„Við vorum yfirspenntar“ Hinrik Wöhler skrifar 23. febrúar 2025 18:30 Hafdís Renötudóttir varði 18 skot í marki Vals í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum EHF-bikarsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hafdís Renötudóttir átti stórleik í marki Vals þegar liðið tryggði sér í undanúrslit Evrópubikarkeppni kvenna í handbolta í dag. Valur gerði jafntefli við tékkneska liðið Slavia Prag, 22-22, í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum og sigraði einvígið samtals með sjö mörkum. Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum. Valur EHF-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Valur sigraði fyrri leikinn örugglega með sjö mörkum en þær áttu erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og voru um tíma sex mörkum undir. „Þetta var ótrúlega erfiður leikur, það var erfitt að vera undir og vita hvað væri undir. Þannig að við settum bara í næsta gír í seinni hálfleik og ákváðum að láta þær ekki taka okkur í nefið,“ sagði Hafdís eftir leikinn í dag. Markvörðurinn segir að þær hafi verið mögulega verið of spenntar í fyrri hálfleik en þær hafi náð að stilla saman strengi í hálfleik. „Við vorum yfirspenntar og ég held að það hafi sést í fyrri hálfleik. Við tókum nokkra andardrætti í hálfleik og ákváðum að vinna seinni hálfleik.“ Hafdís varði eins og berserkur í seinni hálfleik og endaði leikinn með 18 varin skot eða 46% markvörslu. „Við fengum betri markvörslu, það var alveg á hreinu. Við vorum aðeins léttari í slúttunum,“ sagði Hafdís um seinni hálfleikinn. Valskonur fagna eftir jafntefli við Slavia Prag í N1-höllinni í dag.Vísir/Pawel Cieslikiewicz Hún var ósátt með hægri hornamann Slaviu Prag þegar hún fékk skot nálægt andlitinu og las henni pistilinn. „Ég er með mjög mikið jafnaðargeð en þegar leikmenn skjóta nálægt andlitinu, ég náði þó að koma hendinni fyrir andlitið, en þá sagði ég við hana eitthvað fallegt á íslensku og hún hljóp í burtu,“ sagði Hafdís þegar hún spurð út í atvikið. Mæta liði frá Slóvakíu í undanúrslitum Mótherji Vals í undanúrslitum verður slóvakíska liðið Iuventa Michalovce og Hafdís segir að hún kíkt lauslega á næstu mótherja. „Það var dregið í síðasta mánuði og þá sá ég hvaða andstæðing við myndum fá í undanúrslitum. Ég var aðeins búin að kíkja á þær en þær eru í öðru sæti í deildinni og við ætlum að mæta og vinna þær.“ Það er skammt stórra högga á milli hjá Valskonum um þessar mundir en þær etja kappi á fimmtudaginn í undanúrslitum Powerade-bikarsins. „Evrópu- og bikarleikir, mikið um stórleiki og stór lið sem við erum að fara mæta. Ég segi bara áfram gakk og við tökum þetta,“ sagði markvörðurinn að lokum.
Valur EHF-bikarinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira