Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 27. febrúar 2025 10:01 Fáar frásagnir Biblíunnar eru þekktari og umdeildari en sagan af Móse og boðorðunum 10. Í 2. Mósebók er för þeirra sem flúðu undan þrælahaldi í Egyptalandi lýst sem eyðimerkurgöngu er varði í 40 ár. Við upphaf þeirrar göngu, þegar mannfjöldinn gekk inn í Sínaíeyðimörkina, setti hópurinn upp búðir sínar „gegnt fjallinu [Sínaí] en Móse gekk upp til Guðs“, þar sem honum voru gefin boðorðin. Guð talaði orð sín ofan af fjallinu, og það „urðu þrumur og eldingar. Þykkur skýsorti var yfir fjallinu og mjög öflugur hornablástur heyrðist.“ „Þegar Drottinn hafði talað við Móse, á Sínaífjalli fékk hann honum báðar sáttmálstöflurnar, steintöflur, skráðar með fingri Guðs.“ Sagan er myndræn og hefur verið innblástur listaverka og kvikmynda í gegnum aldirnar, frá Rembrandt og Michelangelo til túlkunar Charlton Heston í kvikmynd DeMille. Boðorðin 10 eiga sér merkilega viðtökusögu og hluti þeirrar sögu snýst um röðun og inntak boðorðanna. Með nokkurri einföldun má segja að tvær meginhefðir séu um röðun þeirra, sú fyrri telur myndbannið svokallaða sem sér boðorð, en það gera gyðingar sjálfir og kirkjudeildir á borð við rétttrúnaðarkirkjur og kalvínista, og hin er að skipta boðinu um að girnast ekki í tvennt, en það gerir kaþólska kirkjan, sem og okkar lúterska hefð. Munur þessi byggir á ólíkri framsetningu boðorðanna í Mósebókum. Boðorðin hafa verið umdeild í gegnum mannkynssöguna og á 20. öldinni snérust deilur annarsvegar um trúarlegt inntak þeirra og hinsvegar um gyðinglegan uppruna. Í Sovétríkjunum var guðleysi upphafið sem eina leiðin til siðferðisþroska og trúarlegum kennisetningum hafnað, en þrátt fyrir það nutu bBooðorðin 10 töluverðrar virðingar. Hitler taldi boðorðin úrkynjun („eine Perversion unserer gesundesten Instinkte“) og líkti þeim við svipu þrælahaldarans. Í Bandaríkjunum voru tugþúsundir minnisvarða reistir með Boðorðunum í skólum og við opinberar byggingar og þessir minnisvarðar hafa orðið vígvöllur í menningardeiglunni vestanhafs. Boðorðin sem Móse tók við á fjallinu eru ekki eiginleg lög, heldur sáttmáli á milli Guðs og þeirra sem vilja fylgja honum. Fyrstu boðorðin eru trúarlegs eðlis, þau lýsa þeim Guði sem „leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu“, Guði sem á frumkvæði að samfélagi og sáttmála við okkur. Einum Guði, sem ekki er hægt að smætta í skurðgoð, ekki skal tala um af hégóma og taka skal frá tíma til að rækta samfélag við. Eingyðistrúarbrögðin þrjú byggja öll á þessari kröfu um trúfesti og það er hin trúarlega tryggðarkrafa, sem hefur staðið í valdshöfum frá fornöld til okkar daga. Í Rómaveldi neituðu t.d. kristnir menn að viðurkenna keisarann sem Guð og uppskáru ofsóknir fyrir vikið, og kirkjufeður beittu þá fyrsta boðorðinu fyrir sig, Guð einn skyldi dýrka. Í sögu trúarstofnana hafa leiðtogar ekki síður tekið sér vald sem gengur gegn fyrsta boðorðinu, guðræði klerkastéttar er hjáguðadýrkun til jafns við valdatilkall einræðisherra, en áminning fyrstu boðorðanna er um að guðlegt vald skuli aldrei vera gefið veraldlegum valdshöfum. Boðorðin sem fylgja fjalla síðan um samfélag manna, hið fjórða um samhengi kynslóðanna og fimmta til áttunda um samskipti manna á milli. Fjórða boðorðið sker sig úr að því leiti að vera það eina sem fylgir fyrirheiti. Það hljómar: „Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu“. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest mikilvægi farsælla fjölskyldutengsla fyrir velferð einstaklinga og samfélaga. Siðfræðingar hafa verið uppteknir af því hvort fimmta til áttunda boðorðin séu algild og sett upp siðklemmur því til prófunar. Þekkt dæmi er bannið við lygi, þar sem Kant taldi það ófrávíkjanlega kröfu, meira að segja þegar morðingjar knýja dyra, en John Stuart Mill setti nyt ofar siðaboðum og Nietzsche sagði lygina megi nota sér til framdráttar. Mikilvægari en siðfræði og ímyndaðar siðklemmur eru þó inntak orðanna og í því ljósi hafa boðorðin aldrei verið brýnni. Enn er mannkynið að fórna mannslífum, jafnvel lífum barna og kvenna, í þágu eiginhagsmuna, „þú skalt ekki morð fremja“, og sannleikurinn er alltaf fyrsta fórnarlamb stríðsátaka – það þarf „ljúgvitni gegn náunga þínum“ til að réttlæta það að fórna þurfi mannslífum. Þú skalt ekki stela segir sig sjálft, en arðrán er undanfari átaka, og þar hafa Vesturlönd ekki síður svarta samvisku en aðrar þjóðir í samtímanum. Loks eru sárustu málin sem meðferðaraðilar fá á borð til sín, þau þegar hjón hafa virt að vettugi boðorðið „þú skalt ekki drýgja hór“. Líkt og fyrstu boðorðin eru áttaviti fyrir mannkynið um að taka sér ekki guðlegt vald yfir öðrum, lýkur boðorðunum á uppsprettu alls þess illa sem á undan er lýst. Girnd og öfund eru ljótustu tilfinningar sem búa innra með fullorðnu fólki og þó mantra níunda áratugarins hafi verið „græðgi er góð“, þá er það græðgi sem valdið hefur öllum stríðsátökum mannkyns, sem og þeim vistkerfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. „Þú skalt ekki girnast“ þýðir að við lifum í sátt – sátt við Guð, sátt við okkur sjálf og hvar við erum stödd í lífinu hverju sinni, og sátt við það samferðafólk sem við ferðumst með í gegnum lífið. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Trúmál Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Fáar frásagnir Biblíunnar eru þekktari og umdeildari en sagan af Móse og boðorðunum 10. Í 2. Mósebók er för þeirra sem flúðu undan þrælahaldi í Egyptalandi lýst sem eyðimerkurgöngu er varði í 40 ár. Við upphaf þeirrar göngu, þegar mannfjöldinn gekk inn í Sínaíeyðimörkina, setti hópurinn upp búðir sínar „gegnt fjallinu [Sínaí] en Móse gekk upp til Guðs“, þar sem honum voru gefin boðorðin. Guð talaði orð sín ofan af fjallinu, og það „urðu þrumur og eldingar. Þykkur skýsorti var yfir fjallinu og mjög öflugur hornablástur heyrðist.“ „Þegar Drottinn hafði talað við Móse, á Sínaífjalli fékk hann honum báðar sáttmálstöflurnar, steintöflur, skráðar með fingri Guðs.“ Sagan er myndræn og hefur verið innblástur listaverka og kvikmynda í gegnum aldirnar, frá Rembrandt og Michelangelo til túlkunar Charlton Heston í kvikmynd DeMille. Boðorðin 10 eiga sér merkilega viðtökusögu og hluti þeirrar sögu snýst um röðun og inntak boðorðanna. Með nokkurri einföldun má segja að tvær meginhefðir séu um röðun þeirra, sú fyrri telur myndbannið svokallaða sem sér boðorð, en það gera gyðingar sjálfir og kirkjudeildir á borð við rétttrúnaðarkirkjur og kalvínista, og hin er að skipta boðinu um að girnast ekki í tvennt, en það gerir kaþólska kirkjan, sem og okkar lúterska hefð. Munur þessi byggir á ólíkri framsetningu boðorðanna í Mósebókum. Boðorðin hafa verið umdeild í gegnum mannkynssöguna og á 20. öldinni snérust deilur annarsvegar um trúarlegt inntak þeirra og hinsvegar um gyðinglegan uppruna. Í Sovétríkjunum var guðleysi upphafið sem eina leiðin til siðferðisþroska og trúarlegum kennisetningum hafnað, en þrátt fyrir það nutu bBooðorðin 10 töluverðrar virðingar. Hitler taldi boðorðin úrkynjun („eine Perversion unserer gesundesten Instinkte“) og líkti þeim við svipu þrælahaldarans. Í Bandaríkjunum voru tugþúsundir minnisvarða reistir með Boðorðunum í skólum og við opinberar byggingar og þessir minnisvarðar hafa orðið vígvöllur í menningardeiglunni vestanhafs. Boðorðin sem Móse tók við á fjallinu eru ekki eiginleg lög, heldur sáttmáli á milli Guðs og þeirra sem vilja fylgja honum. Fyrstu boðorðin eru trúarlegs eðlis, þau lýsa þeim Guði sem „leiddi þig út af Egyptalandi, út úr þrælahúsinu“, Guði sem á frumkvæði að samfélagi og sáttmála við okkur. Einum Guði, sem ekki er hægt að smætta í skurðgoð, ekki skal tala um af hégóma og taka skal frá tíma til að rækta samfélag við. Eingyðistrúarbrögðin þrjú byggja öll á þessari kröfu um trúfesti og það er hin trúarlega tryggðarkrafa, sem hefur staðið í valdshöfum frá fornöld til okkar daga. Í Rómaveldi neituðu t.d. kristnir menn að viðurkenna keisarann sem Guð og uppskáru ofsóknir fyrir vikið, og kirkjufeður beittu þá fyrsta boðorðinu fyrir sig, Guð einn skyldi dýrka. Í sögu trúarstofnana hafa leiðtogar ekki síður tekið sér vald sem gengur gegn fyrsta boðorðinu, guðræði klerkastéttar er hjáguðadýrkun til jafns við valdatilkall einræðisherra, en áminning fyrstu boðorðanna er um að guðlegt vald skuli aldrei vera gefið veraldlegum valdshöfum. Boðorðin sem fylgja fjalla síðan um samfélag manna, hið fjórða um samhengi kynslóðanna og fimmta til áttunda um samskipti manna á milli. Fjórða boðorðið sker sig úr að því leiti að vera það eina sem fylgir fyrirheiti. Það hljómar: „Heiðra föður þinn og móður svo að þú verðir langlífur í landinu“. Fjölmargar rannsóknir hafa staðfest mikilvægi farsælla fjölskyldutengsla fyrir velferð einstaklinga og samfélaga. Siðfræðingar hafa verið uppteknir af því hvort fimmta til áttunda boðorðin séu algild og sett upp siðklemmur því til prófunar. Þekkt dæmi er bannið við lygi, þar sem Kant taldi það ófrávíkjanlega kröfu, meira að segja þegar morðingjar knýja dyra, en John Stuart Mill setti nyt ofar siðaboðum og Nietzsche sagði lygina megi nota sér til framdráttar. Mikilvægari en siðfræði og ímyndaðar siðklemmur eru þó inntak orðanna og í því ljósi hafa boðorðin aldrei verið brýnni. Enn er mannkynið að fórna mannslífum, jafnvel lífum barna og kvenna, í þágu eiginhagsmuna, „þú skalt ekki morð fremja“, og sannleikurinn er alltaf fyrsta fórnarlamb stríðsátaka – það þarf „ljúgvitni gegn náunga þínum“ til að réttlæta það að fórna þurfi mannslífum. Þú skalt ekki stela segir sig sjálft, en arðrán er undanfari átaka, og þar hafa Vesturlönd ekki síður svarta samvisku en aðrar þjóðir í samtímanum. Loks eru sárustu málin sem meðferðaraðilar fá á borð til sín, þau þegar hjón hafa virt að vettugi boðorðið „þú skalt ekki drýgja hór“. Líkt og fyrstu boðorðin eru áttaviti fyrir mannkynið um að taka sér ekki guðlegt vald yfir öðrum, lýkur boðorðunum á uppsprettu alls þess illa sem á undan er lýst. Girnd og öfund eru ljótustu tilfinningar sem búa innra með fullorðnu fólki og þó mantra níunda áratugarins hafi verið „græðgi er góð“, þá er það græðgi sem valdið hefur öllum stríðsátökum mannkyns, sem og þeim vistkerfisvanda sem við stöndum frammi fyrir. „Þú skalt ekki girnast“ þýðir að við lifum í sátt – sátt við Guð, sátt við okkur sjálf og hvar við erum stödd í lífinu hverju sinni, og sátt við það samferðafólk sem við ferðumst með í gegnum lífið. Höfundur er prestur við Vídalínskirkju í Garðabæ.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun