Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2025 16:30 Tryggvi Hjaltason veitir fágæta innsýn í starf lögreglumanna en meðal þess sem hann rekur í tíu atriða lista er að hann varð hreinlega veikur þegar hann starfaði að kynferðisbrotum gegn börnum. vísir/arnar Tryggvi Hjaltason, formaður Hugverkaráðs Samtaka iðnaðarins og starfsmaður greiningardeildar CCP, gerir upp tíma sinn í lögreglunni og hvað það var sem hann tók helst úr því starfinu. Meðal eftirtektarverðra tíu atriða sem Tryggvi tekur út úr starfinu er að konur á miðjum aldri séu þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna. Tryggvi skrifar færslu á Facebook þar sem hann greinir frá því að nú séu þrettán ár síðan hann útskrifaðist sem lögreglumaður. Hann segist hafa farið í lögregluskóla samhliða masternámi í fjármálum einfaldlega vegna þess að honum leiddist í því námi. „Lögregluskólinn var mun skemmtilegri,“ segir Tryggvi og rekur að hann hafi starfað náið með eftirfarandi stofnunum lögreglunnar: Lögreglunni í Vestmannaeyjum, Rannsókn á höfuðborgarsvæðinu (Hverfisgötu), Ríkislögreglustjóra, Embætti sérstaks saksóknara, sérveitinni (fylgdi henni í tvær vikur, var ekki í henni) og svo kynferðisbrotadeild. Með öðrum orðum, hann ætti að vita um hvað hann er að tala. Og þá er komið að því sem Tryggvi taldi sig helst hafa lært í lögreglunni en þetta listar hann upp í tíu atriðum, líflexíur, en þetta má heita fágæt sýn í starf lögregluþjóna: Drukknir Íslendingar bera enga virðingu fyrir valdi og hlusta almennt ekkert á hvað lögreglumenn segja. Eitt algengasta mynstrið með unga stráka (13-18) sem voru komnir í hörð afbrot var að pabbinn var fjarverandi í lífinu þeirra. Algengasti fyrirlestur sem ég heyrði aftur í lögreglubíl frá einstaklingum sem voru handteknir fyrir eignaspjöll eða ofbeldi var hversu frábært kannabis væri (og hollt). Algengasti fyrirlesturinn sem ég heyrði frá einstaklingum sem voru í einhverskonar raunveruleikarofi og voru að valda sjálfum sér eða öðrum hættu var hversu frábærir sveppir væru (og hollir). Þeir sem áreita karlkyns lögreglumenn mest eru konur á miðjum aldri. Langflestir lögreglumenn eru góðir einstaklingar tilbúnir að fórna sér fyrir aðra. En það þarf að vera auðveldara að reka slæma lögreglumenn. Sérstaklega þá sem verða æstir hratt á vettvangi og njóta þess að valdbeita aðra. Sem nemi sá ég tvo slíka í starfi og það var glatað. Þegar það þarf að handtaka fólk þá er það bras, því meirihluti fólks sem er handtekið er undir áhrifum og streitist á móti. Þetta er oft hættulegasti hluti lögreglustarfsins og erfiður viðfangs. Margir lögreglumenn fá áverka við handtökur eins og marbletti, tognanir og rispur sem þeir vilja ekki tala um. Reyndir lögreglumenn hafa oft ljótan svartan húmor sem ég átti alltaf erfitt með. Ég lærði seinna af afbrotasálfræðingi að þetta er kallað „psychohygenic“ húmor og er leið til að losa um áföll í litlum skömmtum. Þetta er þekkt í stéttum sem takast á við dauðsföll og ofbeldi reglulega. Ég gat líkamlega ekki unnið við rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum. Ég varð hreinlega veikur, óglatt og svaf ekki. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem geta rannsakað slík mál. Það er það erfiðasta sem ég hef starfað við á ævinni. Í flestum málum eru frásagnir brotaþola og sakbornings ólíkar og oft mjög ólíkar. Upplifun fólks af raunveruleikanum er augljóslega ólík og flestir eru því miður ekki mjög áreiðanleg vitni (sem sést t.d. þegar fólk kemur með vitnisburð en síðan eru til myndbandsupptökur af vettvangi). Tryggvi segir lögreglustarfið skemmtilegt, orkugefandi en einnig lýjandi, erfitt, tilgangsríkt, hættulegt, óvænt og spanni allt frá mjög rólegum dögum sem gæti verið næturvakt á virkum degi í smábæ yfir í mikla álagsdaga sem eru til að mynda næturvaktir um „stórar helgar“ í Reykjavík. „Ég hef ekki starfað í lögreglunni síðan í september 2015 og ég sakna þess oft. Ég hef alla tíð síðan borið mikla virðingu fyrir lögreglunni.“ Samfélagsmiðlar Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Tryggvi skrifar færslu á Facebook þar sem hann greinir frá því að nú séu þrettán ár síðan hann útskrifaðist sem lögreglumaður. Hann segist hafa farið í lögregluskóla samhliða masternámi í fjármálum einfaldlega vegna þess að honum leiddist í því námi. „Lögregluskólinn var mun skemmtilegri,“ segir Tryggvi og rekur að hann hafi starfað náið með eftirfarandi stofnunum lögreglunnar: Lögreglunni í Vestmannaeyjum, Rannsókn á höfuðborgarsvæðinu (Hverfisgötu), Ríkislögreglustjóra, Embætti sérstaks saksóknara, sérveitinni (fylgdi henni í tvær vikur, var ekki í henni) og svo kynferðisbrotadeild. Með öðrum orðum, hann ætti að vita um hvað hann er að tala. Og þá er komið að því sem Tryggvi taldi sig helst hafa lært í lögreglunni en þetta listar hann upp í tíu atriðum, líflexíur, en þetta má heita fágæt sýn í starf lögregluþjóna: Drukknir Íslendingar bera enga virðingu fyrir valdi og hlusta almennt ekkert á hvað lögreglumenn segja. Eitt algengasta mynstrið með unga stráka (13-18) sem voru komnir í hörð afbrot var að pabbinn var fjarverandi í lífinu þeirra. Algengasti fyrirlestur sem ég heyrði aftur í lögreglubíl frá einstaklingum sem voru handteknir fyrir eignaspjöll eða ofbeldi var hversu frábært kannabis væri (og hollt). Algengasti fyrirlesturinn sem ég heyrði frá einstaklingum sem voru í einhverskonar raunveruleikarofi og voru að valda sjálfum sér eða öðrum hættu var hversu frábærir sveppir væru (og hollir). Þeir sem áreita karlkyns lögreglumenn mest eru konur á miðjum aldri. Langflestir lögreglumenn eru góðir einstaklingar tilbúnir að fórna sér fyrir aðra. En það þarf að vera auðveldara að reka slæma lögreglumenn. Sérstaklega þá sem verða æstir hratt á vettvangi og njóta þess að valdbeita aðra. Sem nemi sá ég tvo slíka í starfi og það var glatað. Þegar það þarf að handtaka fólk þá er það bras, því meirihluti fólks sem er handtekið er undir áhrifum og streitist á móti. Þetta er oft hættulegasti hluti lögreglustarfsins og erfiður viðfangs. Margir lögreglumenn fá áverka við handtökur eins og marbletti, tognanir og rispur sem þeir vilja ekki tala um. Reyndir lögreglumenn hafa oft ljótan svartan húmor sem ég átti alltaf erfitt með. Ég lærði seinna af afbrotasálfræðingi að þetta er kallað „psychohygenic“ húmor og er leið til að losa um áföll í litlum skömmtum. Þetta er þekkt í stéttum sem takast á við dauðsföll og ofbeldi reglulega. Ég gat líkamlega ekki unnið við rannsóknir á kynferðisbrotum gegn börnum. Ég varð hreinlega veikur, óglatt og svaf ekki. Ég ber ómælda virðingu fyrir þeim sem geta rannsakað slík mál. Það er það erfiðasta sem ég hef starfað við á ævinni. Í flestum málum eru frásagnir brotaþola og sakbornings ólíkar og oft mjög ólíkar. Upplifun fólks af raunveruleikanum er augljóslega ólík og flestir eru því miður ekki mjög áreiðanleg vitni (sem sést t.d. þegar fólk kemur með vitnisburð en síðan eru til myndbandsupptökur af vettvangi). Tryggvi segir lögreglustarfið skemmtilegt, orkugefandi en einnig lýjandi, erfitt, tilgangsríkt, hættulegt, óvænt og spanni allt frá mjög rólegum dögum sem gæti verið næturvakt á virkum degi í smábæ yfir í mikla álagsdaga sem eru til að mynda næturvaktir um „stórar helgar“ í Reykjavík. „Ég hef ekki starfað í lögreglunni síðan í september 2015 og ég sakna þess oft. Ég hef alla tíð síðan borið mikla virðingu fyrir lögreglunni.“
Samfélagsmiðlar Lögreglan Lögreglumál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira