Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar 23. febrúar 2025 17:31 Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Ingunn Björnsdóttir Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, fyrrverandi frambjóðandi til þings og starfandi þingmaður í líklega dagpart eftir að Alþingi kom saman, telur plasttappamálið sem rætt var á Alþingi ekki útrætt. Hann skrifar um það grein á visir.is, undir yfirskriftinni „Áfastur plasttappi lýðræðisins“. Þar gerir hann mikið úr því að þetta þjóðþrifamál (sem teygir anga sína reyndar um alla Evrópu) hafi verið til umræðu í þinginu í 4 klukkustundir og 36 mínútur. Ég skil að honum sárni tímalengdin, enda hefur hún líklega farið fram úr þeim tíma sem hann sjálfur sat á Alþingi eftir að það kom saman eftir kosningar. En ég skil yfirskriftina ekki, þ.e. hvað spurningin um plasttappana hefur með lýðræði að gera. Og ég skil eiginlega heldur ekki að Þórður Snær geri úr því opinbert mál, og það langt mál, að honum sárni tímalengdin. Greinin er ekki kjarnyrt. Kjarnyrt þýðir stuttort, gagnort og beitt. Eeeen ... mér þykir samt vænt um að Þórður Snær tekur þetta þjóðþrifamál upp á arma sína. Ég hef nefnilega viðbótartillögur handa honum til að berjast fyrir úr stóli framkvæmdastjóra þingflokks. Ég hef hugsað þetta mikið, þetta með tappana. Enda er þetta samevrópskt áherslumál, eins og Þórður Snær bendir réttilega á. Þetta mun upphaflega til komið út af því að tapparnir áttu það áður til að villast frá flöskum sínum. Næsta skref hlýtur því að vera að beita hvern þann sektum sem rýfur naflastrenginn milli flöskunnar og tappans. Enda færir Þórður Snær rök fyrir því í grein sinni að slíkt væri eðlilegt næsta skref, þó hann nefni það ekki berum orðum. Ég vil einnig, fyrir hönd frústraðra Tupperware* eigenda, beina því til Þórðar Snæs að berjast fyrir að fyrirtækinu verði gert að setja sams konar naflastreng milli dollunnar og loksins svo að hægt verði að útrýma vandamálinu með loklausar dollur og lok sem ekki passa á neitt. Aðrir plastdolluframleiðendur fylgi svo í kjölfarið. Og krafa verði um rammgerða keðju milli glerkrukku og loks. Og að lokum, til að koma í veg fyrir hið hvimleiða sokkaát þvottavéla: að svipaður naflastrengur, af hæfilegri lengd, verði settur á milli tveggja samstæðra sokka til að koma í veg fyrir öll sokkapara-skilnaðarmál. Ef lengdin er rétt stillt mun sú hliðarverkun verða að allir sem ganga í sokkum verða eftir breytinguna með kvenlegra göngulag en áður (og þarf þá ekki lengur þröng pils til að ná þeim áhrifum fram). Þórður Snær tilfærir undir lok greinar sinnar sína söguskýringu á því hvers vegna tillaga orkumálaráðherra um að ríkið ákveði fyrir fólk hvort tappar skuli áfastir flöskum sínum eða ekki sé svo gáfuleg að ekki eigi að sóa tíma þingsins í að ræða hana. Ég veit ekkert hvort skýringin sem Þórður Snær setur fram sé réttari en túlkun hans á upplýsingum úr sjúkraskýrslum, eða gamlir palladómar hans um þjóðþekkt fólk, nú eða skýringar hans varðandi (þáverandi) kvenmannsleysi sitt. En tel, af fenginni reynslu, ekki rétt að trúa gagnrýnislaust því sem hann setur fram. Ef hins vegar skýringin skyldi vera rétt og að stjórnarliðar hafi alls ekkert viljað ræða þetta, þá má alveg velta fyrir sér hvort stjórnarliðar hafi næga stjórn á liði sínu eða ekki. Margir áttu aðild að þessari meintu tímaeyðslu og skorti þar ekki þátttöku stjórnarliða. *Ef Tupperware skyldi farið á hausinn, eins og einhverjir fréttamiðlar hafa haldið fram, þá má alltaf gera þessa kröfu í þrotabúið. Höfundur er áhugakona um þjóðþrifamál
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun