20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 23. febrúar 2025 14:05 Fangelsinu á Litla Hrauni verður lokað þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á Stóra Hrauni. Mikið af byggingunum eru orðnar lélgar og verða þær rifnar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Nýtt öryggisfangelsi á Eyrarbakka mun þurfa jafn mikið af köldu og heitu vatni eins og þorpið á Stokkseyri eða Eyrarbakka eitt og sér. Núverandi fangelsi á Litla Hrauni verður lokað með tilkomu nýja fangelsisins, sem mun kosta um sautján milljarða króna í byggingu. Tuttugu til þrjátíu ný störf verða til í Árborg með nýja fangelsinu. Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti samhljóða á fundi í vikunni nýtt deiliskipulag fyrir nýtt öryggisfangelsi á Stóra Hrauni á Eyrarbakka skammt frá núverandi fangelsi á Litla Hrauni. Bygging í fyrsta áfanga mun skapa rými fyrir vistun allt að 100 fanga, með stækkunarmöguleikum upp í 128 fanga. Nýja fangelsið verður afmarkað með háum veggjum í kringum byggingar og fangelsið verður rúmlega helmingi stærra en Litla Hraun og gefur því möguleika á fjölgun starfa í Sveitarfélaginu Árborg. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið í ræðustól á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn. „Til hamingju með þetta. Þetta er stórt og mikilvægt skipulag fyrir okkar svæði. Það er mikil sátt tel ég allavega í samfélaginu fyrir fangelsi í okkar samfélagi og við höfum góða reynslu af starfseminni á Litla Hrauni,” sagði Sveinn Ægir og bætti við. „Mér finnst kannski aðdragandinn að þessu, sem er náttúrulega búin að vera einhver en aðdragandi okkar kjörnu fulltrúar hefur kannski ekki verið eins mikill og maður hefði viljað. Samskiptin við bæjarfulltrúa hefðu kannski mátt vera meiri frá ríkinu varðandi uppbygginguna. Við erum að tala um að þetta fangelsi er jafnvel að taka jafn mikla orku bæði af köldu og heitu vatni og bara Stokkseyri eitt og sér eða Eyrarbakki eitt og sér. Þetta eru gríðarlegir innviðir, sem sveitarfélagið þarf að ráðast í svo þetta fangelsi geti fengið það sem það þarf.” Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar fjallaði m.a. um nýja öryggisfangelsið á fundi bæjarstjórnar á miðvikudaginn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Í dag vinna um 70 starfsmenn á Litla Hrauni en öll starfsemi þar leggst niður með nýja fangelsinu og mun starfsfólkið færast þangað yfir, auk þess sem það þarf að ráða tuttugu til þrjátíu starfsmenn í viðbót þegar nýja öryggisfangelsið verður tekið í notkun á síðasta ársfjórðungi ársins 2028 ef allt gengur upp. Hér má sjá hvar nýja fangelsið verður byggt eða innan rauðu línanna.Aðsend
Árborg Vinnumarkaður Fangelsismál Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira