Handbolti

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Aron í leik með íslenska landsliðinu.
Aron í leik með íslenska landsliðinu. INA FASSBENDER / AFP

Íslensku landsliðsmennirnir lögðu sitt á vogarskálarnar þegar Veszprém hélt góðu gengi sínu í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta áfram með góðum útisigri á París Saint-Germain.

Vészprem hefur nú þegar tryggt sér toppsæti A-riðils Meistaradeildarinnar og þar með sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Það breytti því ekki að liðið sótti sigur í París, lokatölur 33-37.

Aron Pálmarsson skoraði þrjú mörk í liði gestanna og gaf eina stoðsendingu. Þá skoraði Bjarki Már Elísson eitt mark en hann var að snúa aftur eftir meiðsli sem hann varð fyrir á HM í síðasta mánuði.

Sigur Vészprem þýðir að liðið er nú með 12 sigra og aðeins eitt tap í 13 leikjum. Ein umferð er eftir af riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Efstu tvö lið bæði A- og B-riðils fara beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum.


Tengdar fréttir

Magnaður Sig­valdi sökkti Mag­deburg

Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×