Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Sindri Sverrisson skrifar 25. febrúar 2025 16:47 Eugénie Le Sommer og Glódís Perla Viggósdóttir leika báðar tímamótaleik í kvöld, svo framarlega sem þær koma við sögu eins og búast má við. Samsett/Getty Eugénie Le Sommer hefur skorað þrjú mörk gegn Íslandi á sínum magnaða ferli. Hún mun slá stórt met með því að spila fyrir Frakka gegn Íslendingum í Þjóðadeild UEFA í fótbolta í kvöld, í Le Mans. Glódís Perla Viggósdóttir spilar jafnframt tímamótaleik. Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira
Le Sommer spilar sinn 199. A-landsleik í kvöld og slær þar með leikjamet Sandrine Soubeyrand hjá franska landsliðinu. Í þessum leikjum hefur þessi 35 ára sóknarmaður skorað 94 mörk sem er einnig met hjá franska landsliðinu. Eitt þessara marka kom af vítapunktinum þegar hún tryggði Frökkum sigur gegn Íslandi á EM 2017 í Hollandi, og tvö markanna komu í 4-0 sigri gegn Íslandi í vináttulandsleik haustið 2019. „Svona áfangi næst ekki fyrir einhverja tilviljun. Hún hefur haft stuðning fjölskyldu sinnar og fært margar fórnir frá því að hún var á unglingsaldri. Hún hefur lagt á sig svo mikla vinnu sem fólk sér ekki. Enn þann dag í dag sjáum við hana æfa sig aukalega fyrir eða eftir æfingar, sérstaklega fyrir framan markið,“ sagði Laurent Bonadei, þjálfari Frakka. Spilað mun fleiri leiki en methafi karlaliðsins Le Sommer lék sinn fyrsta A-landsleik í febrúar 2009 þegar hún kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri gegn Írlandi. L'Equipe bendir á að Le Sommer hafi með leiknum í kvöld spilað 54 landsleikjum meira en Hugo Lloris sem á leikjametið hjá karlalandsliði Frakklands. Fyrir því séu nokkrar ástæður og þar á meðal sú að á síðustu tíu árum hafi franska kvennalandsliðið spilað 150 leiki en karlalandsliðið 134. Þá séu færri yngri landslið hjá konunum og þær taki fyrr stökkið upp í A-landslið. Auk þess sé samkeppni um stöður minni en á síðustu leiktíð var franska knattspyrnusambandið með 2.384.192 leikmenn á skrá og þar af voru 10,5 prósent konur, eða 251.299. Sara enn leikjahæst Íslands en Glódís nálgast Sara Björk Gunnarsdóttir á leikjametið hjá Íslandi en hún spilaði 145 A-landsleiki áður en landsliðsskórnir fóru á hilluna í ársbyrjun 2023. Glódís Perla Viggósdóttir verður næstleikjahæst í kvöld þegar hún spilar sinn 134. A-landsleik en Katrín Jónsdóttir átti áður metið með því að spila 133 A-landsleiki á sínum ferli. Allar þrjár eiga það einnig sameiginlegt að hafa verið fyrirliðar íslenska landsliðsins. Leikur Frakklands og Íslands hefst klukkan 20:10 í kvöld og verður í beinni textalýsingu á Vísi en sýndur á RÚV 2.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Handbolti 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Nott. Forest - Man. Utd | Liðin í þriðja og þrettánda Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Úthúðar þjálfaranum: Fékk betri æfingar í flóttamannabúðunum Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Sagði Fernandes að hann færi hvergi Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ 570 milljóna uppsafnað tap hjá Everton Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Sjá meira