Andreeva tryggði sér sigur á móti í Dúbaí með því að vinna hina dönsku Clara Tauson í úrslitaleiknum, 7–6 og 6–1.
Andreeva hafði áður vakið mikla athygli á mótinu fyrir að slá út þrjá risamótssigurvegara á leið sinni í úrslitaleikinn. Ein af þeim var Iga Swiatek sem er í öðru sæti heimslistans. Hinar voru Marketa Vondrousova og Elena Rybakina.
The two youngest women to win a big title (Grand Slam, WTA 1000) this century:
— Bastien Fachan (@BastienFachan) February 22, 2025
17 years, 2 months - Maria Sharapova, Wimbledon 2004
17 years, 9 months - Mirra Andreeva, Dubai 2025
Sharapova was Andreeva’s childhood idol. ❤️ pic.twitter.com/i28J44LTJt
Andreeva kemst líka með þessum sigri í hóp tíu bestu tenniskvenna heims á heimslistanum.
„Ég setti mér það markmið að vera meðal tíu efstu í heimi fyrir lok ársins. Núna er febrúar að enda og ég er þegar búin að ná því. Það er alveg ótrúlegt,“ sagði Andreeva.
„Ég er bara svo ótrúlega ánægð með hvernig ég var að spila í dag. Ég var rosalega stressuð og það sást alveg í leiknum. Ég er samt svo ánægð að ná að ráða við pressuna. Það er stórkostlega tilfinning að vinna. Ég var búin að deyma um þetta og nú var draumurinn að ræast. Ég er eiginlega orðlaus,“ sagði Andreeva.
Eini táningurinn sem hafði unnið mótið í Dubaí var Spánverjinn Rafa Nadal árið 2006.
Mirra Andreeva thanks herself after winning Dubai title
— The Tennis Letter (@TheTennisLetter) February 22, 2025
“Last but not least, I’d like to thank me. 😂 I just want to thank me for always believing in me.”
Absolutely iconic.
pic.twitter.com/Xxks845iby