Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 10:01 Fáar frásagnir Biblíunnar eru þekktari og umdeildari en sagan af Móse og boðorðunum 10. Í 2. Mósebók er för þeirra sem flúðu undan þrælahaldi í Egyptalandi lýst sem eyðimerkurgöngu er varði í 40 ár. Við upphaf þeirrar göngu, þegar mannfjöldinn gekk inn í Sínaíeyðimörkina, setti hópurinn upp búðir sínar „gegnt fjallinu [Sínaí] en Móse gekk upp til Guðs“, þar sem honum voru gefin boðorðin. Guð talaði orð sín ofan af fjallinu, og það „urðu þrumur og eldingar. Þykkur skýsorti var yfir fjallinu og mjög öflugur hornablástur heyrðist.“ „Þegar Drottinn hafði talað við Móse, á Sínaífjalli fékk hann honum báðar sáttmálstöflurnar, steintöflur, skráðar með fingri Guðs.“ Sagan er myndræn og hefur verið innblástur listaverka og kvikmynda í gegnum aldirnar, frá Rembrandt og Michelangelo til túlkunar Charlton Heston í kvikmynd DeMille. Boðorðin 10 eiga sér merkilega viðtökusögu og hluti þeirrar sögu snýst um röðun og inntak boðorðanna. Með nokkurri einföldun má segja að tvær meginhefðir séu um röðun þeirra, sú fyrri telur myndbannið svokallaða sem sér boðorð, en það gera gyðingar sjálfir og kirkjudeildir á borð við rétttrúnaðarkirkjur og kalvínista, og hin er að skipta boðinu um að girnast ekki í tvennt, en það gerir kaþólska kirkjan, sem og okkar lúterska hefð. Munur þessi byggir á ólíkri framsetningu boðorðanna í Mósebókum. Boðorðin hafa verið umdeild í gegnum mannkynssöguna og á 20. öldinni snérust deilur annarsvegar um trúarlegt inntak þeirra og hinsvegar um gyðinglegan uppruna. Í Sovétríkjunum var guðleysi upphafið sem eina leiðin til siðferðisþroska og trúarlegum kennisetningum hafnað, en þrátt fyrir það nutu bBooðorðin 10 töluverðrar virðingar. Hitler taldi boðorðin úrkynjun („eine Perversion unserer gesundesten Instinkte“) og líkti þeim við svipu þrælahaldarans. Í Bandaríkjunum voru tugþúsundir minnisvarða reistir með Boðorðunum í skólum og við opinberar byggingar og þessir minnisvarðar hafa orðið vígvöllur í menningardeiglunni vestanhafs. Boðorðin sem Móse tók við á fjallinu eru ekki eiginleg lög, heldur sáttmáli á milli Guðs og þeirra sem vilja fylgja honum. Fyrstu boðorðin eru trúarlegs eðlis, þau lýsa þeim Guði sem „leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu“, Guði sem á frumkvæði að samfélagi og sáttmála við okkur. Einum Guði, sem ekki er hægt að smætta í skurðgoð, ekki skal tala um af hégóma og taka skal frá tíma til að rækta samfélag við. Eingyðistrúarbrögðin þrjú byggja öll á þessari kröfu um trúfesti og það er hin trúarlega tryggðarkrafa, sem hefur staðið í valdshöfum frá fornöld til okkar daga. Í Rómaveldi neituðu t.d. kristnir menn að viðurkenna keisarann sem Guð og uppskáru ofsóknir fyrir vikið, og kirkjufeður beittu þá fyrsta boðorðinu fyrir sig, Guð einn skyldi dýrka. Í sögu trúarstofnana hafa leiðtogar ekki síður tekið sér vald sem gengur gegn fyrsta boðorðinu, guðræði klerkastéttar er hjáguðadýrkun til jafns við valdatilkall einræðisherra, en áminning fyrstu boðorðanna er um að guðlegt vald skuli aldrei vera gefið veraldlegum valdshöfum. Boðorðin sem fylgja fjalla síðan um samfélag manna, hið fjórða um samhengi kynslóðanna og fimmta til áttunda um samskipti manna á milli. Fjórða boðorðið sker sig úr að því leiti að vera það eina sem fylgir fyrirheiti. Það hljómar: „Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu“. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest mikilvægi farsælla fjölskyldutengsla fyrir velferð einstaklinga og samfélaga. Siðfræðingar hafa verið uppteknir af því hvort fimmta til áttunda boðorðin séu algild og sett upp siðklemmur því til prófunar. Þekkt dæmi er bannið við lygi, þar sem Kant taldi það ófrávíkjanlega kröfu, meira að segja þegar morðingjar knýja dyra, en John Stuart Mill setti nyt ofar siðaboðum og Nietzsche sagði lygina megi nota sér til framdráttar. Mikilvægari en siðfræði og ímyndaðar siðklemmur eru þó inntak orðanna og í því ljósi hafa boðorðin aldrei verið brýnni. Enn er mannkynið að fórna mannslífum, jafnvel lífum barna og kvenna, í þágu eiginhagsmuna, „þú skalt ekki morð fremja“, og sannleikurinn er alltaf fyrsta fórnarlamb stríðsátaka – það þarf „ljúgvitni gegn náunga þínum“ til að réttlæta það að fórna þurfi mannslífum. Þú skalt ekki stela segir sig sjálft, en arðrán er undanfari átaka, og þar hafa Vesturlönd ekki síður svarta samvisku en aðrar þjóðir í samtímanum. Loks eru sárustu málin sem meðferðaraðilar fá á borð til sín, þau þegar hjón hafa virt að vettugi boðorðið „þú skalt ekki drýgja hór“. Líkt og fyrstu boðorðin eru áttaviti fyrir mannkynið um að taka sér ekki guðlegt vald yfir öðrum, lýkur boðorðunum á uppsprettu alls þess illa sem á undan er lýst. Girnd og öfund eru ljótustu tilfinningar sem búa innra með fullorðnu fólki og þó mantra níunda áratugarins hafi verið „græðgi er góð“, þá er það græðgi sem valdið hefur öllum stríðsátökum mannkyns, sem og þeim vistkerfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. „Þú skalt ekki girnast“ þýðir að við lifum í sátt – sátt við Guð, sátt við okkur sjálf og hvar við erum stödd í lífinu hverju sinni, og sátt við það samferðafólk sem við ferðumst með í gegnum lífið. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Fáar frásagnir Biblíunnar eru þekktari og umdeildari en sagan af Móse og boðorðunum 10. Í 2. Mósebók er för þeirra sem flúðu undan þrælahaldi í Egyptalandi lýst sem eyðimerkurgöngu er varði í 40 ár. Við upphaf þeirrar göngu, þegar mannfjöldinn gekk inn í Sínaíeyðimörkina, setti hópurinn upp búðir sínar „gegnt fjallinu [Sínaí] en Móse gekk upp til Guðs“, þar sem honum voru gefin boðorðin. Guð talaði orð sín ofan af fjallinu, og það „urðu þrumur og eldingar. Þykkur skýsorti var yfir fjallinu og mjög öflugur hornablástur heyrðist.“ „Þegar Drottinn hafði talað við Móse, á Sínaífjalli fékk hann honum báðar sáttmálstöflurnar, steintöflur, skráðar með fingri Guðs.“ Sagan er myndræn og hefur verið innblástur listaverka og kvikmynda í gegnum aldirnar, frá Rembrandt og Michelangelo til túlkunar Charlton Heston í kvikmynd DeMille. Boðorðin 10 eiga sér merkilega viðtökusögu og hluti þeirrar sögu snýst um röðun og inntak boðorðanna. Með nokkurri einföldun má segja að tvær meginhefðir séu um röðun þeirra, sú fyrri telur myndbannið svokallaða sem sér boðorð, en það gera gyðingar sjálfir og kirkjudeildir á borð við rétttrúnaðarkirkjur og kalvínista, og hin er að skipta boðinu um að girnast ekki í tvennt, en það gerir kaþólska kirkjan, sem og okkar lúterska hefð. Munur þessi byggir á ólíkri framsetningu boðorðanna í Mósebókum. Boðorðin hafa verið umdeild í gegnum mannkynssöguna og á 20. öldinni snérust deilur annarsvegar um trúarlegt inntak þeirra og hinsvegar um gyðinglegan uppruna. Í Sovétríkjunum var guðleysi upphafið sem eina leiðin til siðferðisþroska og trúarlegum kennisetningum hafnað, en þrátt fyrir það nutu bBooðorðin 10 töluverðrar virðingar. Hitler taldi boðorðin úrkynjun („eine Perversion unserer gesundesten Instinkte“) og líkti þeim við svipu þrælahaldarans. Í Bandaríkjunum voru tugþúsundir minnisvarða reistir með Boðorðunum í skólum og við opinberar byggingar og þessir minnisvarðar hafa orðið vígvöllur í menningardeiglunni vestanhafs. Boðorðin sem Móse tók við á fjallinu eru ekki eiginleg lög, heldur sáttmáli á milli Guðs og þeirra sem vilja fylgja honum. Fyrstu boðorðin eru trúarlegs eðlis, þau lýsa þeim Guði sem „leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu“, Guði sem á frumkvæði að samfélagi og sáttmála við okkur. Einum Guði, sem ekki er hægt að smætta í skurðgoð, ekki skal tala um af hégóma og taka skal frá tíma til að rækta samfélag við. Eingyðistrúarbrögðin þrjú byggja öll á þessari kröfu um trúfesti og það er hin trúarlega tryggðarkrafa, sem hefur staðið í valdshöfum frá fornöld til okkar daga. Í Rómaveldi neituðu t.d. kristnir menn að viðurkenna keisarann sem Guð og uppskáru ofsóknir fyrir vikið, og kirkjufeður beittu þá fyrsta boðorðinu fyrir sig, Guð einn skyldi dýrka. Í sögu trúarstofnana hafa leiðtogar ekki síður tekið sér vald sem gengur gegn fyrsta boðorðinu, guðræði klerkastéttar er hjáguðadýrkun til jafns við valdatilkall einræðisherra, en áminning fyrstu boðorðanna er um að guðlegt vald skuli aldrei vera gefið veraldlegum valdshöfum. Boðorðin sem fylgja fjalla síðan um samfélag manna, hið fjórða um samhengi kynslóðanna og fimmta til áttunda um samskipti manna á milli. Fjórða boðorðið sker sig úr að því leiti að vera það eina sem fylgir fyrirheiti. Það hljómar: „Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu“. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest mikilvægi farsælla fjölskyldutengsla fyrir velferð einstaklinga og samfélaga. Siðfræðingar hafa verið uppteknir af því hvort fimmta til áttunda boðorðin séu algild og sett upp siðklemmur því til prófunar. Þekkt dæmi er bannið við lygi, þar sem Kant taldi það ófrávíkjanlega kröfu, meira að segja þegar morðingjar knýja dyra, en John Stuart Mill setti nyt ofar siðaboðum og Nietzsche sagði lygina megi nota sér til framdráttar. Mikilvægari en siðfræði og ímyndaðar siðklemmur eru þó inntak orðanna og í því ljósi hafa boðorðin aldrei verið brýnni. Enn er mannkynið að fórna mannslífum, jafnvel lífum barna og kvenna, í þágu eiginhagsmuna, „þú skalt ekki morð fremja“, og sannleikurinn er alltaf fyrsta fórnarlamb stríðsátaka – það þarf „ljúgvitni gegn náunga þínum“ til að réttlæta það að fórna þurfi mannslífum. Þú skalt ekki stela segir sig sjálft, en arðrán er undanfari átaka, og þar hafa Vesturlönd ekki síður svarta samvisku en aðrar þjóðir í samtímanum. Loks eru sárustu málin sem meðferðaraðilar fá á borð til sín, þau þegar hjón hafa virt að vettugi boðorðið „þú skalt ekki drýgja hór“. Líkt og fyrstu boðorðin eru áttaviti fyrir mannkynið um að taka sér ekki guðlegt vald yfir öðrum, lýkur boðorðunum á uppsprettu alls þess illa sem á undan er lýst. Girnd og öfund eru ljótustu tilfinningar sem búa innra með fullorðnu fólki og þó mantra níunda áratugarins hafi verið „græðgi er góð“, þá er það græðgi sem valdið hefur öllum stríðsátökum mannkyns, sem og þeim vistkerfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. „Þú skalt ekki girnast“ þýðir að við lifum í sátt – sátt við Guð, sátt við okkur sjálf og hvar við erum stödd í lífinu hverju sinni, og sátt við það samferðafólk sem við ferðumst með í gegnum lífið. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar