„Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. febrúar 2025 20:00 Bylgja Hrönn Baldursdóttir er aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Vísir/Bjarni Þeim málum fer fjölgandi hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þar sem gervigreind kemur við sögu. Nær ómögulegt getur verið að greina á milli hvað er raunverulegt og hvað ekki að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Einn var handtekinn hér á landi í vikunni í tengslum við alþjóðlega aðgerð sem varðar barnaníðsefni búið til með gervigreind. Meintur höfuðpaur í málinu er 29 ára gamall Dani, sem hlaut dóm í janúar fyrir framleiðslu og dreifingu barnaníðsefnis. Hann hafi nýtt gervigreind til að búa til efnið og síðan selt aðgang að því á netinu. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur maðurinn áfrýað dómnum en hann hlaut eins árs og þriggja mánaða fangelsisdóm vegna hátt í 40 þúsund barnaníðsmynda. Í framhaldi af málinu hafa dönsk lögregluyfirvöld verið leiðandi í rannsókn Europol sem nær til 19 landa og hafa verið borin kennsl á 273 sakborninga, farið í 33 húsleitir og 173 munir haldlagðir. 25 hafa verið handteknir, þar af einn á Íslandi. „Í þessu tiltekna tilfelli þá er það þannig að viðkomandi er að kaupa efni,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald en unnið er að því að fara yfir tölvugögn sem voru haldlögð. Aðspurð segist Bylgja ekki geta tjáð sig um það hvort viðkomandi hafi áður komið til kasta lögreglunnar í tengslum við sambærileg mál. Efnið virðist afar raunverulegt Til þessa hefur ekki verið algengt að gervigreind komi við sögu að sögn Bylgju. „Inn í myndskoðun hjá okkur hafa dottið inn myndir sem að við teljum vera gervigreindarmyndir. En það er tiltölulega nýtilkomið þannig séð, en þeim fer fjölgandi þeim tilfellum,“ segir Bylgja. Rannsókn mála af þessum toga getur reynst flókin. „Það getur verið erfitt að greina á milli, hvort um er að ræða gervigreind eða raunverulega mynd. Þróunin er svo hröð og við sjáum það núna að sumar af þessum myndum sem við teljum vera gervigreindarmyndir, að fyrir óæft auga þá myndi fólk bara halda að þetta væri eitthvað venjulegt barn í þessu tilfelli,“ segir Bylgja. Erfitt geti verið að halda í við hraða þróun gervigreindartækninnar. „Það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. En ég held að það væri rosalega mikilvægt fyrir foreldra bara almennt að fylgjast með snjallsímanotkun barnanna sinna, hverju þau eru að deila og hverjum þau eru að deila því með. Það er bara lykilatriði,“ segir Bylgja. Símanotkun barna Gervigreind Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira
Meintur höfuðpaur í málinu er 29 ára gamall Dani, sem hlaut dóm í janúar fyrir framleiðslu og dreifingu barnaníðsefnis. Hann hafi nýtt gervigreind til að búa til efnið og síðan selt aðgang að því á netinu. Samkvæmt dönskum fjölmiðlum hefur maðurinn áfrýað dómnum en hann hlaut eins árs og þriggja mánaða fangelsisdóm vegna hátt í 40 þúsund barnaníðsmynda. Í framhaldi af málinu hafa dönsk lögregluyfirvöld verið leiðandi í rannsókn Europol sem nær til 19 landa og hafa verið borin kennsl á 273 sakborninga, farið í 33 húsleitir og 173 munir haldlagðir. 25 hafa verið handteknir, þar af einn á Íslandi. „Í þessu tiltekna tilfelli þá er það þannig að viðkomandi er að kaupa efni,“ segir Bylgja Hrönn Baldursdóttir hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfðuborgarsvæðinu. Ekki var farið fram á gæsluvarðhald en unnið er að því að fara yfir tölvugögn sem voru haldlögð. Aðspurð segist Bylgja ekki geta tjáð sig um það hvort viðkomandi hafi áður komið til kasta lögreglunnar í tengslum við sambærileg mál. Efnið virðist afar raunverulegt Til þessa hefur ekki verið algengt að gervigreind komi við sögu að sögn Bylgju. „Inn í myndskoðun hjá okkur hafa dottið inn myndir sem að við teljum vera gervigreindarmyndir. En það er tiltölulega nýtilkomið þannig séð, en þeim fer fjölgandi þeim tilfellum,“ segir Bylgja. Rannsókn mála af þessum toga getur reynst flókin. „Það getur verið erfitt að greina á milli, hvort um er að ræða gervigreind eða raunverulega mynd. Þróunin er svo hröð og við sjáum það núna að sumar af þessum myndum sem við teljum vera gervigreindarmyndir, að fyrir óæft auga þá myndi fólk bara halda að þetta væri eitthvað venjulegt barn í þessu tilfelli,“ segir Bylgja. Erfitt geti verið að halda í við hraða þróun gervigreindartækninnar. „Það sem er nýtt í dag er orðið gamalt á morgun. En ég held að það væri rosalega mikilvægt fyrir foreldra bara almennt að fylgjast með snjallsímanotkun barnanna sinna, hverju þau eru að deila og hverjum þau eru að deila því með. Það er bara lykilatriði,“ segir Bylgja.
Símanotkun barna Gervigreind Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Stafrænt ofbeldi Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira