Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 4. mars 2025 09:01 Embla Sól er meðal keppenda í Ungfrú Ísland. „Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í,“ segir hin tvítuga Embla Sól Laxdal, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að verða næsta Ungfrú Ísland. Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Embla Sól Laxdal Guðmundsdóttir. Aldur? 20 ára, fædd árið 2004. Starf? Ekki neitt eins og er. Menntun? Stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ af Listabraut, fata- og textílhönnunarsviði. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Góðhjörtuð, dýravinur og ákveðin. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það kemur fólki mjög skemmtilega á óvart að ég eigi tvo páfagauka, þá Stitch og Klaufa. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Tónlistarkonan Billie Eilish. Mér finnst ótrúlegt hvað hún er komin langt miðað við ungan aldur. Hún er svo sterk manneskja og góð fyrirmynd fyrir alla. Sterkari eftir áföllin Hvað hefur mótað þig mest? Líf mitt í heild sinni. Ég hef gengið í gegnum ýmis áföll en á sama tíma notið mikillar gæfu á öðrum sviðum. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Faðir minn var lítið til staðar í uppvexti mínum, og samband okkar hefur alltaf verið flókið. Það var erfitt að alast upp án föður og upplifa ekki það sama og jafnaldrar mínir. Þess í stað stóðu mamma mín, amma, afi og systir mömmu mér alltaf við hlið og lyftu mér upp. Seinna leitaði ég til sálfræðings, sem hefur hjálpað mér gríðarlega. Ég fer enn til hennar í dag og myndi hiklaust mæla með því fyrir alla sem líður illa og vita ekki hvar þeir eiga að byrja. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa alltaf staðið upp aftur, sterkari en áður, eftir krefjandi reynslu. Stefnan sett á Ítalíu Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Bríet Helga, litla stelpa bestu vina minna, Írisar Ránar og Róberts Andra, sem kom í heiminn í desember síðastliðnum. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst gott að halda mér upptekinni með því að sauma, hekla, teikna eða gera eitthvað svipað, og ég skipulegg næstu daga hjá mér. Þegar ég er stressuð finnst mér hjálplegt að taka langa sturtu og skrifa niður tilfinningar mínar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Lífið er alltof stutt, svo einfalt er það, maður á að gera hluti fyrir sjálfan sig og gera það sem manni finnst skemmtilegt. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Eina sem mér dettur í hug er þegar ég var lítil var ég í apóteki með fjölskyldumeðlim og frænka mín potar í mig þegar ég var á leiðinni út og ég labbaði þá óvart á gleraugnastand við innganginn sem varð til þess að fullt af gleraugum duttu á gólfið og allir litu við. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei ekki svona eins og týpískir leyndir hæfileikar. Ég er mjög góð í handavinnu eins og að sauma, prjóna, hekla, teikna, mála, sauma í og baka. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Ég dýrka þegar maður getur séð persónuleika einhvers algjörlega skína í gegn og manneskja sem ber sig vel og er með gott sjálfstraust. En óheillandi? Fólk sem kvartar mikið yfir öllu og engu, bara leiðinlegt að sjá að fólk geti ekki stundum séð jákvæðu hliðina á hlutum. Hver er þinn helsti ótti? Að missa einhvern sem ég elska. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár mun ég búa í Ítalíu og vinna í tískubransanum. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, smá spænsku, norsku og dönsku og er að læra ítölsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Pasta. Hvaða lag tekur þú í karókí? Eitthvað klassískt Disney lag eins og “A Whole New World”. Keppir fyrir dóttur vinkonu sinnar Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég tók viðtal við Herra Hnetusmjör (Árna) fyrir skólaverkefni og hann var mjög næs! Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer eftir umræðuefninu, en mér finnst oftast betra að eiga samskipti í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Nota það upp í að kaupa mér hús eða íbúð miðað við markaðinn í dag. Í draumaheimi myndi ég gefa stærsta hluta upphæðarinnar til einhverra dýrasamtaka. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með keppninni af og til síðan ég var lítil og horfði alltaf upp til stelpnanna og vildi vera eins og þær. Mamma mín spurði mig síðasta sumar hvort ég vildi ekki taka þátt. Ég bar það undir Írisi vinkonu mína og hún sagði að ég þyrfti að gera það fyrir Bríeti, litlu stelpuna hennar og ég auðvitað hlýddi bara. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Að konur eru konum bestar! Svo mikill stuðningur og jákvætt andrúmsloft í kringum þetta og maður virkilega vex og dafnar í þessu ferli. View this post on Instagram A post shared by Embla Sól Laxdal (@embla.laxdal) Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir frið í heiminum. Það er óþarfi að hafa stríð því tvær manneskjur eru til dæmis ósammála um einhvern hlut. Það er pláss fyrir okkur öll og saklaust fólk á alls ekki að þurfa þola allt þetta ljóta sem er til í heiminum. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Heiðarleika, ákveðni, góðhjörtuð, sjálfsöryggi, samúð og jákvæðni. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í. Símar og samfélagsmiðlar stærsta vandamálið Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Allir keppendur hafa sína eiginleika og við reynum að bera okkur ekki saman og viljum alltaf minna fólk á það sama. Við komum allar frá ólíkum stöðum, ég til dæmis ólst mikið upp í sveit þar sem ég bý enn. Ælti það sé ekki þar sem greinir mig helst frá hinum keppendunum. View this post on Instagram A post shared by Embla Sól Laxdal (@embla.laxdal) Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég myndi segja að samfélagsmiðlar og símar séu stærsta vandamál sem mín kynslóð stendur frammi fyrir. Auðvitað hefur þetta allt sínar góðu hliðar en það er leiðinlegt að sjá hvernig fólk getur ekki notið sín lengur og hreinlega verið þau sjálf út af hræðslu. Það er erfitt að leysa svona vandamál en mér finnst flott að sumir grunnskólar eru að hugsa um símabann. Maður hefur í alvöru ekkert við símann að gera á skólatíma, talandi sem fyrrum námsmaður þá hefði ég alveg getað fókusað meira á námið því námið er undirbúningur fyrir lífið og áframhaldandi nám og svo draumavinnuna þína. Án þess hefur þú bara símann þinn sem þú lærir ekki af ef þú gerir það ekki í alvöru því ég veit vel að maður horfir kannski á TikTok fyrir eitthvern ákveðinn hlut en gerir það svo aldrei. Það er gott að minna sig á að það sem þú sérð á netinu er ekki endilega satt eða raunveruleikinn. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Þetta er alls ekki það sem þú heldur og þetta er búið að breytast virkilega yfir árin, endilega fræddu þig aðeins um þetta áður en þú ferð að dæma. Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Fegurðarsamkeppnin Ungfrú Ísland verður haldin í tíunda skipti þann 3. apríl næstkomandi og fer fram í Gamla bíói. Keppendur eru tuttugu talsins og eru á aldrinum 18 til 36 ára. Lífið á Vísi ræðir við stúlkurnar sem keppast um titilinn Ungfrú Ísland í ár og fær að kynnast þeim aðeins betur. Ungfrú Ísland verður í beinni útsendingu þann 3. apríl á Vísi og Stöð 2 Vísi. Fullt nafn? Embla Sól Laxdal Guðmundsdóttir. Aldur? 20 ára, fædd árið 2004. Starf? Ekki neitt eins og er. Menntun? Stúdent úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ af Listabraut, fata- og textílhönnunarsviði. Hvernig myndir þú lýsa sjálfri þér í þremur orðum? Góðhjörtuð, dýravinur og ákveðin. Hvað kæmi fólki mest á óvart að vita um þig? Það kemur fólki mjög skemmtilega á óvart að ég eigi tvo páfagauka, þá Stitch og Klaufa. Hver er fyrirmynd þín í lífinu? Tónlistarkonan Billie Eilish. Mér finnst ótrúlegt hvað hún er komin langt miðað við ungan aldur. Hún er svo sterk manneskja og góð fyrirmynd fyrir alla. Sterkari eftir áföllin Hvað hefur mótað þig mest? Líf mitt í heild sinni. Ég hef gengið í gegnum ýmis áföll en á sama tíma notið mikillar gæfu á öðrum sviðum. Hver er mesta áskorunin sem þú hefur þurft að takast á við, og hvernig komstu þér í gegnum hana? Faðir minn var lítið til staðar í uppvexti mínum, og samband okkar hefur alltaf verið flókið. Það var erfitt að alast upp án föður og upplifa ekki það sama og jafnaldrar mínir. Þess í stað stóðu mamma mín, amma, afi og systir mömmu mér alltaf við hlið og lyftu mér upp. Seinna leitaði ég til sálfræðings, sem hefur hjálpað mér gríðarlega. Ég fer enn til hennar í dag og myndi hiklaust mæla með því fyrir alla sem líður illa og vita ekki hvar þeir eiga að byrja. Hverju ertu stoltust af? Ég er stoltust af því að hafa alltaf staðið upp aftur, sterkari en áður, eftir krefjandi reynslu. Stefnan sett á Ítalíu Hver er þín mesta gæfa í lífinu? Bríet Helga, litla stelpa bestu vina minna, Írisar Ránar og Róberts Andra, sem kom í heiminn í desember síðastliðnum. Hvernig tekstu á við stress og álag? Mér finnst gott að halda mér upptekinni með því að sauma, hekla, teikna eða gera eitthvað svipað, og ég skipulegg næstu daga hjá mér. Þegar ég er stressuð finnst mér hjálplegt að taka langa sturtu og skrifa niður tilfinningar mínar. Besta heilræði sem þú hefur fengið? Lífið er alltof stutt, svo einfalt er það, maður á að gera hluti fyrir sjálfan sig og gera það sem manni finnst skemmtilegt. Neyðarlegasta atvik sem þú hefur lent í? Eina sem mér dettur í hug er þegar ég var lítil var ég í apóteki með fjölskyldumeðlim og frænka mín potar í mig þegar ég var á leiðinni út og ég labbaði þá óvart á gleraugnastand við innganginn sem varð til þess að fullt af gleraugum duttu á gólfið og allir litu við. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileika? Nei ekki svona eins og týpískir leyndir hæfileikar. Ég er mjög góð í handavinnu eins og að sauma, prjóna, hekla, teikna, mála, sauma í og baka. Hvað finnst þér heillandi í fari fólks? Ég dýrka þegar maður getur séð persónuleika einhvers algjörlega skína í gegn og manneskja sem ber sig vel og er með gott sjálfstraust. En óheillandi? Fólk sem kvartar mikið yfir öllu og engu, bara leiðinlegt að sjá að fólk geti ekki stundum séð jákvæðu hliðina á hlutum. Hver er þinn helsti ótti? Að missa einhvern sem ég elska. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Eftir tíu ár mun ég búa í Ítalíu og vinna í tískubransanum. Hvaða tungumál talarðu? Íslensku, ensku, smá spænsku, norsku og dönsku og er að læra ítölsku. Hvað er uppáhalds maturinn þinn? Pasta. Hvaða lag tekur þú í karókí? Eitthvað klassískt Disney lag eins og “A Whole New World”. Keppir fyrir dóttur vinkonu sinnar Hver er frægasti einstaklingur sem þú hefur hitt? Ég tók viðtal við Herra Hnetusmjör (Árna) fyrir skólaverkefni og hann var mjög næs! Hvort kýstu að skrifa skilaboð eða eiga samskipti við fólk í eigin persónu? Það fer eftir umræðuefninu, en mér finnst oftast betra að eiga samskipti í eigin persónu. Ef þú fengir tíu milljónir til umráða, hvað myndirðu gera við peningana? Nota það upp í að kaupa mér hús eða íbúð miðað við markaðinn í dag. Í draumaheimi myndi ég gefa stærsta hluta upphæðarinnar til einhverra dýrasamtaka. Hvað var það sem vakti áhuga þinn á keppninni? Ég hef fylgst með keppninni af og til síðan ég var lítil og horfði alltaf upp til stelpnanna og vildi vera eins og þær. Mamma mín spurði mig síðasta sumar hvort ég vildi ekki taka þátt. Ég bar það undir Írisi vinkonu mína og hún sagði að ég þyrfti að gera það fyrir Bríeti, litlu stelpuna hennar og ég auðvitað hlýddi bara. Hvað ert þú búin að læra í ferlinu? Að konur eru konum bestar! Svo mikill stuðningur og jákvætt andrúmsloft í kringum þetta og maður virkilega vex og dafnar í þessu ferli. View this post on Instagram A post shared by Embla Sól Laxdal (@embla.laxdal) Hvaða samfélagslega málefni brennur þú fyrir? Ég brenn fyrir frið í heiminum. Það er óþarfi að hafa stríð því tvær manneskjur eru til dæmis ósammála um einhvern hlut. Það er pláss fyrir okkur öll og saklaust fólk á alls ekki að þurfa þola allt þetta ljóta sem er til í heiminum. Hvaða kosti þarf Ungfrú Ísland að búa yfir? Heiðarleika, ákveðni, góðhjörtuð, sjálfsöryggi, samúð og jákvæðni. Af hverju sækist þú eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland? Mig langar að vera góð fyrirmynd og vil vera partur af breytingunni sem við konur erum að gera og vinna í. Símar og samfélagsmiðlar stærsta vandamálið Hvað greinir þig frá öðrum keppendum? Allir keppendur hafa sína eiginleika og við reynum að bera okkur ekki saman og viljum alltaf minna fólk á það sama. Við komum allar frá ólíkum stöðum, ég til dæmis ólst mikið upp í sveit þar sem ég bý enn. Ælti það sé ekki þar sem greinir mig helst frá hinum keppendunum. View this post on Instagram A post shared by Embla Sól Laxdal (@embla.laxdal) Hvert er stærsta vandamálið sem þín kynslóð stendur frammi fyrir? Og hvernig mætti leysa það? Ég myndi segja að samfélagsmiðlar og símar séu stærsta vandamál sem mín kynslóð stendur frammi fyrir. Auðvitað hefur þetta allt sínar góðu hliðar en það er leiðinlegt að sjá hvernig fólk getur ekki notið sín lengur og hreinlega verið þau sjálf út af hræðslu. Það er erfitt að leysa svona vandamál en mér finnst flott að sumir grunnskólar eru að hugsa um símabann. Maður hefur í alvöru ekkert við símann að gera á skólatíma, talandi sem fyrrum námsmaður þá hefði ég alveg getað fókusað meira á námið því námið er undirbúningur fyrir lífið og áframhaldandi nám og svo draumavinnuna þína. Án þess hefur þú bara símann þinn sem þú lærir ekki af ef þú gerir það ekki í alvöru því ég veit vel að maður horfir kannski á TikTok fyrir eitthvern ákveðinn hlut en gerir það svo aldrei. Það er gott að minna sig á að það sem þú sérð á netinu er ekki endilega satt eða raunveruleikinn. Hvað viltu segja við þá sem hafa neikvæða skoðun á fegurðarsamkeppnum? Þetta er alls ekki það sem þú heldur og þetta er búið að breytast virkilega yfir árin, endilega fræddu þig aðeins um þetta áður en þú ferð að dæma.
Ungfrú Ísland Tengdar fréttir Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02 Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Sjá meira
Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt „Ég held að þetta sé ótrúlega gaman og lærdómsríkt. Þetta er smá ævintýri og við fáum að leyfa innri prinsessunni eða dívunni að blómstra,“ segir Móeiður Sif Skúladóttir, 37 ára flugfreyja og einkaþjálfari, spurð hvers vegna hún sækist eftir því að vera næsta Ungfrú Ísland. 3. mars 2025 09:02