Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2025 12:00 Nii Lamptey, Ragnar Margeirsson og Michael Noonan eru allir meðal þeirra yngstu sem hafa skorað í Evrópukeppnunum í fótbolta. Getty/Skjámynd/Timarit.is Írinn Michael Noonan varð á dögunum næstyngsti leikmaðurinn til að skora í Evrópukeppnum karla. Þetta mark stráksins fékk menn til að fletta upp í sögubókunum og setja saman lista yfir þá allra yngstu. Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira
Noonan varð sá yngsti til að skora undir núverandi fyrirkomulagi en það var einn yngri meðal markaskorara sögunnar í öllum keppnum. Noonan var 16 ára og 197 daga þegar hann skoraði sigurmark Shamrock Rovers á móti Molde í fyrri leik liðanna í umspili Sambandsdeildarinnar en sá yngri var 107 dögum yngri en hann. Ganamaðurinn Nii Lamptey var aðeins 16 ára og 80 daga gamall þegar hann skoraði fyrir Anderlecht á móti Roma í mars 1991 í Evrópukeppni félagsliða. Í þriðja sætinu eru síðan Romelu Lukaku sem var 16 ára og 218 daga gamall þegar hann skoraði tvö mörk fyrir Anderlecht á móti Ajax í desember 2009. Ísland á líka flottan fulltrúa í fimmtánda sæti listans. Það sæti skipar Ragnar Margeirsson frá því að hann skoraði fyrir Keflavík á móti sænska liðinu Kalmar í Evrópukeppni félagsliða í september 1979. Ragnar var þá aðeins 17 ára og 36 daga gamall. Frétt um mark Ragnas Margeirssonar.Timarit.is/Morgunblaðið Þetta var fyrri leikur liðanna sem fór fram í Svíþjóð og endaði með 2-1 sigri Kalmar. Ragnar minnkaði muninn í eitt mark á 70. mínútu leiksins. „Ragnar Margeirsson, hinn 17 ára gamli sóknarleikmaður, sem átti stórkostlegan leik, skoraði mark Keflvíkinga á 70 mín. — Þá lék hann skemmtilega á tvo varnarmenn og siðan á markvörðinn og skoraði örugglega,“ sagði um markið í grein í Tímanum daginn eftir. „Hefur mark Ragnars vafalaust kitla njósnarana, sem eru sagðir fylgjast vel með uppgangi Ragnars,“ sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Ragnar fór í framhaldinu til þýska félagsins FC Homburg þar sem hann hóf atvinnumannaferil sinn. Hér fyrir neðan má sjá allan listann. View this post on Instagram A post shared by Transfermarkt 🇬🇧 (@transfermarkt.co.uk) Ragnar var einn af tíu knattspyrnumönnum sem fjallað var um í þáttunum Goðsagnir efstu deildar. Þættina má finna á Stöð 2+.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Evrópudeild UEFA Keflavík ÍF Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Newcastle | Harður slagur á Anfield Þreföld hálfleiksskipting og endurkoma hjá Chelsea Fiorentina tapaði fyrir meisturunum Beto bjargaði stigi á afmælisdaginn Öruggt hjá Arsenal á Elland Road og sjö stiga forskot Íslandsmeistararnir byrja vel og KR sótti sigur á Akureyri Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Sjá meira