplan sitt hafi gengið upp í vörninni. „Þær eru bara með rétthenda leikmenn og við viljum beina þeim til baka og náðum að koma í veg fyrir þær hreyfingar sem þær vilja fara í. Vörnin var algjörlega frábær en við þurfum við halda því til að klára þetta einvígi.“ „Þetta er reynslumikið og gott lið og geta komið til baka á morgun þannig við þurfum að halda rétt á spilunum á morgun,“ sagði Ágúst um síðari leik liðanna sem er á morgun á Hlíðarenda. Vill sjá 700 til 800 manns í stúkunni Valsarar eru vanir að halda stóra Evrópuleiki í N1-höllinni og var öllu tjaldað til fyrir leikinn í dag. Þjálfarinn hvetur stuðningsmenn að fjölmenna á seinni leik liðanna á morgun. „Við þurfum að spila af fullum krafti til að loka þessu einvígi og koma okkur í undanúrslit. Það er markmiðið en til þess þurfum að fá enn þá betri mætingu en við fengum í dag. Ég var fyrir vonbrigðum með mætinguna. Ég vona að fólk mæti á morgun og styðji við liðið og hjálpi stelpunum að komast í undanúrslit sem væri stórkostlegt afrek.“ „Ég vil fá 700 til 800 manns á morgun klukkan fjögur, umgjörðin er upp á tíu og það er frábær dagskrá. Ég vil sjá fólk fjölmenna á leikinn og tryggja liðinu sæti í undanúrslitum,“ sagði Ágúst og kom skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
„Ég skal viðurkenna að ég bjóst ekki við þessu. Mér fannst við spila frábærlega, varnarleikur var frábær hjá okkur og hrikalega góð vinnsla á allri línunni, að halda þessu liði í 21 einu marki er mjög sterkt. Við hlupum vel til baka og vorum ekki að fá mikið af hraðaupphlaupum á okkur þannig þetta var sanngjarn og góður sigur,“ sagði þjálfarinn eftir leikinn í dag. Valskonur áttu stórbrotinn leik frá upphafi til enda fyrir utan stuttan kafla í byrjun seinni hálfleiks. Þær fóru illa með góð færi og hefði Ágúst viljað sjá betri nýtingu í upphafi seinni hálfleiks. „Í upphafi seinni hálfleiks fórum við illa með færi, kannski fjögur eða fimm færi af línu og hefðum getað komið okkur í betri stöðu. Heilt yfir er ég gríðarlega sáttur með frammistöðuna og er ánægður með sjö marka sigur.“ Ágúst hélt áfram að ræða um byrjun seinni hálfleiks og segir að þetta hafi verið endurtekið stef hjá þeim á tímabilinu. „Það voru fyrstu sjö eða átta mínúturnar. Þetta hefur aðeins verið of oft hjá okkur að við byrjum seinni hálfleikinn eins og við erum að hita okkur upp fyrstu fimm mínúturnar. Það er eitthvað sem við þurfum að skoða en heilt yfir var frammistaða á alþjóðamælikvarða.“ Vilja standa fyrir sterkri liðsheild Thea Imani Sturludóttir var næstmarkahæst í leiknum með sjö mörk en hún fór gríðarlega vel af stað í dag og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. „Thea steig upp og átti í smá brasi og meiðslum en hún var góð. Margar voru að leggja í púkkið og það er það sem við viljum standa fyrir, sterka og góða liðsheild,“ sagði Ágúst. Varnarleikur Vals var gott sem upp á tíu og áttu tékknesku skytturnar í miklum erfiðleikum með að koma boltanum fram hjá hávörn Vals. Ágúst segir að leikplan sitt hafi gengið upp í vörninni. „Þær eru bara með rétthenda leikmenn og við viljum beina þeim til baka og náðum að koma í veg fyrir þær hreyfingar sem þær vilja fara í. Vörnin var algjörlega frábær en við þurfum við halda því til að klára þetta einvígi.“ „Þetta er reynslumikið og gott lið og geta komið til baka á morgun þannig við þurfum að halda rétt á spilunum á morgun,“ sagði Ágúst um síðari leik liðanna sem er á morgun á Hlíðarenda. Vill sjá 700 til 800 manns í stúkunni Valsarar eru vanir að halda stóra Evrópuleiki í N1-höllinni og var öllu tjaldað til fyrir leikinn í dag. Þjálfarinn hvetur stuðningsmenn að fjölmenna á seinni leik liðanna á morgun. „Við þurfum að spila af fullum krafti til að loka þessu einvígi og koma okkur í undanúrslit. Það er markmiðið en til þess þurfum að fá enn þá betri mætingu en við fengum í dag. Ég var fyrir vonbrigðum með mætinguna. Ég vona að fólk mæti á morgun og styðji við liðið og hjálpi stelpunum að komast í undanúrslit sem væri stórkostlegt afrek.“ „Ég vil fá 700 til 800 manns á morgun klukkan fjögur, umgjörðin er upp á tíu og það er frábær dagskrá. Ég vil sjá fólk fjölmenna á leikinn og tryggja liðinu sæti í undanúrslitum,“ sagði Ágúst og kom skilaboðum áleiðis til stuðningsmanna.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira