„Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. febrúar 2025 06:46 Það var létt yfir viðsemjendum í Karphúsinu í nótt. Vísir/Vilhelm Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar sveitarfélaganna, var að vonum ánægð með nýgerðan kjarasamning við kennara í nótt. Lögð hefði verið fram ný tillaga í gær er varðaði forsenduákvæðin, sem hefði breytt öllu. Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“ Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Um væri að ræða forsendunefnd, sem myndi hjálpa við að greiða úr deilum sem gætu komið upp og minnkaði verulega líkurnar á því að samningnum yrði sagt upp. „Við vorum mjög sátt við það og kennarar líka. Það varð til þess að við náðum saman,“ sagði Inga í Karphúsinu í nótt. „Já já, ekki spurning. Þetta er mikil breyting frá föstudeginum og bara spennandi tímar framundan í samvinnu við kennara,“ svaraði hún, spurð að því hvort þetta hefði þá markað breytingu frá miðlunartillögunni sem lá fyrir í síðustu viku. Miðlunartillagan eins og hún var hefði gert kennurum auðveldara fyrir að segja samningnum upp. „Við erum að horfa á samvinnu núna, á samningstímabilinu, um umbætur í kjarasamningum kennara, virðistmatsvegferðina, sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir kennara. Og við bara horfum björtum augum fram á veginn,“ sagði Inga. Samningurinn gildir til 30. mars 2028 en ef forsendur brestur verður hægt að segja honum upp í fyrsta lagi 1. mars 2027. Að sögn Ingu var efnt til stjórnarfundar í gær til að „stilla saman strengi“ og var það niðurstaða fundarins að ganga að samningnum eins og hann lá þá fyrir. Menn gengju einbeittir til vinnu með kennurum og vonuðust til að vegferðin yrði öllum til góða. „Það var þetta sem þurfti til að velta steininum,“ segir hún um forsendunefndina. „Og við erum bara mjög sátt að það hafi gerst og bara vonum að þetta gangi allt eftir.“ Inga játti því að kennarar væru þarna að fá meira en aðrir en þeir ættu leiðréttingar inni. Framhaldið myndi velta á virðistmatinu, sem aðrir hópar hefðu einnig farið í gegnum. Spurð að því hvort samningurinn myndi mögulega valda óróa hjá öðrum viðsemjendum sveitarfélagana ítrekaði hún að um leiðréttingu væri að ræða. „Þannig að nei. Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina og við erum að taka þetta stóra skref með þennan hóp núna, kennara, sem við höfum lengi óskað að fá inn í virðismat. Nú er það loksins að gerast.“
Kennaraverkfall 2024-25 Skóla- og menntamál Framhaldsskólar Grunnskólar Leikskólar Kjaramál Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira