Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 13:36 Nigel Farage, leiðtogi Umbótaflokksins, á ráðstefnu bandarískra íhaldsmanna. Fyrrverandi oddviti flokks hans í Wales sætir nú ákæru fyrir að þiggja mútur fyrir að dreifa áróðri Rússa. Vísir/EPA Fyrrverandi leiðtogi flokks Nigels Farage í Wales hefur verið ákærður fyrir að þiggja mútur fyrir að halda uppi áróðri Rússa um Úkraínu á Evrópuþinginu. Talsmaður flokksins segir manninn ekki lengur félaga í honum. Nathan Gill kom fyrir dómara í Westminster til þess að svara fyrir ákæruna á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa tekið við mútum í skiptum fyrir að styðja málflutning stjórnvalda í Kreml um atburði í Úkraínu í ræðum í Evrópuþinginu og í skoðanagreinum. Þetta á Gill að hafa gert þegar hann var Evrópuþingmaður fyrir Breska sjálfstæðisflokkinn (Ukip) og Brexit-flokkinn, forvera Umbótaflokks (e. Reform UK) Farage sem var helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, allt til ársins 2020. Ákæruvaldið sagði að Gill hefði verið stöðvaður á Manchester-flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga í september 2021. Í kjölfarið fundust gögn í síma hans um að hann hefði verið í sambandi við úkraínskan stjórnmálamann sem hefði mútað honum til að segja tiltekna hluti á Evrópuþinginu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirlýsingum hans á Evrópuþinginu hafi verið ætlað að koma Rússum til góða varðandi þá atburði sem þá áttu sér stað í Úkraínu. Úkraínski stjórnmálamaðurinn tilheyrði flokki á úkraínska þinginu sem er hallur undir Rússland. Gill gengur laus gegn tryggingu en hann þurfti að skila vegabréfi sínu, má ekki ferðast erlendis og má ekki hafa samband við úkraínska stjórnmálamanninn. Talsmaður Umbótaflokksins segir Gill ekki félaga í honum lengur. Gill leiddi flokkinn í kosningum til velska þingsins árið 2021. BBC segir ekki ljóst hvenær Gill hætti sem leiðtogi flokksins í Wales en það embætti hafi ekki verið til í einhvern tíma. Bretland Rússland Efnahagsbrot Evrópusambandið Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Nathan Gill kom fyrir dómara í Westminster til þess að svara fyrir ákæruna á hendur honum. Hann er sakaður um að hafa tekið við mútum í skiptum fyrir að styðja málflutning stjórnvalda í Kreml um atburði í Úkraínu í ræðum í Evrópuþinginu og í skoðanagreinum. Þetta á Gill að hafa gert þegar hann var Evrópuþingmaður fyrir Breska sjálfstæðisflokkinn (Ukip) og Brexit-flokkinn, forvera Umbótaflokks (e. Reform UK) Farage sem var helsti talsmaður útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, allt til ársins 2020. Ákæruvaldið sagði að Gill hefði verið stöðvaður á Manchester-flugvelli á grundvelli hryðjuverkalaga í september 2021. Í kjölfarið fundust gögn í síma hans um að hann hefði verið í sambandi við úkraínskan stjórnmálamann sem hefði mútað honum til að segja tiltekna hluti á Evrópuþinginu, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Yfirlýsingum hans á Evrópuþinginu hafi verið ætlað að koma Rússum til góða varðandi þá atburði sem þá áttu sér stað í Úkraínu. Úkraínski stjórnmálamaðurinn tilheyrði flokki á úkraínska þinginu sem er hallur undir Rússland. Gill gengur laus gegn tryggingu en hann þurfti að skila vegabréfi sínu, má ekki ferðast erlendis og má ekki hafa samband við úkraínska stjórnmálamanninn. Talsmaður Umbótaflokksins segir Gill ekki félaga í honum lengur. Gill leiddi flokkinn í kosningum til velska þingsins árið 2021. BBC segir ekki ljóst hvenær Gill hætti sem leiðtogi flokksins í Wales en það embætti hafi ekki verið til í einhvern tíma.
Bretland Rússland Efnahagsbrot Evrópusambandið Mest lesið Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Erlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sjá meira