„Ég elska að vera á Íslandi“ Sindri Sverrisson skrifar 27. febrúar 2025 11:03 Craig Pedersen kallar skipanir í sigrinum gegn Tyrkjum á sunnudag sem skilaði Íslandi á EM í þriðja sinn. vísir/Anton Craig Pedersen er eins og margir aðrir enn í skýjunum eftir að hann stýrði Íslandi inn á lokakeppni EM í körfubolta í þriðja sinn, með sigrinum gegn Tyrklandi á sunnudaginn. Tap hefði getað þýtt kveðjustund og því voru tár á hvarmi enda þykir honum afar annt um Ísland og segir fjölskyldu sína njóta hverrar heimsóknar til landsins. Kanadamaðurinn Pedersen, sem búið hefur í Danmörku um langt árabil, hefur þjálfað Ísland í heil ellefu ár sem er einsdæmi. Hann hefur notið tímans í botn en viðurkennir að ef að leikurinn við Tyrki hefði tapast, og Ísland því ekki komist á EM, þá hefði það mögulega verið hans síðasti leikur sem landsliðsþjálfari Íslands. „Ég velti því aðeins fyrir mér, því þannig er þetta stundum í þjálfun. En sem betur fer unnum við. Ég nýt þess enn mikið sem við erum að gera. Fókusinn núna er ekki á að það sem gerist eftir á heldur á EuroBasket, hvernig við undirbúum okkur og að við náum að spila okkar allra besta leik þar,“ segir Pedersen og vill ekki láta leiða sig út í vangaveltur um það hvort að hann hætti þá eftir Evrópumótið sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Vill læra af fyrri mistökum „Ég er ekki viss. Ég hef ekki hugleitt það í þaula. Ég er bara ótrúlega spenntur og ánægður með að við höfum komist á mótið. Leikmennirnir hafa lagt mikla vinnu á sig, í mörg ár, og núna einbeiti ég mér að því með aðstoðarþjálfurunum og Arnari Guðjónssyni [afreksstjóra KKÍ og fyrrverandi aðstoðarmanni Pedersen hjá íslenska landsliðinu og Svendborg í Danmörku] hvernig við getum undirbúið okkur sem best fyrir sumarið, lært af fyrri mistökum og gert hlutina eins vel og hægt er fyrir liðið,“ segir Pedersen. Pedersen á danska konu og tvo stráka, 11 og 15 ára, sem báðir eru á fullu í körfubolta. Yngri strákurinn var sem sagt að fæðast um það leyti sem Pedersen tók við íslenska landsliðinu sem honum er svo annt um: „Ísland á stað í hjarta mér. Ég elska að vera á Íslandi og sumir af mínum bestu vinum eru aðstoðarþjálfararnir og fólkið á skrifstofunni þar sem ég hef starfað með. Mér finnst ég mjög náinn þeim. Fjölskyldan mín kann líka virkilega vel við sig á Íslandi og það hjálpar auðvitað til,“ segir Pedersen sem hefur ítrekað komið með fjölskyldu sína til Íslands á sumrin, í kjölfar heimsókna til Kanada en hann er frá Vancouver á vesturströndinni. Craig Pedersen hefur starfað í þágu íslenska körfuboltalandsliðsins í meira en áratug.vísir/Anton „Erfitt að bera saman kynslóðir“ Ljóst er að spennandi tímar bíða nú Pedersen og lærisveina hans í íslenska landsliðinu sem er mjög breytt frá því sem komst á EM 2015 og 2017. Er liðið sterkara núna? „Þetta er ólíkt lið. Með tilkomu Tryggva gerum við hlutina með gjörólíkum hætti núna. Liðið okkar 2015 og 2017 var frábært, og menn vissu hvernig átti að spila saman, en þetta lið hefur í Martin og Elvari leikmenn sem eru rosalega góðir í að skapa og það sem er frábært er hvað hinir leikmennirnir hafa gert vel í að spila í kringum þá. Við fáum það besta út úr öllum. Það er erfitt að bera saman kynslóðir en leikmenn geta gert sífellt meira og við erum svo heppin að hafa Martin og Elvar sem eru svo góðir í að skapa, ekki bara fyrir sig sjálfa heldur fyrir aðra í liðinu. Þeir eru mjög viljugir til að spila boltanum á meðan að maður sér svona leikmenn hjá öðrum liðum oft frekar búa til eitthvað fyrir sig sjálfa. Þetta gerir þá einstaka. Það finnst öllum gaman að spila með þeim. Auðvitað vilja þeir skora en þeir munu alveg eins gefa boltann ef það hentar liðinu,“ segir Pedersen. Stoltur af því að Ísland sæki ekki ótengda leikmenn í landsliðið Ísland á enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur á EM en Pedersen er ekki viss um að það sé líklegra nú en áður: „Auðvitað vonum við það en í hreinskilni sagt er það ekki víst. Nánast hvert einasta lið sem fer á EuroBasket mun styrkjast fyrir mótið með afgerandi hætti, með leikmönnum úr NBA og EuroLeague. Sum fá jafnvel nýja Bandaríkjamenn. Við erum kannski eina liðið sem mun ekki bæta við afgerandi leikmönnum fyrir mótið. Það er stórmál þegar 2-3 leikmenn úr NBA bætast við lið. Við vitum auðvitað ekki hverjum við mætum en við verðum að undirbúa okkur eins vel og við getum og sjá til þess að við komum út úr leikjum með það í huga að við höfum staðið okkur vel. Þá skila úrslitin sér,“ segir Pedersen. Fyrir mörgum hljómar það eflaust frekar undarlega að landslið séu að fá til sín bandaríska leikmenn, eins og raunin þó er: „Ungverjaland var til að mynda með bandarískan leikmann sem hafði aldrei búið í Ungverjalandi eða spilað þar. Þeir bara gáfu honum vegabréf. Það skiptir auðvitað máli þegar verið er að gefa toppleikmönnum úr EuroLeague ríkisborgararétt. Svona virkar þetta ekki á Íslandi og ég er mjög stoltur af því, að við notum bara íslenska, uppalda leikmenn sem náð hafa stórkostlegum árangri.“ Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira
Kanadamaðurinn Pedersen, sem búið hefur í Danmörku um langt árabil, hefur þjálfað Ísland í heil ellefu ár sem er einsdæmi. Hann hefur notið tímans í botn en viðurkennir að ef að leikurinn við Tyrki hefði tapast, og Ísland því ekki komist á EM, þá hefði það mögulega verið hans síðasti leikur sem landsliðsþjálfari Íslands. „Ég velti því aðeins fyrir mér, því þannig er þetta stundum í þjálfun. En sem betur fer unnum við. Ég nýt þess enn mikið sem við erum að gera. Fókusinn núna er ekki á að það sem gerist eftir á heldur á EuroBasket, hvernig við undirbúum okkur og að við náum að spila okkar allra besta leik þar,“ segir Pedersen og vill ekki láta leiða sig út í vangaveltur um það hvort að hann hætti þá eftir Evrópumótið sem fram fer 27. ágúst til 14. september. Vill læra af fyrri mistökum „Ég er ekki viss. Ég hef ekki hugleitt það í þaula. Ég er bara ótrúlega spenntur og ánægður með að við höfum komist á mótið. Leikmennirnir hafa lagt mikla vinnu á sig, í mörg ár, og núna einbeiti ég mér að því með aðstoðarþjálfurunum og Arnari Guðjónssyni [afreksstjóra KKÍ og fyrrverandi aðstoðarmanni Pedersen hjá íslenska landsliðinu og Svendborg í Danmörku] hvernig við getum undirbúið okkur sem best fyrir sumarið, lært af fyrri mistökum og gert hlutina eins vel og hægt er fyrir liðið,“ segir Pedersen. Pedersen á danska konu og tvo stráka, 11 og 15 ára, sem báðir eru á fullu í körfubolta. Yngri strákurinn var sem sagt að fæðast um það leyti sem Pedersen tók við íslenska landsliðinu sem honum er svo annt um: „Ísland á stað í hjarta mér. Ég elska að vera á Íslandi og sumir af mínum bestu vinum eru aðstoðarþjálfararnir og fólkið á skrifstofunni þar sem ég hef starfað með. Mér finnst ég mjög náinn þeim. Fjölskyldan mín kann líka virkilega vel við sig á Íslandi og það hjálpar auðvitað til,“ segir Pedersen sem hefur ítrekað komið með fjölskyldu sína til Íslands á sumrin, í kjölfar heimsókna til Kanada en hann er frá Vancouver á vesturströndinni. Craig Pedersen hefur starfað í þágu íslenska körfuboltalandsliðsins í meira en áratug.vísir/Anton „Erfitt að bera saman kynslóðir“ Ljóst er að spennandi tímar bíða nú Pedersen og lærisveina hans í íslenska landsliðinu sem er mjög breytt frá því sem komst á EM 2015 og 2017. Er liðið sterkara núna? „Þetta er ólíkt lið. Með tilkomu Tryggva gerum við hlutina með gjörólíkum hætti núna. Liðið okkar 2015 og 2017 var frábært, og menn vissu hvernig átti að spila saman, en þetta lið hefur í Martin og Elvari leikmenn sem eru rosalega góðir í að skapa og það sem er frábært er hvað hinir leikmennirnir hafa gert vel í að spila í kringum þá. Við fáum það besta út úr öllum. Það er erfitt að bera saman kynslóðir en leikmenn geta gert sífellt meira og við erum svo heppin að hafa Martin og Elvar sem eru svo góðir í að skapa, ekki bara fyrir sig sjálfa heldur fyrir aðra í liðinu. Þeir eru mjög viljugir til að spila boltanum á meðan að maður sér svona leikmenn hjá öðrum liðum oft frekar búa til eitthvað fyrir sig sjálfa. Þetta gerir þá einstaka. Það finnst öllum gaman að spila með þeim. Auðvitað vilja þeir skora en þeir munu alveg eins gefa boltann ef það hentar liðinu,“ segir Pedersen. Stoltur af því að Ísland sæki ekki ótengda leikmenn í landsliðið Ísland á enn eftir að vinna sinn fyrsta sigur á EM en Pedersen er ekki viss um að það sé líklegra nú en áður: „Auðvitað vonum við það en í hreinskilni sagt er það ekki víst. Nánast hvert einasta lið sem fer á EuroBasket mun styrkjast fyrir mótið með afgerandi hætti, með leikmönnum úr NBA og EuroLeague. Sum fá jafnvel nýja Bandaríkjamenn. Við erum kannski eina liðið sem mun ekki bæta við afgerandi leikmönnum fyrir mótið. Það er stórmál þegar 2-3 leikmenn úr NBA bætast við lið. Við vitum auðvitað ekki hverjum við mætum en við verðum að undirbúa okkur eins vel og við getum og sjá til þess að við komum út úr leikjum með það í huga að við höfum staðið okkur vel. Þá skila úrslitin sér,“ segir Pedersen. Fyrir mörgum hljómar það eflaust frekar undarlega að landslið séu að fá til sín bandaríska leikmenn, eins og raunin þó er: „Ungverjaland var til að mynda með bandarískan leikmann sem hafði aldrei búið í Ungverjalandi eða spilað þar. Þeir bara gáfu honum vegabréf. Það skiptir auðvitað máli þegar verið er að gefa toppleikmönnum úr EuroLeague ríkisborgararétt. Svona virkar þetta ekki á Íslandi og ég er mjög stoltur af því, að við notum bara íslenska, uppalda leikmenn sem náð hafa stórkostlegum árangri.“
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Æxli í nýra Ólympíumeistarans Sport Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Solskjær rekinn eftir tapið í kvöld Fótbolti Chelsea búið að kaupa Garnacho Enski boltinn Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið Sjá meira