Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 06:59 Árásarmennirnir drápu meðal annars 364 einstaklinga á Nova tónlistarhátíðinni. Getty/Amir Levy Ísraelsher hefur birt skýrslu þar sem farið er yfir það hvað brást í aðdraganda árásar Hamas á byggðir Ísraelsmanna þann 7. október 2023, sem virðist hafa komið Ísrael algjörlega að óvörum. Áætlað er að um 5.000 liðsmenn Hamas og annarra hópa hafi tekið þátt í árásinni, þar sem 1.200 voru drepnir og 251 gísl tekinn. Það er niðurstaða skýrslunnar að Ísraelsher hafi mistekist í meginverkefni sínu; að vernda almenna borgara í Ísrael. Samkvæmt skýrslunni var Gasa-ströndin álitið annars stigs öryggisógn, á eftir Íran og Hezbollah. Þá hafði sú afstaða verið tekin að stjórn Hamas á svæðinu væri ólögmæt en ekki gripið til neinna aðgerða til að stuðla að breytingu á ástandinu. Herinn hafði áætlað að Hamas-samtökin hefðu hvorki áhuga á né væru að búa sig undir meiriháttar átök og vísbendingar frá 2018 um að samtökin væru þvert á móti með eitthvað umfangsmikið í bígerð verið afskrifaðar sem ótrúverðugar. Þá segir að í aðdraganda árásanna 7. október hafi verið unnið að nýju hættumati varðandi Gasa, á þeim grundvelli að fyrirætlanir Hamas væru ekki aðeins einhver draumsýn heldur væri raunveruleg skipulagning í gangi. Þetta nýja mat virðist hins vegar ekki hafa ratað til háttsettra innan hersins. Í skýrslunni er einnig talað um ákveðinn sofandahátt og skort á gagnrýnni hugsun. „Það var aldrei spurt: Hvað ef við hefðum rangt fyrir okkur?“ segir í skýrslunni. Þannig hafi gjá myndast milli mats hersins á stöðunni og raunveruleikans á Gasa. Kallað er eftir ákveðnum breytingum til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi geti endurtekið sig. BBC greindi frá. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira
Áætlað er að um 5.000 liðsmenn Hamas og annarra hópa hafi tekið þátt í árásinni, þar sem 1.200 voru drepnir og 251 gísl tekinn. Það er niðurstaða skýrslunnar að Ísraelsher hafi mistekist í meginverkefni sínu; að vernda almenna borgara í Ísrael. Samkvæmt skýrslunni var Gasa-ströndin álitið annars stigs öryggisógn, á eftir Íran og Hezbollah. Þá hafði sú afstaða verið tekin að stjórn Hamas á svæðinu væri ólögmæt en ekki gripið til neinna aðgerða til að stuðla að breytingu á ástandinu. Herinn hafði áætlað að Hamas-samtökin hefðu hvorki áhuga á né væru að búa sig undir meiriháttar átök og vísbendingar frá 2018 um að samtökin væru þvert á móti með eitthvað umfangsmikið í bígerð verið afskrifaðar sem ótrúverðugar. Þá segir að í aðdraganda árásanna 7. október hafi verið unnið að nýju hættumati varðandi Gasa, á þeim grundvelli að fyrirætlanir Hamas væru ekki aðeins einhver draumsýn heldur væri raunveruleg skipulagning í gangi. Þetta nýja mat virðist hins vegar ekki hafa ratað til háttsettra innan hersins. Í skýrslunni er einnig talað um ákveðinn sofandahátt og skort á gagnrýnni hugsun. „Það var aldrei spurt: Hvað ef við hefðum rangt fyrir okkur?“ segir í skýrslunni. Þannig hafi gjá myndast milli mats hersins á stöðunni og raunveruleikans á Gasa. Kallað er eftir ákveðnum breytingum til að koma í veg fyrir að árás af þessu tagi geti endurtekið sig. BBC greindi frá.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Fleiri fréttir Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Sjá meira