Lífið

Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir ein­býli í Skerja­firði

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Dóri DNA og Magnea stækka við sig.
Dóri DNA og Magnea stækka við sig. Vilhelm Gunnarsson

Fjöllistamaðurinn Halldór Laxness Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, og eiginkona hans, Magnea Þóra Guðmundsdóttir arkitekt, hafa fest kaup á reisulegu einbýlishúsi við Bauganes í Skerjafirðinum. Hjónin greiddu 126 milljónir fyrir eignina.

Húsið er staðsett á eftirsóttum stað í Skerjafirðinum og er skráð 202,1 fermetrar á tveimur hæðum. Ásett verð var 134 milljónir þegar það var auglýst til sölu og fasteignamatið er 134, 350 milljónir.

Dóri og Magnea festu kaup á hús­inu þann 13. janúar síðastliðinn og fengu það afhent þann 1. febrúar.

Eignin þarf töluverðar endurbætur að innan og er nú skipt upp í níu útleiguherbergi auk tveggja herbergja íbúðar í bílskúr. Á neðri hæðinni er sameiginlegt eldhús, salerni, þvottahús, fjögur herbergi og útgengt í stóran garð með verönd. Á efri hæðinni eru fimm svefnherbergi og rúmgott baðherbergi með sturtu og baðkari. Útgengt er úr einu herbergi á rúmgóðar svalir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.