Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Árni Sæberg skrifar 26. febrúar 2025 15:05 Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í áralangri deilu Símans við Samkeppniseftirlitið. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hæfur dæmt Símann til að greiða fjögur hundruð milljónir króna í stjórnvaldssekt vegna samkeppnislagabrota í tengslum við sölu á enska boltanum. Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp klukkan 15 en hefur ekki enn verið birtur. Því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Tveir hæstaréttardómarar skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta dóm Landsréttar. Málskostnaður milli aðila var felldur niður. Landsréttur hafði staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Síminn hefði ekki brotið gegn ákvæðum sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport. Þar með felldi Landsréttur ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi, sem hafði lagt 500 milljóna króna sekt á Símann. Í kjölfarið skaut Síminn því til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektina í 200 milljónir. Sögðu dóminn draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar um að taka málið fyrir sagði að Samkeppniseftirlitið hefði byggt á því að úrslit málsins hefðu verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varðaði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hefði vísað til þess að dómur Landsréttar drægi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarkaði möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þyrfti fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt teldi eftirlitið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar væru skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunarefndar samkeppnismála og dómstóla. Hafi fordæmisgildi Enn fremur væri málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins yrði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt. Síminn Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Dómur Hæstaréttar var kveðinn upp klukkan 15 en hefur ekki enn verið birtur. Því liggja forsendur hans ekki fyrir að svo stöddu. Tveir hæstaréttardómarar skiluðu sératkvæði og vildu staðfesta dóm Landsréttar. Málskostnaður milli aðila var felldur niður. Landsréttur hafði staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Síminn hefði ekki brotið gegn ákvæðum sáttar við Samkeppniseftirlitið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og línulega sjónvarpsþjónustu, enska boltann á Símanum Sport. Þar með felldi Landsréttur ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi, sem hafði lagt 500 milljóna króna sekt á Símann. Í kjölfarið skaut Síminn því til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem lækkaði sektina í 200 milljónir. Sögðu dóminn draga tennurnar úr eftirlitinu Í ákvörðun Hæstaréttar um að taka málið fyrir sagði að Samkeppniseftirlitið hefði byggt á því að úrslit málsins hefðu verulega almenna þýðingu fyrir beitingu samkeppnisreglna og varðaði afar mikilvæga almannahagsmuni. Eftirlitið hefði vísað til þess að dómur Landsréttar drægi úr skilvirkri framkvæmd samkeppnisréttar og takmarkaði möguleika Samkeppniseftirlitsins til þess að gæta almannahagsmuna með gerð stjórnvaldssátta. Ef ákvæði sáttar yrðu túlkuð með þeim hætti að sýna þyrfti fram á sömu atriði og við beitingu tiltekinnar greinar samkeppnislaga myndi ekki þjóna neinum tilgangi að ljúka málum með sátt. Jafnframt teldi eftirlitið að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi og efni. Ákvæði sáttarinnar væru skýrð án tillits til forsögu, úrlausna Samkeppniseftirlitsins, áfrýjunarefndar samkeppnismála og dómstóla. Hafi fordæmisgildi Enn fremur væri málsatvikalýsingu í dómi Landsréttar ábótavant og ekki tekin afstaða til fjölmargra málsástæðna eftirlitsins og rökstuðningi dómsins því áfátt. Að virtum gögnum málsins yrði talið að dómur í því geti haft fordæmisgildi, einkum um réttaráhrif og túlkun stjórnvaldssátta á sviði samkeppnisréttar. Beiðni um áfrýjunarleyfi var því samþykkt.
Síminn Samkeppnismál Dómsmál Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira