Erlent

Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu

Atli Ísleifsson skrifar
Framkvæmdir við gerð búarinnar í Anseong hafa staðið yfir síðustu misserin.
Framkvæmdir við gerð búarinnar í Anseong hafa staðið yfir síðustu misserin. AP

Að minnsta kosti fjórir eru látnir og nokkur fjöldi er slasaður eftir að hluti brúar hrundi í suður-kóresku borginni Anseong í nótt. Talið er að tíu verkamenn hið minnsta hafi fallið af brúnni sem er í smíði.

Suður-kóreskir fjölmiðlar greina frá því að sumir þeirra sem féllu af brúnni séu mjög alvarlega slasaðir. Ekki liggur fyrir hvað varð til þess að brúin hrundi en vitað er að fimmtíu metra hár brúarstólpi gaf sig.

Tveir hinna látnu eru sagðir kínverskir verkamenn og tveir suður-kóreskir. Einn hinna slösuðu verkamanna er sömuleiðis sagður vera kínverskur.

Framkvæmdir standa nú yfir við gerð brúarinnar í Anseong sem er að finna um 65 kílómetra suður af höfuðborginni Seúl.

AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×